Frjáls úr höftum Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum eru þeir hornsteinar sem farsælt er að byggja öflugt samfélag á. Aukið frelsi í viðskiptum bætir ekki aðeins möguleika atvinnulífsins til að vaxa og þróast heldur leiðir einnig af sér aukna samkeppni, neytendum til hagsbóta. Á undanförnum áratugum hafa margir jákvæðir áfangar náðst í átt að auknu viðskiptafrelsi og heyrir nú til undantekninga ef ríki eða sveitarfélög standa í verslunarrekstri. Sá þáttur sem mest áhrif hefur haft í íslensku samfélagi í átt til aukins viðskiptafrelsis er aðild Íslands að EES-samningnum. Í kjölfar hans má segja að frelsi í viðskiptum hafi átt sviðið. Við sem aðhyllumst frelsi í viðskiptum hljótum öll að fagna þeirri umræðu sem skapast hefur um sölu áfengis, lyfja og landbúnaðarafurða í kjölfar frétta af áhuga verslunarkeðjunnar Costco á að opna verslun á Íslandi. Ég tel að afnema eigi einkasölu ríkisins á áfengi og heimila öðrum en apótekum að selja lyf í smásölu en ljóst er að breytingar í átt til aukins viðskiptafrelsis verða alltaf almennar en ekki sértækar fyrir eina verslunarkeðju. Hvað landbúnaðinn varðar þá er hollt fyrir okkur að taka umræðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Ef við teljum rétt að viðhalda því óbreyttu þá þarf að rökstyðja það vel. Matvælaöryggi er mikilvægt sem og byggðasjónarmið og auðvitað eigum við að gera ákveðnar gæðakröfur til þeirra matvæla sem flutt eru til landsins. Í nútímanum gengur hins vegar ekki að halda því fram að allt sem komi frá útlöndum leiði af sér heilsubrest og hörmungar. Ef við teljum íslenskar afurðir margfalt betri og hollari en aðrar hvers vegna teljum við þá sjálfgefið að þær vörur fari halloka í samkeppni við erlenda vöru af margfalt minni gæðum? Ein er þó sú hindrun sem yfirskyggir allar aðrar hindranir í íslensku viðskiptalífi. Það eru gjaldeyrishöftin. Forsenda þess að fyrirtæki og einstaklingar í landinu geti skapað aukin verðmæti er afnám þeirra. Þess vegna er stærsta verkefni okkar Íslendinga á næstu mánuðum að afnema gjaldeyrishöftin. Frjáls úr þeim höftum eru okkur allir vegir færir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum eru þeir hornsteinar sem farsælt er að byggja öflugt samfélag á. Aukið frelsi í viðskiptum bætir ekki aðeins möguleika atvinnulífsins til að vaxa og þróast heldur leiðir einnig af sér aukna samkeppni, neytendum til hagsbóta. Á undanförnum áratugum hafa margir jákvæðir áfangar náðst í átt að auknu viðskiptafrelsi og heyrir nú til undantekninga ef ríki eða sveitarfélög standa í verslunarrekstri. Sá þáttur sem mest áhrif hefur haft í íslensku samfélagi í átt til aukins viðskiptafrelsis er aðild Íslands að EES-samningnum. Í kjölfar hans má segja að frelsi í viðskiptum hafi átt sviðið. Við sem aðhyllumst frelsi í viðskiptum hljótum öll að fagna þeirri umræðu sem skapast hefur um sölu áfengis, lyfja og landbúnaðarafurða í kjölfar frétta af áhuga verslunarkeðjunnar Costco á að opna verslun á Íslandi. Ég tel að afnema eigi einkasölu ríkisins á áfengi og heimila öðrum en apótekum að selja lyf í smásölu en ljóst er að breytingar í átt til aukins viðskiptafrelsis verða alltaf almennar en ekki sértækar fyrir eina verslunarkeðju. Hvað landbúnaðinn varðar þá er hollt fyrir okkur að taka umræðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Ef við teljum rétt að viðhalda því óbreyttu þá þarf að rökstyðja það vel. Matvælaöryggi er mikilvægt sem og byggðasjónarmið og auðvitað eigum við að gera ákveðnar gæðakröfur til þeirra matvæla sem flutt eru til landsins. Í nútímanum gengur hins vegar ekki að halda því fram að allt sem komi frá útlöndum leiði af sér heilsubrest og hörmungar. Ef við teljum íslenskar afurðir margfalt betri og hollari en aðrar hvers vegna teljum við þá sjálfgefið að þær vörur fari halloka í samkeppni við erlenda vöru af margfalt minni gæðum? Ein er þó sú hindrun sem yfirskyggir allar aðrar hindranir í íslensku viðskiptalífi. Það eru gjaldeyrishöftin. Forsenda þess að fyrirtæki og einstaklingar í landinu geti skapað aukin verðmæti er afnám þeirra. Þess vegna er stærsta verkefni okkar Íslendinga á næstu mánuðum að afnema gjaldeyrishöftin. Frjáls úr þeim höftum eru okkur allir vegir færir.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar