Um hraðamælingar og hraðatakmörk í þéttbýli Kristján Ólafur Guðnason skrifar 17. júní 2014 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu sex ár hraðamælt reglulega á völdum stöðum umdæmisins og notað til þess ómerkta lögreglubifreið. Mælingarnar eru að jafnaði gerðar á svipuðum tíma árs og dags með það að markmiði meðal annars að meta þróun ökuhraða milli ára. Niðurstöður mælinga eru í öllum tilvikum sendar viðkomandi sveitarfélögum. Á þessum tíma hafa veghaldarar gert ýmsar breytingar á mælingarstöðunum, þeim vegarköflum sem mælt var á, leyfilegur hámarkshraði hækkaður eða lækkaður og hraðahindranir settar niður eða hraðaþrengingar. Áhugavert er að sjá hvaða áhrif þær höfðu á ökuhraða með vísan til hlutfalls þeirra ökumanna sem óku of hratt hverju sinni, brotahlutfalls. Nefna má nokkur dæmi. Hraði í íbúðahverfi var lækkaður úr 50 í 30 kílómetra hraða miðað við klukkustund án þess að breytingar væru gerðar á vegarkaflanum að öðru leyti. Mælingar lögreglu fyrir lækkun sýndu brotahlutfall sem var að meðaltali tvö prósent. Eftir lækkun leyfilegs hámarkshraða hækkaði hlutfallið í 36 og allt upp í 68%. Meðaltalið var 52%. Aðrar sambærilegar aðgerðir á vegarköflum þar sem hraði var lækkaður án þess að aðrar hraðalækkandi aðgerðir hafi fylgt, hafa leitt til hækkaðs brotahlutfalls. Ökuhraði virðist svipaður fyrir og eftir lækkun. Dæmi um vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði var hækkaður sýnir áþekka niðurstöðu. Á stofnbraut milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur var hraði hækkaður úr 70 í 80. Brotahlutfall fyrir breytingu var 25% en 8% ef miðað hefði verið við 80 kílómetra leyfðan hámarkshraða. Í mælingum eftir hækkun var brotahlutfall frá 8 til 13% eða 11% að meðaltali. Ekki var því að sjá mikla breytingu á aksturshraða þrátt fyrir hækkun leyfilegs hámarkshraða. Til viðbótar þessum niðurstöðum hafa mælingar lögreglu sýnt að brotahlutfall helst mjög stöðugt milli ára þar sem ásýnd vega og umhverfi er óbreytt.Góður árangur Þar sem breytingar hins vegar hafa verið gerðar á götum til lækkunar hraða, til að mynda settar hraðahindranir eða hraðaþrengingar, hefur góður árangur náðst. Má þar nefna götu í íbúðahverfi þar sem meðalbrotahlutfall var 53% en enginn mældist brotlegur eftir að hraðahindranir voru settar niður. Annað dæmi af sama meiði er gata þar sem meðalbrotahlutfall var 19% en 1% eftir aðgerðir. Þær upplýsingar sem fyrir liggja og hér eru nefndar, gefa vísbendingar um að umhverfi vega og ásýnd hafi mikið að segja um ökuhraða. Mikilvægt sýnist því að veghönnun og skipulag hverfa taki mið af þeim hraða sem áætlanir gera ráð fyrir þannig að ökumönnum sem um fara megi vera það ljóst af umhverfi ekki síður en merkingum hver leyfður hraði er. Hraðatakmarkandi aðgerðir eftir á myndu þar með ónauðsynlegar. Þá er og mikilvægt að núverandi hraðamörk taki mið af þessu, verði hækkuð þar sem ljóst er að samræmi milli leyfðs hraða og umhverfis er lítið og slysatíðni lág eða engin, en hraðatakmarkandi aðgerðum beitt að öðrum kosti. Það er mat lögreglu að með þannig markvissum aðgerðum megi fækka brotum í umferð, auka enn virðingu ökumanna fyrir lögum og reglum og fækka slysum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu sex ár hraðamælt reglulega á völdum stöðum umdæmisins og notað til þess ómerkta lögreglubifreið. Mælingarnar eru að jafnaði gerðar á svipuðum tíma árs og dags með það að markmiði meðal annars að meta þróun ökuhraða milli ára. Niðurstöður mælinga eru í öllum tilvikum sendar viðkomandi sveitarfélögum. Á þessum tíma hafa veghaldarar gert ýmsar breytingar á mælingarstöðunum, þeim vegarköflum sem mælt var á, leyfilegur hámarkshraði hækkaður eða lækkaður og hraðahindranir settar niður eða hraðaþrengingar. Áhugavert er að sjá hvaða áhrif þær höfðu á ökuhraða með vísan til hlutfalls þeirra ökumanna sem óku of hratt hverju sinni, brotahlutfalls. Nefna má nokkur dæmi. Hraði í íbúðahverfi var lækkaður úr 50 í 30 kílómetra hraða miðað við klukkustund án þess að breytingar væru gerðar á vegarkaflanum að öðru leyti. Mælingar lögreglu fyrir lækkun sýndu brotahlutfall sem var að meðaltali tvö prósent. Eftir lækkun leyfilegs hámarkshraða hækkaði hlutfallið í 36 og allt upp í 68%. Meðaltalið var 52%. Aðrar sambærilegar aðgerðir á vegarköflum þar sem hraði var lækkaður án þess að aðrar hraðalækkandi aðgerðir hafi fylgt, hafa leitt til hækkaðs brotahlutfalls. Ökuhraði virðist svipaður fyrir og eftir lækkun. Dæmi um vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði var hækkaður sýnir áþekka niðurstöðu. Á stofnbraut milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur var hraði hækkaður úr 70 í 80. Brotahlutfall fyrir breytingu var 25% en 8% ef miðað hefði verið við 80 kílómetra leyfðan hámarkshraða. Í mælingum eftir hækkun var brotahlutfall frá 8 til 13% eða 11% að meðaltali. Ekki var því að sjá mikla breytingu á aksturshraða þrátt fyrir hækkun leyfilegs hámarkshraða. Til viðbótar þessum niðurstöðum hafa mælingar lögreglu sýnt að brotahlutfall helst mjög stöðugt milli ára þar sem ásýnd vega og umhverfi er óbreytt.Góður árangur Þar sem breytingar hins vegar hafa verið gerðar á götum til lækkunar hraða, til að mynda settar hraðahindranir eða hraðaþrengingar, hefur góður árangur náðst. Má þar nefna götu í íbúðahverfi þar sem meðalbrotahlutfall var 53% en enginn mældist brotlegur eftir að hraðahindranir voru settar niður. Annað dæmi af sama meiði er gata þar sem meðalbrotahlutfall var 19% en 1% eftir aðgerðir. Þær upplýsingar sem fyrir liggja og hér eru nefndar, gefa vísbendingar um að umhverfi vega og ásýnd hafi mikið að segja um ökuhraða. Mikilvægt sýnist því að veghönnun og skipulag hverfa taki mið af þeim hraða sem áætlanir gera ráð fyrir þannig að ökumönnum sem um fara megi vera það ljóst af umhverfi ekki síður en merkingum hver leyfður hraði er. Hraðatakmarkandi aðgerðir eftir á myndu þar með ónauðsynlegar. Þá er og mikilvægt að núverandi hraðamörk taki mið af þessu, verði hækkuð þar sem ljóst er að samræmi milli leyfðs hraða og umhverfis er lítið og slysatíðni lág eða engin, en hraðatakmarkandi aðgerðum beitt að öðrum kosti. Það er mat lögreglu að með þannig markvissum aðgerðum megi fækka brotum í umferð, auka enn virðingu ökumanna fyrir lögum og reglum og fækka slysum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun