Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2014 12:00 Hámarksfjöldi er settur á ferðir fatlaðra í hverjum mánuði. Fatlaðir telja það fela í sér mismunun. Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hafa sætt mikilli gagnrýni. Fatlaðir vilja meina að reglurnar, sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi, gangi gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ferlimál einstaklinga. Reglurnar eru á þá leið að fatlaðir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra greiða 175 krónur fyrir hverja ferð upp að sextíu ferðum á mánuði. Fyrir ferðir 61-80 greiða fatlaðir 1.100 krónur fyrir hverja ferð. 80 ferðir á mánuði er hámarksfjöldi ferða á mánuði og þurfa því fatlaðir sem fara upp að því marki að bíða til næstu mánaðamóta til að geta nýtt sér þjónustuna aftur. Orðrétt segir að „fjöldi ferða í heild skal ekki fara yfir 60 ferðir á mánuði. Þjónustumiðstöðvum er þó heimilt að veita fleiri ferðir til þeirra notenda sem eru, auk þess að stunda vinnu eða skóla, í mikilli virkni, svo sem íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Um er að ræða að hámarki 20 ferðir og getur því hámark ferða aldrei verið hærra en 80 ferðir á mánuði.“ Þessar reglur munu taka gildi í öllum stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Kópavogs.Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, gagnrýnir þessa tilhögun harðlega. „Mér finnst þetta ekki boðlegt. Gjaldskráin er þannig sett upp að ferðir eru niðurgreiddar upp að vissu marki. Það að hækka gjaldið svona gríðarlega fyrir síðustu tuttugu ferðir mánaðarins er aðeins til þess að ná peningunum til baka af okkur, Það að hækka gjaldið úr 175 krónur í 1.100 krónur á einu bretti er of bratt að okkar mati,“ segir Bergur. Andri Valgeirsson háskólanemi er einn þeirra sem nýtir sér ferðaþjónustu fatlaðra í hverjum mánuði og er hann einn þeirra sem notar fleiri en áttatíu ferðir á mánuði. „Þessar reglur koma mér alveg hrikalega illa. Hver ferð í skólann er í raun tvær ferðir, að heiman og heim aftur. síðan bætast ofan á ferðir í sjúkraþjálfun og annað. Það er því alveg klárt að ég mun áfram þurfa að nýta mér fleiri ferðir en 80 í mánuði,“ segir Andri.Andri ValgeirssonHann þarf því að velja og hafna ferðum eftir áramót. „Það segir sig sjálft að ég þarf á næsta ári að velja og hafna ferðum sem setur mig í erfiða stöðu. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu dagana og tel þetta vera hreina mismunun. Almenningssamgöngur fyrir fullfrískt fólk bera ekki hámarksferðir. Af hverju ætti að vera þak á fjölda ferða fyrir okkur fatlaða?“ Bergur Þorri segir engin rök sem styðja það að sett sé þak á heildarfjölda ferða fatlaðra. „Meðalfjöldi ferða þeirra sem nota þjónustuna eru í kringum 20 ferðir. Örfáir einstaklingar fara yfir áttatíu ferðir. Þegar fatlaðir eru hvort sem er rukkaðir upp í topp, þá skil ég ekki þessa hugmynd um að setja þak á ferðirnar okkar. Það á að gefa fötluðum rétt á að ferðast á þann hátt sem það vill þegar það vill. Með því að setja þak á fjölda ferða er verið að gefa sáttmálanum langt nef.“ Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hafa sætt mikilli gagnrýni. Fatlaðir vilja meina að reglurnar, sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi, gangi gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ferlimál einstaklinga. Reglurnar eru á þá leið að fatlaðir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra greiða 175 krónur fyrir hverja ferð upp að sextíu ferðum á mánuði. Fyrir ferðir 61-80 greiða fatlaðir 1.100 krónur fyrir hverja ferð. 80 ferðir á mánuði er hámarksfjöldi ferða á mánuði og þurfa því fatlaðir sem fara upp að því marki að bíða til næstu mánaðamóta til að geta nýtt sér þjónustuna aftur. Orðrétt segir að „fjöldi ferða í heild skal ekki fara yfir 60 ferðir á mánuði. Þjónustumiðstöðvum er þó heimilt að veita fleiri ferðir til þeirra notenda sem eru, auk þess að stunda vinnu eða skóla, í mikilli virkni, svo sem íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Um er að ræða að hámarki 20 ferðir og getur því hámark ferða aldrei verið hærra en 80 ferðir á mánuði.“ Þessar reglur munu taka gildi í öllum stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Kópavogs.Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, gagnrýnir þessa tilhögun harðlega. „Mér finnst þetta ekki boðlegt. Gjaldskráin er þannig sett upp að ferðir eru niðurgreiddar upp að vissu marki. Það að hækka gjaldið svona gríðarlega fyrir síðustu tuttugu ferðir mánaðarins er aðeins til þess að ná peningunum til baka af okkur, Það að hækka gjaldið úr 175 krónur í 1.100 krónur á einu bretti er of bratt að okkar mati,“ segir Bergur. Andri Valgeirsson háskólanemi er einn þeirra sem nýtir sér ferðaþjónustu fatlaðra í hverjum mánuði og er hann einn þeirra sem notar fleiri en áttatíu ferðir á mánuði. „Þessar reglur koma mér alveg hrikalega illa. Hver ferð í skólann er í raun tvær ferðir, að heiman og heim aftur. síðan bætast ofan á ferðir í sjúkraþjálfun og annað. Það er því alveg klárt að ég mun áfram þurfa að nýta mér fleiri ferðir en 80 í mánuði,“ segir Andri.Andri ValgeirssonHann þarf því að velja og hafna ferðum eftir áramót. „Það segir sig sjálft að ég þarf á næsta ári að velja og hafna ferðum sem setur mig í erfiða stöðu. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu dagana og tel þetta vera hreina mismunun. Almenningssamgöngur fyrir fullfrískt fólk bera ekki hámarksferðir. Af hverju ætti að vera þak á fjölda ferða fyrir okkur fatlaða?“ Bergur Þorri segir engin rök sem styðja það að sett sé þak á heildarfjölda ferða fatlaðra. „Meðalfjöldi ferða þeirra sem nota þjónustuna eru í kringum 20 ferðir. Örfáir einstaklingar fara yfir áttatíu ferðir. Þegar fatlaðir eru hvort sem er rukkaðir upp í topp, þá skil ég ekki þessa hugmynd um að setja þak á ferðirnar okkar. Það á að gefa fötluðum rétt á að ferðast á þann hátt sem það vill þegar það vill. Með því að setja þak á fjölda ferða er verið að gefa sáttmálanum langt nef.“
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira