Fiskistofa – formið – og flutningurinn Björn Jónsson skrifar 24. júlí 2014 07:00 Atlaga var gerð að lífsafkomu starfsmanna Fiskistofu og fjölskyldna þeirra með skyndilegri og óvæntri ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Ákvörðun sem kann að knýja fjölda fólks til búferlaflutninga, vilji það halda störfum sínum. Öðruvísi var ekki hægt að skilja ráðherra þegar hann kynnti ákvörðun sína fyrir Fiskistofufólki 27. júní sl. Upplýst er að forystumenn Sjálfstæðisflokksins vissu ekki af fyrirhugaðri ákvörðun sjávarútvegsráðherra fyrr en daginn áður. Svo virðist sem forystumenn flokksins hafi staðið óviðbúnir, en létu þetta þó ná fram að ganga athugasemdalaust. Virðast sumir þeirra ekki enn hafa áttað sig á hverjar afleiðingar þessi ákvörðun kynni að hafa. Eða hvað? Afleiðingar eru, að starfsmenn Fiskistofu flytja, einir eða ásamt með mökum, börnum og búaliði til Akureyrar. Fólk með margvíslegar skuldbindingar hér í heimahögum skal rífa sig upp með rótum, taka börn úr skólum, selja eignir og sæta flutningi í annan landshluta, það er að segja kjósi fólk að halda störfum sínum. Frammi fyrir þessari staðreynd stendur Fiskistofufólk að óbreyttu. Alls er óvíst um atvinnuhorfur á Akureyri fyrir maka starfsmanna eða að þeir fái yfirhöfuð þar vinnu í samræmi við menntun sína og reynslu. Fjölskyldu- og vinabönd skulu rofin vegna pólitískrar ákvörðunar sem er ólögmæt, verður þjóðfélaginu afar dýr, er afskaplega óviturleg og flestum starfsmönnum Fiskistofu óbærileg. Enn er bætt í og nú sáð frækornum ótta og uggs í hjörtu margra opinberra starfsmanna og fjölskyldna þeirra um lífsviðurværi sitt, því boð hafa út gengið af munni stjórnarherranna að fleiri stofnanir kunni að verða fluttar hreppaflutningum. Hvaða stofnanir eru næstar? RÚV? Hagstofan? Samgöngustofa? Umhverfisstofnun? Skipulagsstofnun?Ráðamenn slá úr og í Haft var eftir fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisfokksins í Ríkisútvarpinu þann 4. júlí sl. að honum fyndist það fyrst og fremst „formsatriði“ að afla lagaheimildar svo „lögheimili“ Fiskistofu flyttist til Akureyrar. Hvernig á að skilja þetta? Á eingöngu að breyta um bréfhaus á bréfsefni Fiskistofu? Ráðamenn slá úr og í. Nú er sagt að nota eigi eðlilega stafsmannaveltu vegna flutningsins. Gott ef svo reynist. Málið var bara ekki þannig kynnt. Meðan ekki heyrist frá fagráðherra verður að álykta að ákvörðun hans standi óbreytt. Fjöldi fólks er í óvissu. Að gæta að formreglum í stjórnsýslu er ekki að kanna hvort línubil sé rétt eða rétt spássía sé í skriflegum texta. Formreglur eru m.a. sprottnar af reynslu, til þess settar m.a. að knýja menn til ígrundaðrar niðurstöðu í máli og forða því að einhver efnisatriða gleymist eða fari forgörðum. Ég er því algjörlega ósammála að það sé „formsatriði“ eitt að styðja stjórnvaldsákvarðanir við gildandi réttarreglur. Að baki hverrar réttarreglu eiga að búa efnisleg og skynsamleg rök, málefnaleg sjónarmið og sanngirni. Hæstiréttur Íslands hefur í svonefndu Landmælingamáli dæmt þá ákvörðun ráðherra ólögmæta að flytja Landmælingar Íslands frá Reykjavík til Akraness, m.a. vegna þess að lagaheimild skorti. Vestræn ríki búa við þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald. Ein grundvallarástæða þessarar þrískiptingar er sú að þessir þættir ríkisvaldsins hemji hver annan og veiti hver öðrum aðhald. Landmælingadómurinn er stórmerkur þegar hann er skoðaður í þessu ljósi. Hann er „kennslubók“ fyrir framkvæmdarvaldið í opinberri stjórnsýslu. Í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Grundvöllur er lagður að starfi stjórnvalda með réttarreglum. Stjórnarframkvæmdin er lögbundin. Löggjöfin er því undirstaða stjórnsýslunnar. Í lögum um stjórnarframkvæmdir og reglum, settum með heimild í þeim, eiga að koma fram helstu atriði, sem gilda um hvert svið þeirra fyrir sig. Það fer eftir mikilvægi þáttar í stjórnarframkvæmdinni, hvernig honum er skipað. Ráðherrar fara síðan með það vald, sem löggjöfin veitir þeim, á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum eða ræðst af meginreglum laga og eðlilegum stjórnarháttum.“Óboðleg stjórnsýsla Hvers vegna taldi Hæstiréttur ástæðu til að tíunda svo sjálfsagða hluti sem felast í framangreindum orðum? Að mínu mati var Hæstiréttur ekki eingöngu að hemja lögleysu framkvæmdarvaldsins heldur að leiða því fyrir sjónir að slík stjórnsýsla sem kom fram í flutningsmálum Landmælinga væri óboðleg skv. íslenskum stjórnsýslurétti. Af framagreindum orðum Hæstaréttar dreg ég og þá ályktun að ráðherra, hver sem hann er og hvaða ákvörðun sem hann kann að taka, verði, auk þess að beygja sig undir sett lög, að virða meginreglur laga og eðlilega stjórnarhætti. Þótt ráðherra sé veitt lagaheimild til ákveðinna aðgerða eða athafna verður sú ákvörðun eða framkvæmd að lúta framangreindum lögmálum. Löggjafarvaldið getur og ekki framselt vald sitt til geðþóttaákvarðana. Ég vona að niðurstaða löggjafans verði ekki: „Ráðherra ákveður aðsetur ríkisstofnana eftir smekk sínum.“ En við hverju má búast? Ég særi þingmenn til að kynna sér málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Atlaga var gerð að lífsafkomu starfsmanna Fiskistofu og fjölskyldna þeirra með skyndilegri og óvæntri ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Ákvörðun sem kann að knýja fjölda fólks til búferlaflutninga, vilji það halda störfum sínum. Öðruvísi var ekki hægt að skilja ráðherra þegar hann kynnti ákvörðun sína fyrir Fiskistofufólki 27. júní sl. Upplýst er að forystumenn Sjálfstæðisflokksins vissu ekki af fyrirhugaðri ákvörðun sjávarútvegsráðherra fyrr en daginn áður. Svo virðist sem forystumenn flokksins hafi staðið óviðbúnir, en létu þetta þó ná fram að ganga athugasemdalaust. Virðast sumir þeirra ekki enn hafa áttað sig á hverjar afleiðingar þessi ákvörðun kynni að hafa. Eða hvað? Afleiðingar eru, að starfsmenn Fiskistofu flytja, einir eða ásamt með mökum, börnum og búaliði til Akureyrar. Fólk með margvíslegar skuldbindingar hér í heimahögum skal rífa sig upp með rótum, taka börn úr skólum, selja eignir og sæta flutningi í annan landshluta, það er að segja kjósi fólk að halda störfum sínum. Frammi fyrir þessari staðreynd stendur Fiskistofufólk að óbreyttu. Alls er óvíst um atvinnuhorfur á Akureyri fyrir maka starfsmanna eða að þeir fái yfirhöfuð þar vinnu í samræmi við menntun sína og reynslu. Fjölskyldu- og vinabönd skulu rofin vegna pólitískrar ákvörðunar sem er ólögmæt, verður þjóðfélaginu afar dýr, er afskaplega óviturleg og flestum starfsmönnum Fiskistofu óbærileg. Enn er bætt í og nú sáð frækornum ótta og uggs í hjörtu margra opinberra starfsmanna og fjölskyldna þeirra um lífsviðurværi sitt, því boð hafa út gengið af munni stjórnarherranna að fleiri stofnanir kunni að verða fluttar hreppaflutningum. Hvaða stofnanir eru næstar? RÚV? Hagstofan? Samgöngustofa? Umhverfisstofnun? Skipulagsstofnun?Ráðamenn slá úr og í Haft var eftir fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisfokksins í Ríkisútvarpinu þann 4. júlí sl. að honum fyndist það fyrst og fremst „formsatriði“ að afla lagaheimildar svo „lögheimili“ Fiskistofu flyttist til Akureyrar. Hvernig á að skilja þetta? Á eingöngu að breyta um bréfhaus á bréfsefni Fiskistofu? Ráðamenn slá úr og í. Nú er sagt að nota eigi eðlilega stafsmannaveltu vegna flutningsins. Gott ef svo reynist. Málið var bara ekki þannig kynnt. Meðan ekki heyrist frá fagráðherra verður að álykta að ákvörðun hans standi óbreytt. Fjöldi fólks er í óvissu. Að gæta að formreglum í stjórnsýslu er ekki að kanna hvort línubil sé rétt eða rétt spássía sé í skriflegum texta. Formreglur eru m.a. sprottnar af reynslu, til þess settar m.a. að knýja menn til ígrundaðrar niðurstöðu í máli og forða því að einhver efnisatriða gleymist eða fari forgörðum. Ég er því algjörlega ósammála að það sé „formsatriði“ eitt að styðja stjórnvaldsákvarðanir við gildandi réttarreglur. Að baki hverrar réttarreglu eiga að búa efnisleg og skynsamleg rök, málefnaleg sjónarmið og sanngirni. Hæstiréttur Íslands hefur í svonefndu Landmælingamáli dæmt þá ákvörðun ráðherra ólögmæta að flytja Landmælingar Íslands frá Reykjavík til Akraness, m.a. vegna þess að lagaheimild skorti. Vestræn ríki búa við þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald. Ein grundvallarástæða þessarar þrískiptingar er sú að þessir þættir ríkisvaldsins hemji hver annan og veiti hver öðrum aðhald. Landmælingadómurinn er stórmerkur þegar hann er skoðaður í þessu ljósi. Hann er „kennslubók“ fyrir framkvæmdarvaldið í opinberri stjórnsýslu. Í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Grundvöllur er lagður að starfi stjórnvalda með réttarreglum. Stjórnarframkvæmdin er lögbundin. Löggjöfin er því undirstaða stjórnsýslunnar. Í lögum um stjórnarframkvæmdir og reglum, settum með heimild í þeim, eiga að koma fram helstu atriði, sem gilda um hvert svið þeirra fyrir sig. Það fer eftir mikilvægi þáttar í stjórnarframkvæmdinni, hvernig honum er skipað. Ráðherrar fara síðan með það vald, sem löggjöfin veitir þeim, á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum eða ræðst af meginreglum laga og eðlilegum stjórnarháttum.“Óboðleg stjórnsýsla Hvers vegna taldi Hæstiréttur ástæðu til að tíunda svo sjálfsagða hluti sem felast í framangreindum orðum? Að mínu mati var Hæstiréttur ekki eingöngu að hemja lögleysu framkvæmdarvaldsins heldur að leiða því fyrir sjónir að slík stjórnsýsla sem kom fram í flutningsmálum Landmælinga væri óboðleg skv. íslenskum stjórnsýslurétti. Af framagreindum orðum Hæstaréttar dreg ég og þá ályktun að ráðherra, hver sem hann er og hvaða ákvörðun sem hann kann að taka, verði, auk þess að beygja sig undir sett lög, að virða meginreglur laga og eðlilega stjórnarhætti. Þótt ráðherra sé veitt lagaheimild til ákveðinna aðgerða eða athafna verður sú ákvörðun eða framkvæmd að lúta framangreindum lögmálum. Löggjafarvaldið getur og ekki framselt vald sitt til geðþóttaákvarðana. Ég vona að niðurstaða löggjafans verði ekki: „Ráðherra ákveður aðsetur ríkisstofnana eftir smekk sínum.“ En við hverju má búast? Ég særi þingmenn til að kynna sér málið.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar