Staðreyndir um menntun áfengis- og fíkniráðgjafa Rótin skrifar skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Kristbjörg Halla Magnúsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þann 6. febrúar þar sem hún hefur áhyggjur af því að umræða um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa byggist á vanþekkingu. Í greininni fjallar hún þó ekki um þau atriði sem Rótin hefur gagnrýnt og snúa að því að ríkisvaldið hafi ekki sett nægilega skýran ramma um starf ráðgjafa. Gagnrýni Rótarinnar er byggð á svörum frá landlæknisembætti, velferðarráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Engar praktískar upplýsingar eru um skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsmenn á heimasíðu SÁÁ og okkur hefur ekki borist svar við ósk um upplýsingar. Á heimasíðu Starfsmenntar segir að samstarf sé um námið við SÁÁ en við eftirgrennslan kom í ljós að samstarfið felst eingöngu í fjárhagsaðstoð Starfsmenntar. Fjölmargir fyrrverandi ráðgjafar hjá SÁÁ hafa leitað til okkar og kvartað yfir því að ráðgjafanemar séu háðir duttlungum yfirmanna SÁÁ, engin námskrá sé til og námið laust í reipunum. Innan okkar raða er svo fjöldi kvenna sem hefur farið í gegnum meðferð og þekkir störf ráðgjafa frá þeirri hlið. Rétt er að rifja upp sögu ráðgjafastarfsins en það hefur mjög mikla sérstöðu innan heilbrigðiskerfisins og Kristbjörg Halla getur kynnt sér hana nánar í doktorsritgerð Hildigunnar Ólafsdóttur um AA-samtökin á Íslandi. Sérstaðan byggist á þeirri trú manna, sem ættuð er úr 12 spora kerfinu, að þeir sem sjálfir hafi glímt við vímuefnavanda séu bestir til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum vanda.Auknar kröfur Nú er það ekki svo að Rótin sé á móti jafningjahjálp. Við teljum hins vegar að hún eigi ekki vel heima í heilbrigðiskerfinu þar sem sífellt auknar kröfur eru gerðar til þess að byggt sé á gagnreyndri þekkingu. Eftirfarandi ákvæði er að finna í ráðningarsamningum starfsmanna hjá SÁÁ og stangast á við þá fullyrðingu Kristbjargar að meðferð SÁÁ byggi ekki á sporastarfi: „Ráðgjafar skulu stunda AA eða Al-Anon og þeir starfsmenn SÁÁ, sem eru alkóhólistar eða aðstandendur þeirra skulu stunda AA eða Al-Anon.“ Í grein á heimasíðu SÁÁ lýsir Magnús Einarsson starfi ráðgjafa á eftirfarandi hátt: Þeir „hjálpa fólki að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína“, „bera hitann og þungann af meðferðinni. Þeir eru í mestri nálægð við sjúklingana og bera því mikla ábyrgð. Þeir halda fyrirlestra, sjá að mestu um hópmeðferð og einstaklingsráðgjöf varðandi vímuefna- og spilafíkn“ og svo „starfa áfengis- og vímuefnaráðgjafar meðal annars við forvarnir og rannsóknir“. Samkvæmt þessari lýsingu bera ráðgjafar sem hafa enga akademíska menntun ótrúlega mikla ábyrgð á sjúklingum SÁÁ og starfa auk þess við rannsóknir. Það hlýtur að vera einsdæmi í heilbrigðiskerfinu að starfsstétt sem er með mun minni formlega menntun en t.d. sjúkraliðar beri jafn mikla ábyrgð á meðferð sjúklinga. Til að fá löggildingu þurfa ráðgjafar einungis kennslu í 300 klst. sem samsvarar um 15 einingum á framhaldsskólastigi.Einokun í meðferðarmálum Eins og staðan er í dag ríkir ákveðin einokun í meðferðarmálum á Íslandi og það sama má segja um möguleikann á að fá löggildingu frá Landlækni sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Fólk með framhaldsmenntun á háskólastigi í fíknifræðum getur t.d. ekki fengið starfsleyfi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar af því að krafist er 3.000 klst. vinnu á meðferðarstofnun, reynslan er metin meira virði en fagleg þekking á háskólastigi. Innan stjórnsýslunnar er vitað að úrbóta er þörf og í svörum landlæknisembættisins kemur fram að „nauðsynlegt væri að endurskoða þær námskröfur sem gerðar eru til þessarar stéttar og taka þá mið af menntun sambærilegra stétta í nágrannalöndum okkur. Sú vinna er ekki komin formlega af stað en það verður farið í hana. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hvenær það yrði.“ Þessi vinna þarf að hefjast sem fyrst. Markmið Rótarinnar er að stuðla að bættri og faglegri meðferð. Við höfum þá sýn að þeir sem sjá um meðferðina séu með bestu mögulegu sérfræðimenntun sem byggð er á árangurstengdum rannsóknum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um opinberar niðurstöður um árangur meðferðarstarfs og er það til mikils vansa.Guðrún KristjánsdóttirGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirEdda ArinbjarnarÞórlaug Sveinsdóttirí ráði og vararáði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kristbjörg Halla Magnúsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þann 6. febrúar þar sem hún hefur áhyggjur af því að umræða um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa byggist á vanþekkingu. Í greininni fjallar hún þó ekki um þau atriði sem Rótin hefur gagnrýnt og snúa að því að ríkisvaldið hafi ekki sett nægilega skýran ramma um starf ráðgjafa. Gagnrýni Rótarinnar er byggð á svörum frá landlæknisembætti, velferðarráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Engar praktískar upplýsingar eru um skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsmenn á heimasíðu SÁÁ og okkur hefur ekki borist svar við ósk um upplýsingar. Á heimasíðu Starfsmenntar segir að samstarf sé um námið við SÁÁ en við eftirgrennslan kom í ljós að samstarfið felst eingöngu í fjárhagsaðstoð Starfsmenntar. Fjölmargir fyrrverandi ráðgjafar hjá SÁÁ hafa leitað til okkar og kvartað yfir því að ráðgjafanemar séu háðir duttlungum yfirmanna SÁÁ, engin námskrá sé til og námið laust í reipunum. Innan okkar raða er svo fjöldi kvenna sem hefur farið í gegnum meðferð og þekkir störf ráðgjafa frá þeirri hlið. Rétt er að rifja upp sögu ráðgjafastarfsins en það hefur mjög mikla sérstöðu innan heilbrigðiskerfisins og Kristbjörg Halla getur kynnt sér hana nánar í doktorsritgerð Hildigunnar Ólafsdóttur um AA-samtökin á Íslandi. Sérstaðan byggist á þeirri trú manna, sem ættuð er úr 12 spora kerfinu, að þeir sem sjálfir hafi glímt við vímuefnavanda séu bestir til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum vanda.Auknar kröfur Nú er það ekki svo að Rótin sé á móti jafningjahjálp. Við teljum hins vegar að hún eigi ekki vel heima í heilbrigðiskerfinu þar sem sífellt auknar kröfur eru gerðar til þess að byggt sé á gagnreyndri þekkingu. Eftirfarandi ákvæði er að finna í ráðningarsamningum starfsmanna hjá SÁÁ og stangast á við þá fullyrðingu Kristbjargar að meðferð SÁÁ byggi ekki á sporastarfi: „Ráðgjafar skulu stunda AA eða Al-Anon og þeir starfsmenn SÁÁ, sem eru alkóhólistar eða aðstandendur þeirra skulu stunda AA eða Al-Anon.“ Í grein á heimasíðu SÁÁ lýsir Magnús Einarsson starfi ráðgjafa á eftirfarandi hátt: Þeir „hjálpa fólki að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína“, „bera hitann og þungann af meðferðinni. Þeir eru í mestri nálægð við sjúklingana og bera því mikla ábyrgð. Þeir halda fyrirlestra, sjá að mestu um hópmeðferð og einstaklingsráðgjöf varðandi vímuefna- og spilafíkn“ og svo „starfa áfengis- og vímuefnaráðgjafar meðal annars við forvarnir og rannsóknir“. Samkvæmt þessari lýsingu bera ráðgjafar sem hafa enga akademíska menntun ótrúlega mikla ábyrgð á sjúklingum SÁÁ og starfa auk þess við rannsóknir. Það hlýtur að vera einsdæmi í heilbrigðiskerfinu að starfsstétt sem er með mun minni formlega menntun en t.d. sjúkraliðar beri jafn mikla ábyrgð á meðferð sjúklinga. Til að fá löggildingu þurfa ráðgjafar einungis kennslu í 300 klst. sem samsvarar um 15 einingum á framhaldsskólastigi.Einokun í meðferðarmálum Eins og staðan er í dag ríkir ákveðin einokun í meðferðarmálum á Íslandi og það sama má segja um möguleikann á að fá löggildingu frá Landlækni sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Fólk með framhaldsmenntun á háskólastigi í fíknifræðum getur t.d. ekki fengið starfsleyfi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar af því að krafist er 3.000 klst. vinnu á meðferðarstofnun, reynslan er metin meira virði en fagleg þekking á háskólastigi. Innan stjórnsýslunnar er vitað að úrbóta er þörf og í svörum landlæknisembættisins kemur fram að „nauðsynlegt væri að endurskoða þær námskröfur sem gerðar eru til þessarar stéttar og taka þá mið af menntun sambærilegra stétta í nágrannalöndum okkur. Sú vinna er ekki komin formlega af stað en það verður farið í hana. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hvenær það yrði.“ Þessi vinna þarf að hefjast sem fyrst. Markmið Rótarinnar er að stuðla að bættri og faglegri meðferð. Við höfum þá sýn að þeir sem sjá um meðferðina séu með bestu mögulegu sérfræðimenntun sem byggð er á árangurstengdum rannsóknum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um opinberar niðurstöður um árangur meðferðarstarfs og er það til mikils vansa.Guðrún KristjánsdóttirGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirEdda ArinbjarnarÞórlaug Sveinsdóttirí ráði og vararáði Rótarinnar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar