Borgaraþing klári stjórnarskrármálið Eiríkur Bergmann skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag lagði ég til að sérstöku slembivöldu borgaraþingi verði falið að klára stjórnarskrármálið með styrkum stuðningi sérfræðinga og í þéttu samráði við Alþingi. Byggt yrði á niðurstöðum þjóðfundarins, skýrslu stjórnlaganefndar og frumvarpsdrögum stjórnlagaráðs auk annars fyrra starfs í málinu. Þessi tillaga byggir á lærdómi dregnum af samanburði við álíka tilraunir erlendis sem ég kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ síðastliðinn föstudag. Íslenska stjórnlagaferlið fellur í hóp álíka tilrauna í Kanada, Hollandi, Belgíu, Írlandi, Eistlandi og Brasilíu. Samanlagt eru slíkar tilraunir að verða að módeli fyrir framþróun lýðræðis. Svona borgaraþing (á ensku ýmist kölluð Citizens Assembly eða Mini Public) – oftast slembivalin en stundum kjörin eins og hér var – gagnast einkum við takast á við deiluefni sem þjóðþingin hafa átt örðugt með að útkljá. Borgaraþing af þessu tagi starfa ekki í andstöðu við þjóðþingin heldur styðja við starf löggjafarsamkundunnar og bæta nýrri vídd við hið hefðbundna fulltrúalýðræði. Viðlíka tilraunir um veröldina hafa eins og á Íslandi gjarnan verið gerðar í kjölfar áfalls heima fyrir. Á Íslandi leiddi efnahagsáfallið hins vegar til nánast upplausnarástands í stjórnmálum heima fyrir sem gerði allar lýðræðisumbætur ómögulegar vegna innri deilna. Lærdómurinn að utan sýnir að árangurinn er mestur þar sem þétt samráð og gagnkvæm virðing ríkir á milli borgaraþingsins og þjóðþingsins. Eins og til að mynda var raunin á Írlandi þar sem 33 þingmenn og 66 slembivaldir borgarar studdir sveit öflugra sérfræðinga komu saman og ræddu til niðurstöðu mörg helstu álitamál írskrar þjóðskipunar. Öfugt við spár þeirra sem óttuðust að þingmennirnir myndu yfirgnæfa starfið gerðist hið öndverða. Þingmennirnir hlustuðu á sjónarmið borgaranna og kappkostuðu að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu. Svo skipti sköpum að þegar tillögurnar loks komu inn á þjóðþingið voru þar fyrir 33 bandamenn verkefnisins úr öllum flokkum sem litu á það sem sitt hlutverk að þræða málið í gegnum hina þinglegu meðferð. Því miður var annað uppi á teningnum hjá okkur. Þingið var ekki með í ráðum í starfi stjórnlagaráðs sem skýrir að hluta kaldar móttökur stjórnarskrárfrumvarpsins á Alþingi. Tilraunin á Írlandi bendir eindregið til þess að vænlegra til árangurs sé að flétta þátttöku þingmanna við starf borgaraþingsins. Því legg ég til framangreinda leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag lagði ég til að sérstöku slembivöldu borgaraþingi verði falið að klára stjórnarskrármálið með styrkum stuðningi sérfræðinga og í þéttu samráði við Alþingi. Byggt yrði á niðurstöðum þjóðfundarins, skýrslu stjórnlaganefndar og frumvarpsdrögum stjórnlagaráðs auk annars fyrra starfs í málinu. Þessi tillaga byggir á lærdómi dregnum af samanburði við álíka tilraunir erlendis sem ég kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ síðastliðinn föstudag. Íslenska stjórnlagaferlið fellur í hóp álíka tilrauna í Kanada, Hollandi, Belgíu, Írlandi, Eistlandi og Brasilíu. Samanlagt eru slíkar tilraunir að verða að módeli fyrir framþróun lýðræðis. Svona borgaraþing (á ensku ýmist kölluð Citizens Assembly eða Mini Public) – oftast slembivalin en stundum kjörin eins og hér var – gagnast einkum við takast á við deiluefni sem þjóðþingin hafa átt örðugt með að útkljá. Borgaraþing af þessu tagi starfa ekki í andstöðu við þjóðþingin heldur styðja við starf löggjafarsamkundunnar og bæta nýrri vídd við hið hefðbundna fulltrúalýðræði. Viðlíka tilraunir um veröldina hafa eins og á Íslandi gjarnan verið gerðar í kjölfar áfalls heima fyrir. Á Íslandi leiddi efnahagsáfallið hins vegar til nánast upplausnarástands í stjórnmálum heima fyrir sem gerði allar lýðræðisumbætur ómögulegar vegna innri deilna. Lærdómurinn að utan sýnir að árangurinn er mestur þar sem þétt samráð og gagnkvæm virðing ríkir á milli borgaraþingsins og þjóðþingsins. Eins og til að mynda var raunin á Írlandi þar sem 33 þingmenn og 66 slembivaldir borgarar studdir sveit öflugra sérfræðinga komu saman og ræddu til niðurstöðu mörg helstu álitamál írskrar þjóðskipunar. Öfugt við spár þeirra sem óttuðust að þingmennirnir myndu yfirgnæfa starfið gerðist hið öndverða. Þingmennirnir hlustuðu á sjónarmið borgaranna og kappkostuðu að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu. Svo skipti sköpum að þegar tillögurnar loks komu inn á þjóðþingið voru þar fyrir 33 bandamenn verkefnisins úr öllum flokkum sem litu á það sem sitt hlutverk að þræða málið í gegnum hina þinglegu meðferð. Því miður var annað uppi á teningnum hjá okkur. Þingið var ekki með í ráðum í starfi stjórnlagaráðs sem skýrir að hluta kaldar móttökur stjórnarskrárfrumvarpsins á Alþingi. Tilraunin á Írlandi bendir eindregið til þess að vænlegra til árangurs sé að flétta þátttöku þingmanna við starf borgaraþingsins. Því legg ég til framangreinda leið.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar