Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar 21. janúar 2026 07:02 Börn og foreldrar í Laugardalnum eru látin bíða. Bíða eftir æfingum sem falla niður. Bíða eftir íþrótta- og félagsaðstöðu sem stenst samanburð við önnur hverfi. Foreldrar bíða eftir því að loforð verði efnd. Þjálfarar bíða eftir góðum og öruggum starfsskilyrðum. Þolinmæðin er á þrotum eins og kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi Ármenninga. Laugardalurinn er næst fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og það sem vex hvað hraðast. Þéttingarreitir í hverfinu og næsta nágrenni hafa fært borginni nýja íbúa, aukið mannlíf og skapað betri forsendur fyrir verslun og þjónustu í hverfinu. En innviðirnir hafa ekki fylgt eftir. Borgin hefur ekki staðið við loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal, byggingu varanlegrar tengingar Vogabyggðar við Vogahverfið eða klárað viðhald á leikskólanum Laugasól. Á sama tíma hafa þéttingarreitir við Kirkjusand, í Vogabyggð og á Orkureitnum skilað borginni miklum tekjum af byggingarrétti, gatnagerðargjöldum, lóðarleigu og skatttekjum nýrra íbúa.. Þetta eru peningar sem eiga að skila sér aftur í hverfið. Í íþróttamannvirki, skólahúsnæði og öruggt umhverfi fyrir börn. Það hefur ekki gerst. Ástæðan er einföld. Tekjur af þéttingarreitum runnu inn í óskilvirkan rekstur borgarinnar í stað þess að fara í nauðsynlegar fjárfestingar í Laugardal. Í mínu gamla félagi, Ármanni, hefur iðkendum fjölgað mikið. Körfuknattleiksdeildin er orðin sú fjölmennasta í Reykjavík. Samt bíða Ármenningar enn eftir uppbyggingu sem lofað hefur verið á íbúafundum og í fjölmiðlum árum saman. Oftar en ekki er því fleygt fram að Þjóðarhöllin sé á næsta leyti. Hún hefur einfaldlega ekkert með íþróttastarf barna að gera. Þau geta ekki sætt sig við enn eitt kjörtímabil af óefndum loforðum. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík mun ég laga reksturinn og tryggja að tekjur fari í fjárfestingar í íþróttum, skólum og innviðum. Ég hef gert það áður bæði sem bæjarstjóri og ráðgjafi. Íbúar í Laugardal eiga betra skilið. Börnin eiga betra skilið Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Börn og foreldrar í Laugardalnum eru látin bíða. Bíða eftir æfingum sem falla niður. Bíða eftir íþrótta- og félagsaðstöðu sem stenst samanburð við önnur hverfi. Foreldrar bíða eftir því að loforð verði efnd. Þjálfarar bíða eftir góðum og öruggum starfsskilyrðum. Þolinmæðin er á þrotum eins og kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi Ármenninga. Laugardalurinn er næst fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og það sem vex hvað hraðast. Þéttingarreitir í hverfinu og næsta nágrenni hafa fært borginni nýja íbúa, aukið mannlíf og skapað betri forsendur fyrir verslun og þjónustu í hverfinu. En innviðirnir hafa ekki fylgt eftir. Borgin hefur ekki staðið við loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardal, byggingu varanlegrar tengingar Vogabyggðar við Vogahverfið eða klárað viðhald á leikskólanum Laugasól. Á sama tíma hafa þéttingarreitir við Kirkjusand, í Vogabyggð og á Orkureitnum skilað borginni miklum tekjum af byggingarrétti, gatnagerðargjöldum, lóðarleigu og skatttekjum nýrra íbúa.. Þetta eru peningar sem eiga að skila sér aftur í hverfið. Í íþróttamannvirki, skólahúsnæði og öruggt umhverfi fyrir börn. Það hefur ekki gerst. Ástæðan er einföld. Tekjur af þéttingarreitum runnu inn í óskilvirkan rekstur borgarinnar í stað þess að fara í nauðsynlegar fjárfestingar í Laugardal. Í mínu gamla félagi, Ármanni, hefur iðkendum fjölgað mikið. Körfuknattleiksdeildin er orðin sú fjölmennasta í Reykjavík. Samt bíða Ármenningar enn eftir uppbyggingu sem lofað hefur verið á íbúafundum og í fjölmiðlum árum saman. Oftar en ekki er því fleygt fram að Þjóðarhöllin sé á næsta leyti. Hún hefur einfaldlega ekkert með íþróttastarf barna að gera. Þau geta ekki sætt sig við enn eitt kjörtímabil af óefndum loforðum. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík mun ég laga reksturinn og tryggja að tekjur fari í fjárfestingar í íþróttum, skólum og innviðum. Ég hef gert það áður bæði sem bæjarstjóri og ráðgjafi. Íbúar í Laugardal eiga betra skilið. Börnin eiga betra skilið Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun