Borgar menntun sig? Guðmundur Örn Jónsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Er ég lauk háskólanámi í lok síðustu aldar var atvinnuleysi svipað og nú er. Samt var mjög auðvelt að fá vinnu á þeim tíma. Í stað þess að ég þyrfti að skrá mig hjá ráðningarstofu, hringdu ráðningarstofurnar í mig og báðu mig um að sækja um tiltekin störf. En nú er öldin önnur hjá háskólamenntuðu fólki og er algengt að yfir 100 manns sæki um stöður þar sem krafist er háskólamenntunar. Opinberar tölur sýna einnig að háskólamenntun eykur atvinnuöryggi lítið miðað við það sem áður var. Fyrir 20 árum var atvinnuleysi háskólamenntaðra aðeins um 10% af almennu atvinnuleysi, eða tíu sinnum minna. Nú er það um 70%, eða næstum því eins mikið og almennt atvinnuleysi, og væri töluvert hærra ef ekki væri fyrir landflótta meðal háskólamenntaðra. Með öðrum orðum hefur atvinnulífið hérlendis skapað allt of lítið af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og framboð starfa fyrir ófaglærða hefur verið mikið og dregið mikinn fjölda af erlendu verkafólki til landsins. Þróunin hérlendis er þannig gjörólík þeirri í Bandaríkjunum. Þar spá sérfræðingar því að tveir þriðju þeirra starfa sem þar verði til á næstu árum muni krefjast háskólamenntunar. Þessa þróun má að öllum líkindum rekja til stjórnunar sjálfstæðis- og framsóknarmanna undangengna áratugi þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa störf fyrir ófaglærða, t.d. í álverum. Einnig hafa aðrar atvinnugreinar, sem aðallega skapa störf fyrir ófaglærða, verið niðurgreiddar, t.a.m. landbúnaður með beinum fjárframlögum og útgerð með ókeypis aðgangi að auðlind þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, a.m.k. út þetta kjörtímabil. Innlend hátæknifyrirtæki, sem veita fjölda háskólamenntaðra vinnu og skaðast vegna gjaldeyrishaftanna, eru líkleg til að fara úr landi. Með sama áframhaldi bíður okkar því sama hlutskipti og Færeyinga þar sem næst stærsta útflutningsafurðin á eftir fiskafurðum eru frímerki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Er ég lauk háskólanámi í lok síðustu aldar var atvinnuleysi svipað og nú er. Samt var mjög auðvelt að fá vinnu á þeim tíma. Í stað þess að ég þyrfti að skrá mig hjá ráðningarstofu, hringdu ráðningarstofurnar í mig og báðu mig um að sækja um tiltekin störf. En nú er öldin önnur hjá háskólamenntuðu fólki og er algengt að yfir 100 manns sæki um stöður þar sem krafist er háskólamenntunar. Opinberar tölur sýna einnig að háskólamenntun eykur atvinnuöryggi lítið miðað við það sem áður var. Fyrir 20 árum var atvinnuleysi háskólamenntaðra aðeins um 10% af almennu atvinnuleysi, eða tíu sinnum minna. Nú er það um 70%, eða næstum því eins mikið og almennt atvinnuleysi, og væri töluvert hærra ef ekki væri fyrir landflótta meðal háskólamenntaðra. Með öðrum orðum hefur atvinnulífið hérlendis skapað allt of lítið af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og framboð starfa fyrir ófaglærða hefur verið mikið og dregið mikinn fjölda af erlendu verkafólki til landsins. Þróunin hérlendis er þannig gjörólík þeirri í Bandaríkjunum. Þar spá sérfræðingar því að tveir þriðju þeirra starfa sem þar verði til á næstu árum muni krefjast háskólamenntunar. Þessa þróun má að öllum líkindum rekja til stjórnunar sjálfstæðis- og framsóknarmanna undangengna áratugi þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa störf fyrir ófaglærða, t.d. í álverum. Einnig hafa aðrar atvinnugreinar, sem aðallega skapa störf fyrir ófaglærða, verið niðurgreiddar, t.a.m. landbúnaður með beinum fjárframlögum og útgerð með ókeypis aðgangi að auðlind þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, a.m.k. út þetta kjörtímabil. Innlend hátæknifyrirtæki, sem veita fjölda háskólamenntaðra vinnu og skaðast vegna gjaldeyrishaftanna, eru líkleg til að fara úr landi. Með sama áframhaldi bíður okkar því sama hlutskipti og Færeyinga þar sem næst stærsta útflutningsafurðin á eftir fiskafurðum eru frímerki.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun