Fiskistofumálið – mistök eða leiðrétting? Pétur Bjarnason skrifar 10. júlí 2014 07:00 Fiskistofumálið og ýmislegt sem hefur verið fleygt fram í því samhengi hefur vakið athygli mína. Í áratugi hefur heyrst af því að stefna allra stjórnmálaflokka hafi í orði verið á þá lund að gæta beri að jafnvægi í byggð landsins og byggja upp störf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á ekki síst við um opinber störf, sem þegar eru um fjórðungur allra starfa í landinu og það hlutfall mun hækka, ef þróunin verður eins og í velferðarlöndum í kringum okkur. Ríkið verður því að reka þá starfsemi, sem er á þess vegum víðar en á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna væntanlega hafa allir stjórnmálaflokkar haft þetta á stefnuskrá sinni um áratugaskeið. En af hverju aðeins í orði en ekki á borði? Það hefur nefnilega komið í ljós í þessari umfjöllun um flutning Fiskistofu að opinberum störfum úti á landi hefur á undanförnum árum fækkað á meðan störfum á vegum ríkisins fjölgar og þar með hefur opinberum störfum á landsbyggðinni fækkað hlutfallslega enn meira. Spurningin er því hverju sé um að kenna að opinber störf dreifast svona ójafnt á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir þessa stefnu stjórnmálaflokkanna. Stefnu sem oftar en ekki kemst í stjórnarsáttmála, sem flaggað er á tyllidögum. Er það vegna ístöðuleysis stjórnmálamanna? Jú, vissulega höfum við oft orðið vitni að því að stjórnmálamenn fylgja ekki þessum stefnumálum flokka sinna þegar reynir á. (Það á reyndar við um fleiri mál!)Gífurleg mótstaða En við höfum líka alltaf þurft að horfa á gífurlega mótstöðu embættismanna, þegar flutningur er nefndur á nafn. Og miðað við hve illa hefur gengið að fá opinber störf út á land og hve drjúgan þátt embættismenn hafa átt í að sú stefna hefur í reynd breyst í andhverfu sína, má álykta að embættismenn hafi haft mjög einbeittan brotavilja þegar reynt er að fylgja stefnu og ákvörðunum stjórnvalda í þessum efnum. Þegar Fiskistofa var stofnuð hafði tiltölulega nýlega verið samþykkt þingsályktun á Alþingi um að miðstöð stjórnsýslu og menntunar í sjávarútvegi skyldi staðsett á Akureyri. Það hefði því verið eðlilegt að Fiskistofa hefði verið staðsett á Akureyri. Það má í raun segja að það hafi verið mistök í upphafi að stofna hana í Reykjavík. Og í ákveðnum skilning má segja að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja Fiskistofu til Akureyrar sé verið að leiðrétta mistök frá fyrri árum. Mér finnst það bara gott mál en ég eins og aðrir legg þó áherslu á að það komi einstaklingum sem hjá Fiskistofu starfa og fjölskyldum þeirra ekki illa. Hjá því mætti auðveldlega komast með því að gefa sér góðan tíma í flutninginn, þannig að hann haldist í hendur við þá starfsmannaveltu, sem hvort eð er verður hjá stofnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fiskistofumálið og ýmislegt sem hefur verið fleygt fram í því samhengi hefur vakið athygli mína. Í áratugi hefur heyrst af því að stefna allra stjórnmálaflokka hafi í orði verið á þá lund að gæta beri að jafnvægi í byggð landsins og byggja upp störf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á ekki síst við um opinber störf, sem þegar eru um fjórðungur allra starfa í landinu og það hlutfall mun hækka, ef þróunin verður eins og í velferðarlöndum í kringum okkur. Ríkið verður því að reka þá starfsemi, sem er á þess vegum víðar en á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna væntanlega hafa allir stjórnmálaflokkar haft þetta á stefnuskrá sinni um áratugaskeið. En af hverju aðeins í orði en ekki á borði? Það hefur nefnilega komið í ljós í þessari umfjöllun um flutning Fiskistofu að opinberum störfum úti á landi hefur á undanförnum árum fækkað á meðan störfum á vegum ríkisins fjölgar og þar með hefur opinberum störfum á landsbyggðinni fækkað hlutfallslega enn meira. Spurningin er því hverju sé um að kenna að opinber störf dreifast svona ójafnt á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir þessa stefnu stjórnmálaflokkanna. Stefnu sem oftar en ekki kemst í stjórnarsáttmála, sem flaggað er á tyllidögum. Er það vegna ístöðuleysis stjórnmálamanna? Jú, vissulega höfum við oft orðið vitni að því að stjórnmálamenn fylgja ekki þessum stefnumálum flokka sinna þegar reynir á. (Það á reyndar við um fleiri mál!)Gífurleg mótstaða En við höfum líka alltaf þurft að horfa á gífurlega mótstöðu embættismanna, þegar flutningur er nefndur á nafn. Og miðað við hve illa hefur gengið að fá opinber störf út á land og hve drjúgan þátt embættismenn hafa átt í að sú stefna hefur í reynd breyst í andhverfu sína, má álykta að embættismenn hafi haft mjög einbeittan brotavilja þegar reynt er að fylgja stefnu og ákvörðunum stjórnvalda í þessum efnum. Þegar Fiskistofa var stofnuð hafði tiltölulega nýlega verið samþykkt þingsályktun á Alþingi um að miðstöð stjórnsýslu og menntunar í sjávarútvegi skyldi staðsett á Akureyri. Það hefði því verið eðlilegt að Fiskistofa hefði verið staðsett á Akureyri. Það má í raun segja að það hafi verið mistök í upphafi að stofna hana í Reykjavík. Og í ákveðnum skilning má segja að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja Fiskistofu til Akureyrar sé verið að leiðrétta mistök frá fyrri árum. Mér finnst það bara gott mál en ég eins og aðrir legg þó áherslu á að það komi einstaklingum sem hjá Fiskistofu starfa og fjölskyldum þeirra ekki illa. Hjá því mætti auðveldlega komast með því að gefa sér góðan tíma í flutninginn, þannig að hann haldist í hendur við þá starfsmannaveltu, sem hvort eð er verður hjá stofnuninni.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun