Eru íslensk fyrirtæki samfélagslega ábyrg? Halldóra Hreggviðsdóttir skrifar 3. september 2014 07:30 Nýlega birti Festa, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, niðurstöður könnunar sinnar um viðhorf íslensks almennings og stjórnenda á samfélagslegri ábyrgð íslenskra fyrirtækja. Niðurstöðurnar voru bornar saman við viðhorf fólks frá ýmsum nágrannalöndum okkar og gáfu til kynna að aðeins 48% almennings á Íslandi telja áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag vera jákvæð. Á sama tíma þótti um 60% Bandaríkjamanna, 57% Breta og 85% Dana fyrirtækin í föðurlandi sínu hafa jákvæð áhrif á samfélagið.Erum ekki samanburðarhæf Þessar niðurstöður er hægt að túlka á margvíslegan máta, en þegar allt kemur til alls þá stendur upp úr að íslenskum almenningi þykir fyrirtæki hér á landi ekki hafa nægilega jákvæð áhrif á samfélag sitt. Við Íslendingar erum ekki samanburðarhæfir þegar kemur að því að útskýra hvernig fyrirtækin okkar hafa jákvæð áhrif á samfélagið sem við lifum í. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna Íslendingar eru svona miklir eftirbátar nágrannaþjóða sinna verða seint útskýrðar að fullu í fáum orðum, en mikilvægt er að vekja athygli á því að afar fá íslensk fyrirtæki eru með skýrt mótaða stefnu um samfélagslega ábyrgð sína og enn færri gera grein fyrir árangri fyrirtækis síns í málaflokknum á skipulagðan máta. Vissulega hefur áhuginn á samfélagslegri ábyrgð aukist hér á landi á undanförnum árum og vinnubrögð tengd málaflokknum batnað mikið, en betur má ef duga skal. Mikil tækifæriÍ þeim löndum þar sem fyrirtæki þykja hafa jákvæðari áhrif á samfélag sitt en hérlendis hefur í töluverðan tíma tíðkast að vera með skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð og er skýrslugjöf um málefnið í samræmi við það. Í Danmörku þurfa til að mynda öll fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu að veita upplýsingar um árangur sinn hvað samfélagslega ábyrgð varðar og í Bandaríkjunum eru nokkur ár liðin frá því að meirihluti 500 stærstu fyrirtækjanna þar í landi fóru að skila inn skýrslu um málaflokkinn með ársskýrslu sinni. Hvort sem íslensk fyrirtæki telja sig þurfa að brúa bilið sem nú er á milli þeirra og nágrannalandanna eða ekki þá er beinlínis ljóst að ímynd þeirra líður fyrir að hafa ekki markað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð sína. Í dag eru aðeins tíu fyrirtæki á Íslandi sem gefa út skýrslu um samfélagslega ábyrgð og er því ljóst að hér eru mikil tækifæri til þess að bæta um betur. Það verður því spennandi að sjá hvernig þessi mál þróast á komandi misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nýlega birti Festa, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, niðurstöður könnunar sinnar um viðhorf íslensks almennings og stjórnenda á samfélagslegri ábyrgð íslenskra fyrirtækja. Niðurstöðurnar voru bornar saman við viðhorf fólks frá ýmsum nágrannalöndum okkar og gáfu til kynna að aðeins 48% almennings á Íslandi telja áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag vera jákvæð. Á sama tíma þótti um 60% Bandaríkjamanna, 57% Breta og 85% Dana fyrirtækin í föðurlandi sínu hafa jákvæð áhrif á samfélagið.Erum ekki samanburðarhæf Þessar niðurstöður er hægt að túlka á margvíslegan máta, en þegar allt kemur til alls þá stendur upp úr að íslenskum almenningi þykir fyrirtæki hér á landi ekki hafa nægilega jákvæð áhrif á samfélag sitt. Við Íslendingar erum ekki samanburðarhæfir þegar kemur að því að útskýra hvernig fyrirtækin okkar hafa jákvæð áhrif á samfélagið sem við lifum í. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna Íslendingar eru svona miklir eftirbátar nágrannaþjóða sinna verða seint útskýrðar að fullu í fáum orðum, en mikilvægt er að vekja athygli á því að afar fá íslensk fyrirtæki eru með skýrt mótaða stefnu um samfélagslega ábyrgð sína og enn færri gera grein fyrir árangri fyrirtækis síns í málaflokknum á skipulagðan máta. Vissulega hefur áhuginn á samfélagslegri ábyrgð aukist hér á landi á undanförnum árum og vinnubrögð tengd málaflokknum batnað mikið, en betur má ef duga skal. Mikil tækifæriÍ þeim löndum þar sem fyrirtæki þykja hafa jákvæðari áhrif á samfélag sitt en hérlendis hefur í töluverðan tíma tíðkast að vera með skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð og er skýrslugjöf um málefnið í samræmi við það. Í Danmörku þurfa til að mynda öll fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu að veita upplýsingar um árangur sinn hvað samfélagslega ábyrgð varðar og í Bandaríkjunum eru nokkur ár liðin frá því að meirihluti 500 stærstu fyrirtækjanna þar í landi fóru að skila inn skýrslu um málaflokkinn með ársskýrslu sinni. Hvort sem íslensk fyrirtæki telja sig þurfa að brúa bilið sem nú er á milli þeirra og nágrannalandanna eða ekki þá er beinlínis ljóst að ímynd þeirra líður fyrir að hafa ekki markað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð sína. Í dag eru aðeins tíu fyrirtæki á Íslandi sem gefa út skýrslu um samfélagslega ábyrgð og er því ljóst að hér eru mikil tækifæri til þess að bæta um betur. Það verður því spennandi að sjá hvernig þessi mál þróast á komandi misserum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar