Borgaraþing klári stjórnarskrármálið Eiríkur Bergmann skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag lagði ég til að sérstöku slembivöldu borgaraþingi verði falið að klára stjórnarskrármálið með styrkum stuðningi sérfræðinga og í þéttu samráði við Alþingi. Byggt yrði á niðurstöðum þjóðfundarins, skýrslu stjórnlaganefndar og frumvarpsdrögum stjórnlagaráðs auk annars fyrra starfs í málinu. Þessi tillaga byggir á lærdómi dregnum af samanburði við álíka tilraunir erlendis sem ég kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ síðastliðinn föstudag. Íslenska stjórnlagaferlið fellur í hóp álíka tilrauna í Kanada, Hollandi, Belgíu, Írlandi, Eistlandi og Brasilíu. Samanlagt eru slíkar tilraunir að verða að módeli fyrir framþróun lýðræðis. Svona borgaraþing (á ensku ýmist kölluð Citizens Assembly eða Mini Public) – oftast slembivalin en stundum kjörin eins og hér var – gagnast einkum við takast á við deiluefni sem þjóðþingin hafa átt örðugt með að útkljá. Borgaraþing af þessu tagi starfa ekki í andstöðu við þjóðþingin heldur styðja við starf löggjafarsamkundunnar og bæta nýrri vídd við hið hefðbundna fulltrúalýðræði. Viðlíka tilraunir um veröldina hafa eins og á Íslandi gjarnan verið gerðar í kjölfar áfalls heima fyrir. Á Íslandi leiddi efnahagsáfallið hins vegar til nánast upplausnarástands í stjórnmálum heima fyrir sem gerði allar lýðræðisumbætur ómögulegar vegna innri deilna. Lærdómurinn að utan sýnir að árangurinn er mestur þar sem þétt samráð og gagnkvæm virðing ríkir á milli borgaraþingsins og þjóðþingsins. Eins og til að mynda var raunin á Írlandi þar sem 33 þingmenn og 66 slembivaldir borgarar studdir sveit öflugra sérfræðinga komu saman og ræddu til niðurstöðu mörg helstu álitamál írskrar þjóðskipunar. Öfugt við spár þeirra sem óttuðust að þingmennirnir myndu yfirgnæfa starfið gerðist hið öndverða. Þingmennirnir hlustuðu á sjónarmið borgaranna og kappkostuðu að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu. Svo skipti sköpum að þegar tillögurnar loks komu inn á þjóðþingið voru þar fyrir 33 bandamenn verkefnisins úr öllum flokkum sem litu á það sem sitt hlutverk að þræða málið í gegnum hina þinglegu meðferð. Því miður var annað uppi á teningnum hjá okkur. Þingið var ekki með í ráðum í starfi stjórnlagaráðs sem skýrir að hluta kaldar móttökur stjórnarskrárfrumvarpsins á Alþingi. Tilraunin á Írlandi bendir eindregið til þess að vænlegra til árangurs sé að flétta þátttöku þingmanna við starf borgaraþingsins. Því legg ég til framangreinda leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag lagði ég til að sérstöku slembivöldu borgaraþingi verði falið að klára stjórnarskrármálið með styrkum stuðningi sérfræðinga og í þéttu samráði við Alþingi. Byggt yrði á niðurstöðum þjóðfundarins, skýrslu stjórnlaganefndar og frumvarpsdrögum stjórnlagaráðs auk annars fyrra starfs í málinu. Þessi tillaga byggir á lærdómi dregnum af samanburði við álíka tilraunir erlendis sem ég kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ síðastliðinn föstudag. Íslenska stjórnlagaferlið fellur í hóp álíka tilrauna í Kanada, Hollandi, Belgíu, Írlandi, Eistlandi og Brasilíu. Samanlagt eru slíkar tilraunir að verða að módeli fyrir framþróun lýðræðis. Svona borgaraþing (á ensku ýmist kölluð Citizens Assembly eða Mini Public) – oftast slembivalin en stundum kjörin eins og hér var – gagnast einkum við takast á við deiluefni sem þjóðþingin hafa átt örðugt með að útkljá. Borgaraþing af þessu tagi starfa ekki í andstöðu við þjóðþingin heldur styðja við starf löggjafarsamkundunnar og bæta nýrri vídd við hið hefðbundna fulltrúalýðræði. Viðlíka tilraunir um veröldina hafa eins og á Íslandi gjarnan verið gerðar í kjölfar áfalls heima fyrir. Á Íslandi leiddi efnahagsáfallið hins vegar til nánast upplausnarástands í stjórnmálum heima fyrir sem gerði allar lýðræðisumbætur ómögulegar vegna innri deilna. Lærdómurinn að utan sýnir að árangurinn er mestur þar sem þétt samráð og gagnkvæm virðing ríkir á milli borgaraþingsins og þjóðþingsins. Eins og til að mynda var raunin á Írlandi þar sem 33 þingmenn og 66 slembivaldir borgarar studdir sveit öflugra sérfræðinga komu saman og ræddu til niðurstöðu mörg helstu álitamál írskrar þjóðskipunar. Öfugt við spár þeirra sem óttuðust að þingmennirnir myndu yfirgnæfa starfið gerðist hið öndverða. Þingmennirnir hlustuðu á sjónarmið borgaranna og kappkostuðu að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu. Svo skipti sköpum að þegar tillögurnar loks komu inn á þjóðþingið voru þar fyrir 33 bandamenn verkefnisins úr öllum flokkum sem litu á það sem sitt hlutverk að þræða málið í gegnum hina þinglegu meðferð. Því miður var annað uppi á teningnum hjá okkur. Þingið var ekki með í ráðum í starfi stjórnlagaráðs sem skýrir að hluta kaldar móttökur stjórnarskrárfrumvarpsins á Alþingi. Tilraunin á Írlandi bendir eindregið til þess að vænlegra til árangurs sé að flétta þátttöku þingmanna við starf borgaraþingsins. Því legg ég til framangreinda leið.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun