BMW F10 M5 gegn Ferrari FF Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2014 11:34 Getur BMW M5 staðist Ferrari FF ofurbíl snúning í spyrnu? Það þætti sumum ólíklegt í ljósi þess að Ferrari FF er með 660 hestafla V12 vél með 6,3 lítra sprengirými en BMW F10 M5 er aðeins með 560 hestafla vél með 4,4 lítra sprengirými, en tvær forþjöppur. Auk þess er Ferrari FF með fjórhjóladrif en allt afl BMW M5 bílsins er sent til afturhjólanna. Ofan á þetta vegur Ferrari FF 1.791 kíló en BMW M5 1.871 kíló og drattast hann því með auka 80 kíló. Báðir bílarnir eru með 7 gíra sjálfskiptingu. Bílarnir sjást í myndskeiðinu hér að ofan etja kappi á ókunnri flugbraut og hefst kappakstur þeirra með "running start", eða báðir á litlum en sama hraðanum og samsíða. Þrátt fyrir allan þennan tölulega mun er BMW M5 bíllinn sneggri allt þar til bílarnir ná 250 hraða en BMW M5 er rafrænt takmarkaður við þann hraða. Eftir það nær Ferrari FF bíllinn framúr, en víst er að Bimminn hefði ekki gefið eftir forystu sína ef þessi hámarkshraðatakmörkun væri ekki til staðar. Það er ekki að spyrja að smíði BMW en þessi rassskelling ætti að fá ítalska sportbílasmiðinn til að spyrja sig nokkurra spurninga. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Getur BMW M5 staðist Ferrari FF ofurbíl snúning í spyrnu? Það þætti sumum ólíklegt í ljósi þess að Ferrari FF er með 660 hestafla V12 vél með 6,3 lítra sprengirými en BMW F10 M5 er aðeins með 560 hestafla vél með 4,4 lítra sprengirými, en tvær forþjöppur. Auk þess er Ferrari FF með fjórhjóladrif en allt afl BMW M5 bílsins er sent til afturhjólanna. Ofan á þetta vegur Ferrari FF 1.791 kíló en BMW M5 1.871 kíló og drattast hann því með auka 80 kíló. Báðir bílarnir eru með 7 gíra sjálfskiptingu. Bílarnir sjást í myndskeiðinu hér að ofan etja kappi á ókunnri flugbraut og hefst kappakstur þeirra með "running start", eða báðir á litlum en sama hraðanum og samsíða. Þrátt fyrir allan þennan tölulega mun er BMW M5 bíllinn sneggri allt þar til bílarnir ná 250 hraða en BMW M5 er rafrænt takmarkaður við þann hraða. Eftir það nær Ferrari FF bíllinn framúr, en víst er að Bimminn hefði ekki gefið eftir forystu sína ef þessi hámarkshraðatakmörkun væri ekki til staðar. Það er ekki að spyrja að smíði BMW en þessi rassskelling ætti að fá ítalska sportbílasmiðinn til að spyrja sig nokkurra spurninga. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent