Sam-kúgun í Álfabakka Viðar Þorsteinsson skrifar 5. maí 2014 08:00 Í síðustu viku fengu þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir að kenna á illvígum samtakamætti stéttakúgunar og karlaveldis. Eftir að hafa tjáð sig á Facebook um fyrirkomulag á vinnustaðnum þeirra sem fól í sér lítillækkandi framkomu við kvenkyns starfsfólk, var þeim fyrirvaralaust sagt upp störfum. Framganga vinnuveitandans, Sambíóanna, við starfsmennina tvo er í senn staðfesting á kynbundu misrétti í karlaveldi, og til vitnis um þá misnotkun á valdi sem atvinnurekendur komast upp með í auðvaldssamfélagi. Þeir tilteknu starfshættir í Sambíóunum í Álfabakka sem starfsmennirnir gagnrýndu eru, til að byrja með, lýsandi dæmi um söluvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans. Samkvæmt því sem fram kom í máli Sesselju og Brynju, ætlaðist yfirmaður bíósins til þess að kvenkyns starfsfólki væri sérstaklega stillt upp til afgreiðslu í sjoppunni, til að hún „liti betur út“, á meðan karlar hefðu önnur verk með höndum. Þannig staðfesti yfirmaðurinn þá útbreiddu hugmynd að hlutverk kvenlíkamans, og þar með kvenna, sé einkum að ganga í augun á karlmönnum. Sams konar markaðsvæðing og ýkt kyngerving kvenlíkamans er vel þekkt í vændi, klámi, kvikmyndum, sjónvarpsefni og auglýsingum, en hér sést vel hvernig sömu kynbundnu fordómar og staðalímyndir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og störf kvenna alls staðar í þjóðfélaginu. Fyrir utan þá almennu niðurlægingu og ógeðfelldu skilaboð sem þetta felur í sér, þá hefur ítrekuð uppstilling kvenna sem viðfang til áhorfs eða kaups einnig styrkjandi áhrif á þá hugmynd að konur séu hlutlaust leikfang eða eign karlmanna. Jafnvel þótt ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi og áreitni sé ætíð skilyrðislaust hjá geranda, þá má auðveldlega sjá hvernig markaðsvædd hlutgerving kvenlíkamans stuðlar að því slík framkoma í garð kvenna þyki sjálfsögð og eðlileg. Fjölmargar athugasemdir kvenna á Facebook-síðunni Kynlegar athugasemdir, þar sem reynsla Sesselju og Brynju var fyrst gerð að umtalsefni, gefa skýrt til kynna hversu útbreitt það er að konur í afgreiðslu- og þjónustustörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni. Óumbeðin kyngerving og söluvæðing kvenlíkamans í vinnunni skapar óþægandi sem ættu með réttu að falla undir vinnuvernd. Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. Það er mikilvægt að benda á það, þegar slíkum hlutverkum er viðhaldið í daglegu lífi, jafnvel þótt enginn slæmur ásetningur búi að baki. Það er skylda allra, og sér í lagi þeirra sem bera ábyrgð sem yfirmenn, kennarar eða fyrirmyndir, að vera vakandi fyrir slíkum ábendingum og taka þeim vel. Með því að segja starfsmönnunum upp störfum hafa yfirmenn Sambíóanna ekki aðeins brugðist þeirri skyldu, heldur misnotað vald sitt sem atvinnurekendur á sérstaklega lúalegan og yfirdrifinn hátt. Samkvæmt fréttum leituðu Sesselja og Brynja þegar til verkalýðsfélags síns, en var þar tjáð að hlægilegt yfirvarp Sambíóanna um „skipulagsbreytingar“ dygði til réttlætingar á uppsögninni. Þetta sýnir hve varnalaus almenningur er gagnvart yfirmönnum og eigendum þegar kemur að starfsöryggi, og um leið máttleysi stofnanavæddra verkalýðsfélaga til að gera nokkuð í málum. Nýlegt dæmi um sams konar varnar- og öryggisleysi var þegar fiskvinnslustöð Vísis var fyrirvaralaust lokað á Húsavík og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Hefði lýðræðisleg ákvörðun verið tekin innan fyrirtækisins þar sem rödd starfsfólks hefði haft eðlilegt vægi, þá hefði aldrei komið til þeirrar lokunar. Eins má leiða líkum að því, að á vinnustað Sesselju og Brynju hefði einfalt starfsmannalýðræði stuðlað að því að ábendingu þeirra hefði verið vel tekið og viðeigandi breytingar gerðar til að færa hluti í nútímalegra horf. Slíkt hefði ekki þurft að vera flókið í framkvæmd í þessu tilfelli. En í núverandi fyrirkomulagi geta yfirmenn og eigendur ekki aðeins sniðgengið sanngjarnar tillögur um aukið öryggi og jafnrétti á vinnustaðnum, heldur geta þeir beitt geðþóttavaldi og ofríki til að þagga niður í starfsfólki að vild. Saga Sesselju og Brynju – sem er vafalaust ekki lokið og gæti átt eftir að kosta Sambíóin meira en tvo góða starfskrafta – minnir á þá sérstöku kúgun sem mætir þeim sem tilheyra tveimur eða fleiri undirokuðum hópum í samfélaginu. Konur í láglaunastörfum eru arðrændar af auðvaldseigendum og í undirokaðri stöðu gagnvart þeim eins og annað launafólk, en um leið eru þær í enn erfiðari stöðu innan samfélags þar sem konum er kerfisbundið mismunað. Þessi samþættun ólíkra kúgunarkerfa hefur á ensku verið kölluð „intersectionality“ og mér vitanlega er ekki til viðtekin íslensk þýðing á því orði. Ég geri að tillögu minni að héðan í frá verði samþætt kúgun karlaveldis og auðvalds nefnd sam-kúgun, Sam-bíóunum til heiðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fengu þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja Sif Sigurjónsdóttir að kenna á illvígum samtakamætti stéttakúgunar og karlaveldis. Eftir að hafa tjáð sig á Facebook um fyrirkomulag á vinnustaðnum þeirra sem fól í sér lítillækkandi framkomu við kvenkyns starfsfólk, var þeim fyrirvaralaust sagt upp störfum. Framganga vinnuveitandans, Sambíóanna, við starfsmennina tvo er í senn staðfesting á kynbundu misrétti í karlaveldi, og til vitnis um þá misnotkun á valdi sem atvinnurekendur komast upp með í auðvaldssamfélagi. Þeir tilteknu starfshættir í Sambíóunum í Álfabakka sem starfsmennirnir gagnrýndu eru, til að byrja með, lýsandi dæmi um söluvæðingu og hlutgervingu kvenlíkamans. Samkvæmt því sem fram kom í máli Sesselju og Brynju, ætlaðist yfirmaður bíósins til þess að kvenkyns starfsfólki væri sérstaklega stillt upp til afgreiðslu í sjoppunni, til að hún „liti betur út“, á meðan karlar hefðu önnur verk með höndum. Þannig staðfesti yfirmaðurinn þá útbreiddu hugmynd að hlutverk kvenlíkamans, og þar með kvenna, sé einkum að ganga í augun á karlmönnum. Sams konar markaðsvæðing og ýkt kyngerving kvenlíkamans er vel þekkt í vændi, klámi, kvikmyndum, sjónvarpsefni og auglýsingum, en hér sést vel hvernig sömu kynbundnu fordómar og staðalímyndir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og störf kvenna alls staðar í þjóðfélaginu. Fyrir utan þá almennu niðurlægingu og ógeðfelldu skilaboð sem þetta felur í sér, þá hefur ítrekuð uppstilling kvenna sem viðfang til áhorfs eða kaups einnig styrkjandi áhrif á þá hugmynd að konur séu hlutlaust leikfang eða eign karlmanna. Jafnvel þótt ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi og áreitni sé ætíð skilyrðislaust hjá geranda, þá má auðveldlega sjá hvernig markaðsvædd hlutgerving kvenlíkamans stuðlar að því slík framkoma í garð kvenna þyki sjálfsögð og eðlileg. Fjölmargar athugasemdir kvenna á Facebook-síðunni Kynlegar athugasemdir, þar sem reynsla Sesselju og Brynju var fyrst gerð að umtalsefni, gefa skýrt til kynna hversu útbreitt það er að konur í afgreiðslu- og þjónustustörfum verði fyrir kynferðislegri áreitni. Óumbeðin kyngerving og söluvæðing kvenlíkamans í vinnunni skapar óþægandi sem ættu með réttu að falla undir vinnuvernd. Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. Það er mikilvægt að benda á það, þegar slíkum hlutverkum er viðhaldið í daglegu lífi, jafnvel þótt enginn slæmur ásetningur búi að baki. Það er skylda allra, og sér í lagi þeirra sem bera ábyrgð sem yfirmenn, kennarar eða fyrirmyndir, að vera vakandi fyrir slíkum ábendingum og taka þeim vel. Með því að segja starfsmönnunum upp störfum hafa yfirmenn Sambíóanna ekki aðeins brugðist þeirri skyldu, heldur misnotað vald sitt sem atvinnurekendur á sérstaklega lúalegan og yfirdrifinn hátt. Samkvæmt fréttum leituðu Sesselja og Brynja þegar til verkalýðsfélags síns, en var þar tjáð að hlægilegt yfirvarp Sambíóanna um „skipulagsbreytingar“ dygði til réttlætingar á uppsögninni. Þetta sýnir hve varnalaus almenningur er gagnvart yfirmönnum og eigendum þegar kemur að starfsöryggi, og um leið máttleysi stofnanavæddra verkalýðsfélaga til að gera nokkuð í málum. Nýlegt dæmi um sams konar varnar- og öryggisleysi var þegar fiskvinnslustöð Vísis var fyrirvaralaust lokað á Húsavík og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Hefði lýðræðisleg ákvörðun verið tekin innan fyrirtækisins þar sem rödd starfsfólks hefði haft eðlilegt vægi, þá hefði aldrei komið til þeirrar lokunar. Eins má leiða líkum að því, að á vinnustað Sesselju og Brynju hefði einfalt starfsmannalýðræði stuðlað að því að ábendingu þeirra hefði verið vel tekið og viðeigandi breytingar gerðar til að færa hluti í nútímalegra horf. Slíkt hefði ekki þurft að vera flókið í framkvæmd í þessu tilfelli. En í núverandi fyrirkomulagi geta yfirmenn og eigendur ekki aðeins sniðgengið sanngjarnar tillögur um aukið öryggi og jafnrétti á vinnustaðnum, heldur geta þeir beitt geðþóttavaldi og ofríki til að þagga niður í starfsfólki að vild. Saga Sesselju og Brynju – sem er vafalaust ekki lokið og gæti átt eftir að kosta Sambíóin meira en tvo góða starfskrafta – minnir á þá sérstöku kúgun sem mætir þeim sem tilheyra tveimur eða fleiri undirokuðum hópum í samfélaginu. Konur í láglaunastörfum eru arðrændar af auðvaldseigendum og í undirokaðri stöðu gagnvart þeim eins og annað launafólk, en um leið eru þær í enn erfiðari stöðu innan samfélags þar sem konum er kerfisbundið mismunað. Þessi samþættun ólíkra kúgunarkerfa hefur á ensku verið kölluð „intersectionality“ og mér vitanlega er ekki til viðtekin íslensk þýðing á því orði. Ég geri að tillögu minni að héðan í frá verði samþætt kúgun karlaveldis og auðvalds nefnd sam-kúgun, Sam-bíóunum til heiðurs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun