Glaða kennslukonan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun