Saminganefndir Læknafélagsins og ríkisins hittust á fundi í Karphúsinu klukkan tvö og stendur fundurinn enn yfir. Læknar hafa boðað verkfallsaðgerðir í byrjun janúar ef ekki verður búið að ná samkomulagi um nýjan kjarasamning fyrir þann tíma.
Skurðlæknar mæta svo á samningafund í Karphúsinu klukkan fjögur. Nokkuð virðist enn bera í milli deiluaðila.
