Stoðirnar bresta Helga Helena Sturlaugsdóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar. Kennarar hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, hópar stækka, hætt er að greiða fyrir störf sem kennarar vinna aukalega (störfin eru auðvitað unnin ennþá). Þegar fjölgað er í hópum hafa kennarar bitið á jaxlinn og gert sitt besta til að sinna hverjum og einum nemanda (enda tengjast kennarar nemendum sínum og vilja hjálpa þeim og aðstoða), oft með því að vinna aðeins meira, t.d. með því að sitja með nemendum í hádeginu eða bjóða upp á aukatíma í lok annar (að sjálfsögðu án þess að fá greitt fyrir það). Með því að vinna aðeins lengur á kvöldin (verkefnunum fjölgar auðvitað í samræmi við fjölda nemenda) og með því að vinna hin og þessi viðvik innan sinna skóla (aftur án þess að fá greitt fyrir það) svo að skólastarfið gangi, nemendur fái sína menntun og að skólinn þeirra sé „samkeppnisfær“ við aðra. Hluti af því að skólinn „þeirra“ sé samkeppnisfær er að hann haldi í við tilvonandi virkjun á „nýju“ framhaldsskólalögunum og þá þarf að fara í námsskrárvinnu sem hefur einnig verið bætt á kennara en námsskrárvinna var áður miðlæg vinna á vegum menntamálaráðuneytisins. Til viðbótar við þetta aukaálag hefur svo niðurskurðurinn einnig komið fram með þeim hætti að yfirvinna kennara er skorin niður. Kannski væri þetta allt í lagi (fyrir kennara augljóslega en alls ekki nemendur því þeirra menntun geldur fyrir stærri hópa og minni eftirfylgni) ef laun kennara væru góð, sanngjörn, samkeppnisfær eða hreinlega bara bærileg. En svo er EKKI. Útborguð laun fyrir framhaldsskólakennara í fullu starfi á grunnlaunum eru oftast á bilinu 190-230 þúsund. Eina ástæða þess að kennarar hafa hingað til getað framfleytt sér á laununum sínum er yfirvinnan. Í raun má segja að vinna og álag á kennara aukist í samhengi við niðurskurð innan kerfisins. Kennarar hafa mikla og dýrmæta reynslu og eru sérfræðingar í sínum fögum og kennslu. Kennarar og annað starfsfólk skólanna eru stoðirnar sem með vilja og þrautseigju halda skólastarfinu gangandi þrátt fyrir fjársvelti.Viðvarandi ástand er óásættanlegt Kennarar eiga ekki að þurfa að treysta á yfirvinnu til þess að vera á sanngjörnum launum eða launum sambærilegum viðmiðunarstéttum innan BHM. Kennarar eiga ekki að þurfa að búa stöðugt við það að treyst sé á að þeir bæti á sig ólaunuðum verkefnum vegna þess að þeim er annt um nemendur sína og bera hag þeirra fyrir brjósti. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að menntakerfi landsins sé rekið á samúð og hugsjón kennara. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að á þá sé bætt verkefnum sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins án þess að tekið sé tillit til þessara verka í launum þeirra. Skólakerfið er löngu komið að þolmörkum, búið er að hlaða og hlaða á stoðirnar svo þær eru farnar að svigna. Ástandið er ekki bara óásættanlegt heldur við það að verða hættulegt, hvað gerist þegar kennarar geta ekki tekið við lengur? Það þarf að setja peninga inn í skólakerfið svo þar geti farið fram besta hugsanlega menntun fyrir mannauðinn sem felst í unga fólkinu. Það þarf að setja peninga í laun kennara svo að þeir sérfræðingar og fagmenn sem vinna innan skólanna geti framfleytt sér af laununum sínum. Það þarf að hlusta á kennara og annað starfsfólk skólanna þegar kemur að menntamálum og menntastefnu. Það þarf einfaldlega að fara að styrkja stoðirnar svo þær bresti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar. Kennarar hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, hópar stækka, hætt er að greiða fyrir störf sem kennarar vinna aukalega (störfin eru auðvitað unnin ennþá). Þegar fjölgað er í hópum hafa kennarar bitið á jaxlinn og gert sitt besta til að sinna hverjum og einum nemanda (enda tengjast kennarar nemendum sínum og vilja hjálpa þeim og aðstoða), oft með því að vinna aðeins meira, t.d. með því að sitja með nemendum í hádeginu eða bjóða upp á aukatíma í lok annar (að sjálfsögðu án þess að fá greitt fyrir það). Með því að vinna aðeins lengur á kvöldin (verkefnunum fjölgar auðvitað í samræmi við fjölda nemenda) og með því að vinna hin og þessi viðvik innan sinna skóla (aftur án þess að fá greitt fyrir það) svo að skólastarfið gangi, nemendur fái sína menntun og að skólinn þeirra sé „samkeppnisfær“ við aðra. Hluti af því að skólinn „þeirra“ sé samkeppnisfær er að hann haldi í við tilvonandi virkjun á „nýju“ framhaldsskólalögunum og þá þarf að fara í námsskrárvinnu sem hefur einnig verið bætt á kennara en námsskrárvinna var áður miðlæg vinna á vegum menntamálaráðuneytisins. Til viðbótar við þetta aukaálag hefur svo niðurskurðurinn einnig komið fram með þeim hætti að yfirvinna kennara er skorin niður. Kannski væri þetta allt í lagi (fyrir kennara augljóslega en alls ekki nemendur því þeirra menntun geldur fyrir stærri hópa og minni eftirfylgni) ef laun kennara væru góð, sanngjörn, samkeppnisfær eða hreinlega bara bærileg. En svo er EKKI. Útborguð laun fyrir framhaldsskólakennara í fullu starfi á grunnlaunum eru oftast á bilinu 190-230 þúsund. Eina ástæða þess að kennarar hafa hingað til getað framfleytt sér á laununum sínum er yfirvinnan. Í raun má segja að vinna og álag á kennara aukist í samhengi við niðurskurð innan kerfisins. Kennarar hafa mikla og dýrmæta reynslu og eru sérfræðingar í sínum fögum og kennslu. Kennarar og annað starfsfólk skólanna eru stoðirnar sem með vilja og þrautseigju halda skólastarfinu gangandi þrátt fyrir fjársvelti.Viðvarandi ástand er óásættanlegt Kennarar eiga ekki að þurfa að treysta á yfirvinnu til þess að vera á sanngjörnum launum eða launum sambærilegum viðmiðunarstéttum innan BHM. Kennarar eiga ekki að þurfa að búa stöðugt við það að treyst sé á að þeir bæti á sig ólaunuðum verkefnum vegna þess að þeim er annt um nemendur sína og bera hag þeirra fyrir brjósti. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að menntakerfi landsins sé rekið á samúð og hugsjón kennara. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að á þá sé bætt verkefnum sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins án þess að tekið sé tillit til þessara verka í launum þeirra. Skólakerfið er löngu komið að þolmörkum, búið er að hlaða og hlaða á stoðirnar svo þær eru farnar að svigna. Ástandið er ekki bara óásættanlegt heldur við það að verða hættulegt, hvað gerist þegar kennarar geta ekki tekið við lengur? Það þarf að setja peninga inn í skólakerfið svo þar geti farið fram besta hugsanlega menntun fyrir mannauðinn sem felst í unga fólkinu. Það þarf að setja peninga í laun kennara svo að þeir sérfræðingar og fagmenn sem vinna innan skólanna geti framfleytt sér af laununum sínum. Það þarf að hlusta á kennara og annað starfsfólk skólanna þegar kemur að menntamálum og menntastefnu. Það þarf einfaldlega að fara að styrkja stoðirnar svo þær bresti ekki.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun