Glaða kennslukonan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar