500 hestafla Alfa Romeo Giulia GTA Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 08:45 Alfa Romeo Mito GTA. Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent
Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent