Golfbíll fer kvartmíluna á 12 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 10:11 Golfbílar eru almennt ekki hannaðir til að fara hratt, en það á ekki við þá alla. Hér sést einn fara kvartmíluna hraðar en Mercedes Benz CL65 AMG, eða á litlum 12,24 sekúndum. Endahraði hans var 190 km/klst. Þessi tími er nýtt Guinness heimsmet en það fyrra var 14,18 sekúndur með 167 km/klst endahraða. Það þarf djarfan ökumann til að aka þessum golfbíl svo hratt þar sem ökumaður er lítt varinn í bílnum og veigalítil veltigrind hans myndi ekki verja hann mikið ef bíllinn ylti á 190 km hraða. Það alskemmtilegast við þetta er að aftast á golfbílnum öfluga er stórt golfsett með í för í metspyrnunni, bara svona til að sýna til hvers svona bílar eru almennt notaðir. Líklega var það þó ekki notað við enda brautarinnar. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent
Golfbílar eru almennt ekki hannaðir til að fara hratt, en það á ekki við þá alla. Hér sést einn fara kvartmíluna hraðar en Mercedes Benz CL65 AMG, eða á litlum 12,24 sekúndum. Endahraði hans var 190 km/klst. Þessi tími er nýtt Guinness heimsmet en það fyrra var 14,18 sekúndur með 167 km/klst endahraða. Það þarf djarfan ökumann til að aka þessum golfbíl svo hratt þar sem ökumaður er lítt varinn í bílnum og veigalítil veltigrind hans myndi ekki verja hann mikið ef bíllinn ylti á 190 km hraða. Það alskemmtilegast við þetta er að aftast á golfbílnum öfluga er stórt golfsett með í för í metspyrnunni, bara svona til að sýna til hvers svona bílar eru almennt notaðir. Líklega var það þó ekki notað við enda brautarinnar.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent