Stoðirnar bresta Helga Helena Sturlaugsdóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar. Kennarar hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, hópar stækka, hætt er að greiða fyrir störf sem kennarar vinna aukalega (störfin eru auðvitað unnin ennþá). Þegar fjölgað er í hópum hafa kennarar bitið á jaxlinn og gert sitt besta til að sinna hverjum og einum nemanda (enda tengjast kennarar nemendum sínum og vilja hjálpa þeim og aðstoða), oft með því að vinna aðeins meira, t.d. með því að sitja með nemendum í hádeginu eða bjóða upp á aukatíma í lok annar (að sjálfsögðu án þess að fá greitt fyrir það). Með því að vinna aðeins lengur á kvöldin (verkefnunum fjölgar auðvitað í samræmi við fjölda nemenda) og með því að vinna hin og þessi viðvik innan sinna skóla (aftur án þess að fá greitt fyrir það) svo að skólastarfið gangi, nemendur fái sína menntun og að skólinn þeirra sé „samkeppnisfær“ við aðra. Hluti af því að skólinn „þeirra“ sé samkeppnisfær er að hann haldi í við tilvonandi virkjun á „nýju“ framhaldsskólalögunum og þá þarf að fara í námsskrárvinnu sem hefur einnig verið bætt á kennara en námsskrárvinna var áður miðlæg vinna á vegum menntamálaráðuneytisins. Til viðbótar við þetta aukaálag hefur svo niðurskurðurinn einnig komið fram með þeim hætti að yfirvinna kennara er skorin niður. Kannski væri þetta allt í lagi (fyrir kennara augljóslega en alls ekki nemendur því þeirra menntun geldur fyrir stærri hópa og minni eftirfylgni) ef laun kennara væru góð, sanngjörn, samkeppnisfær eða hreinlega bara bærileg. En svo er EKKI. Útborguð laun fyrir framhaldsskólakennara í fullu starfi á grunnlaunum eru oftast á bilinu 190-230 þúsund. Eina ástæða þess að kennarar hafa hingað til getað framfleytt sér á laununum sínum er yfirvinnan. Í raun má segja að vinna og álag á kennara aukist í samhengi við niðurskurð innan kerfisins. Kennarar hafa mikla og dýrmæta reynslu og eru sérfræðingar í sínum fögum og kennslu. Kennarar og annað starfsfólk skólanna eru stoðirnar sem með vilja og þrautseigju halda skólastarfinu gangandi þrátt fyrir fjársvelti.Viðvarandi ástand er óásættanlegt Kennarar eiga ekki að þurfa að treysta á yfirvinnu til þess að vera á sanngjörnum launum eða launum sambærilegum viðmiðunarstéttum innan BHM. Kennarar eiga ekki að þurfa að búa stöðugt við það að treyst sé á að þeir bæti á sig ólaunuðum verkefnum vegna þess að þeim er annt um nemendur sína og bera hag þeirra fyrir brjósti. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að menntakerfi landsins sé rekið á samúð og hugsjón kennara. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að á þá sé bætt verkefnum sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins án þess að tekið sé tillit til þessara verka í launum þeirra. Skólakerfið er löngu komið að þolmörkum, búið er að hlaða og hlaða á stoðirnar svo þær eru farnar að svigna. Ástandið er ekki bara óásættanlegt heldur við það að verða hættulegt, hvað gerist þegar kennarar geta ekki tekið við lengur? Það þarf að setja peninga inn í skólakerfið svo þar geti farið fram besta hugsanlega menntun fyrir mannauðinn sem felst í unga fólkinu. Það þarf að setja peninga í laun kennara svo að þeir sérfræðingar og fagmenn sem vinna innan skólanna geti framfleytt sér af laununum sínum. Það þarf að hlusta á kennara og annað starfsfólk skólanna þegar kemur að menntamálum og menntastefnu. Það þarf einfaldlega að fara að styrkja stoðirnar svo þær bresti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar. Kennarar hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði, hópar stækka, hætt er að greiða fyrir störf sem kennarar vinna aukalega (störfin eru auðvitað unnin ennþá). Þegar fjölgað er í hópum hafa kennarar bitið á jaxlinn og gert sitt besta til að sinna hverjum og einum nemanda (enda tengjast kennarar nemendum sínum og vilja hjálpa þeim og aðstoða), oft með því að vinna aðeins meira, t.d. með því að sitja með nemendum í hádeginu eða bjóða upp á aukatíma í lok annar (að sjálfsögðu án þess að fá greitt fyrir það). Með því að vinna aðeins lengur á kvöldin (verkefnunum fjölgar auðvitað í samræmi við fjölda nemenda) og með því að vinna hin og þessi viðvik innan sinna skóla (aftur án þess að fá greitt fyrir það) svo að skólastarfið gangi, nemendur fái sína menntun og að skólinn þeirra sé „samkeppnisfær“ við aðra. Hluti af því að skólinn „þeirra“ sé samkeppnisfær er að hann haldi í við tilvonandi virkjun á „nýju“ framhaldsskólalögunum og þá þarf að fara í námsskrárvinnu sem hefur einnig verið bætt á kennara en námsskrárvinna var áður miðlæg vinna á vegum menntamálaráðuneytisins. Til viðbótar við þetta aukaálag hefur svo niðurskurðurinn einnig komið fram með þeim hætti að yfirvinna kennara er skorin niður. Kannski væri þetta allt í lagi (fyrir kennara augljóslega en alls ekki nemendur því þeirra menntun geldur fyrir stærri hópa og minni eftirfylgni) ef laun kennara væru góð, sanngjörn, samkeppnisfær eða hreinlega bara bærileg. En svo er EKKI. Útborguð laun fyrir framhaldsskólakennara í fullu starfi á grunnlaunum eru oftast á bilinu 190-230 þúsund. Eina ástæða þess að kennarar hafa hingað til getað framfleytt sér á laununum sínum er yfirvinnan. Í raun má segja að vinna og álag á kennara aukist í samhengi við niðurskurð innan kerfisins. Kennarar hafa mikla og dýrmæta reynslu og eru sérfræðingar í sínum fögum og kennslu. Kennarar og annað starfsfólk skólanna eru stoðirnar sem með vilja og þrautseigju halda skólastarfinu gangandi þrátt fyrir fjársvelti.Viðvarandi ástand er óásættanlegt Kennarar eiga ekki að þurfa að treysta á yfirvinnu til þess að vera á sanngjörnum launum eða launum sambærilegum viðmiðunarstéttum innan BHM. Kennarar eiga ekki að þurfa að búa stöðugt við það að treyst sé á að þeir bæti á sig ólaunuðum verkefnum vegna þess að þeim er annt um nemendur sína og bera hag þeirra fyrir brjósti. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að menntakerfi landsins sé rekið á samúð og hugsjón kennara. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að á þá sé bætt verkefnum sem áður voru í höndum menntamálaráðuneytisins án þess að tekið sé tillit til þessara verka í launum þeirra. Skólakerfið er löngu komið að þolmörkum, búið er að hlaða og hlaða á stoðirnar svo þær eru farnar að svigna. Ástandið er ekki bara óásættanlegt heldur við það að verða hættulegt, hvað gerist þegar kennarar geta ekki tekið við lengur? Það þarf að setja peninga inn í skólakerfið svo þar geti farið fram besta hugsanlega menntun fyrir mannauðinn sem felst í unga fólkinu. Það þarf að setja peninga í laun kennara svo að þeir sérfræðingar og fagmenn sem vinna innan skólanna geti framfleytt sér af laununum sínum. Það þarf að hlusta á kennara og annað starfsfólk skólanna þegar kemur að menntamálum og menntastefnu. Það þarf einfaldlega að fara að styrkja stoðirnar svo þær bresti ekki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar