Bílarnir sem þarna verðir boðnir upp eiga einmitt skilið að vera í svo glæstu umhverfi sem þessi og eru margir hverjir í stíl við glæsileikann þar. Mikið er um sportbíla og keppnisbíla á þessu uppboði í bland við fallega ameríska bíla frá gullaldarárum stóru drekanna.
Uppboðið hófst í dag kl. 10:30 og víst er að stórar upphæðir munu skipta um hendur á þessu einstaka uppboði.


