Váhrif – Nýyrði sem á fullan rétt á sér Elísabet Halldórsdóttir skrifar 17. júní 2014 07:00 Mörg nýyrði ná aldrei verðskuldaðri útbreiðslu hversu góð sem þau eru. Það er nokkuð góð trygging ef nýyrði eru búin til fyrir stofnanir, orðanefndir eða fyrirtæki. Faðir minn Halldór Halldórsson, prófessor í íslensku, var mjög snjall nýyrðasmiður. Það er ekki öllum gefið þótt menntunin sé fyrir hendi. En faðir minn hafði mikinn áhuga á orðum sbr. doktorsritgerð Íslensk orðtök. Hans áhugi var mestur á sviði orðfræði, svo það er kannski engin tilviljun að hann vann mikið við nýyrðasmíðar. Dæmi um orð sem náðu strax útbreiðslu voru orðin hyrna og ferna. Þegar Mjólkursamsalan breytti um umbúðir undir mjólk frá flöskum eða mjólkurpottum í umbúðir úr pappa var leitað í smiðju föður míns. Hann hafði oft þann sið að leggjast í sófa, ekki undir feld, heldur horfði hann á veggteppi, sem móðir mín hafði saumað og leitaði að villum í munstrinu. Svo eftir mislanga stund var orðið komið, en stundum liðu nokkrir dagar þangað til hann fann rétta orðið. Þannig fæddust orðin hyrna, sem var lýsandi fyrir lag umbúðanna og síðar ferna. Nýyrði hans eru mýmörg og man ég fæst þeirra og þau sem hann vann með orðanefndum eða fyrir stofnanir kann ég fæst. Hann hirti líka lítið um að halda þeim til haga. Hann sóttist ekki eftir viðurkenningu, en það gladdi hann þegar þau hittu í mark.Ekki farið hátt Eitt nýyrða föður míns er Váhrif, mjög snjallt að mínu viti, en hefur ekki farið hátt, enda aðeins einn maður reynt að koma því á framfæri. Þessi maður er Páll Eiríksson geðlæknir en árið 1996 var hann að skrifa grein um ferð sem hann fór til Suður-Afríku sem þátttakandi í alþjóðlegri sendinefnd sérfræðinga í PTSD (Post traumatic stress disorder), sem kvödd var til að undirlagi Nelson Mandela. Orðin sem notuð eru hér yfir PTSD eru áfallastreita eða áfallastreituröskun, orð sem honum fannst ekki ná vel merkingu hugtaksins. Hann leitaði því til föður míns og skilgreindi hugtakið fyrir honum. Orðið sem faðir minn lagði til var Váhrif og fylgir skilgreining hans hér á eftir. „Orðið vá er í til þess að gera gömlum nýyrðum notað um áföll, sérstaklega sem verða af slysum og náttúruhamförum sbr. vátrygging. Í samsettum orðum er orðið áhrif stundum stytt í hrif sbr. hughrif. Váhrif gæti þannig merkt áhrif, sem verða af hvers kyns áföllum s.s. slysum og náttúruhamförum. Við váhrif mætti síðan bæta orðum eins og hjálp eða meðferð, váhrifahjálp, váhrifameðferð eftir því sem við á hverju sinni.“Skilgreining Páls á hvað váhrif (PTSD) er: „Vá má kalla það ástand/aðstæður, sem verða þess valdandi, að einstaklingnum finnst sér ógnað líkamlega/andlega þannig að hann óttist um líf sitt, heilsu og sjálfstæði, fjölskyldu, vina eða annarra. Þetta getur gerst skyndilega við snjóflóð, húsbruna, skipskaða, bílslys, rán, líkamsárás, nauðgun eða morð svo eitthvað sé nefnt. Einnig getur langvarandi líkamlegt eða andlegt ofbeldi eða líf í sífelldu óöryggi um líf og heilsu sína eða annarra sem manni þykir vænt um haft sömu áhrif. Ekki má heldur gleyma því, að mikill, margvíslegur, margfaldur eða síendurtekinn missir getur haft sömu áhrif. Missir ástvinar, sem verið hefur einstaklingnum allt, getur kippt fótunum undan þeim, sem eftir stendur. Vá, þessi hræðilega ógnun, getur svo valdið váhrifum. Ástæðan er þær sterku tilfinningar, sem koma í kjölfar þessarar ógnunar og geta gert einstaklingnum ókleift að hugsa, tjá sig, hegða sér eða framkvæma hluti á venjulegan hátt. Einstaklingurinn stendur frammi fyrir vá, sem ruglar allt hans innra jafnvægi. Við höfum öll byggt upp okkar varnarhætti gegn sársauka, eins konar andlega brynju eða húð. Allt í einu eða eftir ógnun í langan tíma dugar þessi brynja ekki, hún brestur jafnvel í mél. Eftir stendur einstaklingurinn með gapandi sár. Hjálparleysi, vanmáttarkennd og ofsahræðsla getur gagntekið einstaklinginn.“ Sú staðreynd að Páll bjó erlendis þegar hann skrifaði greinina um Suður-Afríku og var ekki í miklum tengslum við fólk í geðlækninga- og sálfræðistörfum hér heima varð sennilega til þess að fáir tóku eftir þessu orði. Hann notaði það þó ávallt þegar hann skrifaði greinar um váhrif og reyndi á annan hátt að koma því á framfæri. Mig langar að leggja mitt vog á lóðarskálarnar og biðja lesendur að bera saman þessi orð. Váhrif, áfallastreita, áfallastreituröskun. Hvert þessara orða er meitlað, hlaðið merkingu, en stutt, lýsandi og hnitmiðað. Váhrif hlýtur mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mörg nýyrði ná aldrei verðskuldaðri útbreiðslu hversu góð sem þau eru. Það er nokkuð góð trygging ef nýyrði eru búin til fyrir stofnanir, orðanefndir eða fyrirtæki. Faðir minn Halldór Halldórsson, prófessor í íslensku, var mjög snjall nýyrðasmiður. Það er ekki öllum gefið þótt menntunin sé fyrir hendi. En faðir minn hafði mikinn áhuga á orðum sbr. doktorsritgerð Íslensk orðtök. Hans áhugi var mestur á sviði orðfræði, svo það er kannski engin tilviljun að hann vann mikið við nýyrðasmíðar. Dæmi um orð sem náðu strax útbreiðslu voru orðin hyrna og ferna. Þegar Mjólkursamsalan breytti um umbúðir undir mjólk frá flöskum eða mjólkurpottum í umbúðir úr pappa var leitað í smiðju föður míns. Hann hafði oft þann sið að leggjast í sófa, ekki undir feld, heldur horfði hann á veggteppi, sem móðir mín hafði saumað og leitaði að villum í munstrinu. Svo eftir mislanga stund var orðið komið, en stundum liðu nokkrir dagar þangað til hann fann rétta orðið. Þannig fæddust orðin hyrna, sem var lýsandi fyrir lag umbúðanna og síðar ferna. Nýyrði hans eru mýmörg og man ég fæst þeirra og þau sem hann vann með orðanefndum eða fyrir stofnanir kann ég fæst. Hann hirti líka lítið um að halda þeim til haga. Hann sóttist ekki eftir viðurkenningu, en það gladdi hann þegar þau hittu í mark.Ekki farið hátt Eitt nýyrða föður míns er Váhrif, mjög snjallt að mínu viti, en hefur ekki farið hátt, enda aðeins einn maður reynt að koma því á framfæri. Þessi maður er Páll Eiríksson geðlæknir en árið 1996 var hann að skrifa grein um ferð sem hann fór til Suður-Afríku sem þátttakandi í alþjóðlegri sendinefnd sérfræðinga í PTSD (Post traumatic stress disorder), sem kvödd var til að undirlagi Nelson Mandela. Orðin sem notuð eru hér yfir PTSD eru áfallastreita eða áfallastreituröskun, orð sem honum fannst ekki ná vel merkingu hugtaksins. Hann leitaði því til föður míns og skilgreindi hugtakið fyrir honum. Orðið sem faðir minn lagði til var Váhrif og fylgir skilgreining hans hér á eftir. „Orðið vá er í til þess að gera gömlum nýyrðum notað um áföll, sérstaklega sem verða af slysum og náttúruhamförum sbr. vátrygging. Í samsettum orðum er orðið áhrif stundum stytt í hrif sbr. hughrif. Váhrif gæti þannig merkt áhrif, sem verða af hvers kyns áföllum s.s. slysum og náttúruhamförum. Við váhrif mætti síðan bæta orðum eins og hjálp eða meðferð, váhrifahjálp, váhrifameðferð eftir því sem við á hverju sinni.“Skilgreining Páls á hvað váhrif (PTSD) er: „Vá má kalla það ástand/aðstæður, sem verða þess valdandi, að einstaklingnum finnst sér ógnað líkamlega/andlega þannig að hann óttist um líf sitt, heilsu og sjálfstæði, fjölskyldu, vina eða annarra. Þetta getur gerst skyndilega við snjóflóð, húsbruna, skipskaða, bílslys, rán, líkamsárás, nauðgun eða morð svo eitthvað sé nefnt. Einnig getur langvarandi líkamlegt eða andlegt ofbeldi eða líf í sífelldu óöryggi um líf og heilsu sína eða annarra sem manni þykir vænt um haft sömu áhrif. Ekki má heldur gleyma því, að mikill, margvíslegur, margfaldur eða síendurtekinn missir getur haft sömu áhrif. Missir ástvinar, sem verið hefur einstaklingnum allt, getur kippt fótunum undan þeim, sem eftir stendur. Vá, þessi hræðilega ógnun, getur svo valdið váhrifum. Ástæðan er þær sterku tilfinningar, sem koma í kjölfar þessarar ógnunar og geta gert einstaklingnum ókleift að hugsa, tjá sig, hegða sér eða framkvæma hluti á venjulegan hátt. Einstaklingurinn stendur frammi fyrir vá, sem ruglar allt hans innra jafnvægi. Við höfum öll byggt upp okkar varnarhætti gegn sársauka, eins konar andlega brynju eða húð. Allt í einu eða eftir ógnun í langan tíma dugar þessi brynja ekki, hún brestur jafnvel í mél. Eftir stendur einstaklingurinn með gapandi sár. Hjálparleysi, vanmáttarkennd og ofsahræðsla getur gagntekið einstaklinginn.“ Sú staðreynd að Páll bjó erlendis þegar hann skrifaði greinina um Suður-Afríku og var ekki í miklum tengslum við fólk í geðlækninga- og sálfræðistörfum hér heima varð sennilega til þess að fáir tóku eftir þessu orði. Hann notaði það þó ávallt þegar hann skrifaði greinar um váhrif og reyndi á annan hátt að koma því á framfæri. Mig langar að leggja mitt vog á lóðarskálarnar og biðja lesendur að bera saman þessi orð. Váhrif, áfallastreita, áfallastreituröskun. Hvert þessara orða er meitlað, hlaðið merkingu, en stutt, lýsandi og hnitmiðað. Váhrif hlýtur mitt atkvæði.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun