Alþjóðlegt þekkingarsetur í Gunnarsholti Þórunn Pétursdóttir skrifar 17. júní 2014 07:00 Þjóðhátíðardagur Íslands er alþjóðlegur dagur jarðvegsverndar. Af því tilefni er rík ástæða til að minnast á hvað við höfum fram að færa á þeim vettvangi. Þekking okkar og reynsla af jarðvegseyðingu og síðar af farsælli endurheimt raskaðra vistkerfa er dýrmæt auðlind sem við getum miðlað af til alþjóðasamfélagsins og þannig lagt okkar af mörkum til að auka skilning og þekkingu á mikilvægi jarðvegsverndar og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda hvar sem er í heiminum. Landgræðslan hefur á síðustu árum unnið mjög ötullega að því að vekja athygli erlendis á árangri okkar á sviði jarðvegsverndar og endurheimtar vistkerfa. Stofnun Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið starfræktur hérlendis um nokkurra ára bil, er til að mynda afrakstur af því starfi. Það markaði fyrsta varanlega sporið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á að rödd Íslands ætti og þyrfti að heyrast á þessum vettvangi.Einlægt kappsmál Það er Landgræðslunni sömuleiðis einlægt kappsmál að stuðla að eflingu og frekari uppbyggingu vísindasamfélagsins á landsbyggðinni og er uppbygging alþjóðlegs þekkingarseturs í Gunnarsholti á Rangárvöllum liður í því starfi. Setrinu er ætlað að miðla þekkingu um samspil manns og náttúru og áhrif þess á landhnignun, endurheimt eyddra vistkerfa, jarðvegsvernd, vatnsbúskap og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Það mun bjóða upp á margvísleg þverfagleg námskeið og vinnufundi þessu tengt og það mun einnig leggja áherslu á að byggja upp og taka þátt í þverfaglegum rannsóknum á ofannefndum viðfangsefnum. Setrið stefnir fyrst og fremst á að sækja fram á meðal erlendra og innlendra faghópa og bjóða þeim að nýta aðstöðuna í Gunnarsholti til vinnufunda og námskeiðahalds. Gunnarsholt býður upp á stórkostlegt tækifæri til að læra af náttúrunni sjálfri. Eins og annars staðar á Íslandi og víða um heim er nýtingarsaga staðarins mörkuð af samspili manns og náttúru og hvernig ofnýting náttúruauðlinda, svo sem beit og viðarhögg í samspili við óblíð náttúruöfl, rústaði viðkvæmum vistkerfum. Myndir frá því snemma á síðustu öld bera þess glögglega merki. En – nýtingarsaga Gunnarsholts og svæðanna í kring einkennist líka af árangursríkri endurheimt eyddra vistkerfa og natni heimamanna við að klæða landið gróðri á ný, stuðla að nýmyndun frjósams jarðvegs og koma vatnsbúskap svæðanna í samt lag. Gunnlaugsskógur er til að mynda áhrifaríkt dæmi um birkiskóg sprottinn upp af birkifræi sem dreift var á örfoka svæði fyrir um hálfri öld og sjálfssáning víðis inn í gamlar uppgræðslur sýnir vel hvers náttúran er megnug þegar búið er aðstoða hana við að koma ferlum sínum í gang á ný.Lykiláhrif Landnýting hefur lykiláhrif á ástand og þanþol vistkerfa. Þar sem landnýting er mjög fjölbreytt á suðurhluta Íslands býður miðlæg staðsetning Gunnarsholts upp á margvísleg tækifæri til vettvangsferða og rannsókna. Nálægð við til að mynda Heklu, Þjórsá, Þórsmörk og hálendisbrúnina gefur óendanlega möguleika á að dýpka skilning á áhrifum mismunandi landnýtingarforma á vistkerfi og nálægðin við eldfjöll og jökla sýnir bein áhrif náttúrunnar sjálfrar á vistkerfin og hugsanlegar afleiðingar ef þau eru ekki í stakk búin til að taka við áföllum af völdum eldgosa, flóða eða annarra náttúruhamfara. Þekkingarsetrið mun nýta Sagnagarð, fræðslusafn Landgræðslunnar, í sínu starfi. Þar er mjög góð aðstaða til námskeiðahalds og fyrirlestrar um hnignun og endurreisn vistkerfa verða sem ljóslifandi meðal gamalla ljósmynda og sýningargripa safnsins. Setrið hefur einstaka gistiaðstöðu fyrir allt að 30 manns og vel útbúin kennslurými til námskeiðahalds. Þekkingarsetrið mun hafa aðgang að fyrirlestrarsal sem rúmar um 100 manns og hentar því líka vel til styttri funda og ráðstefnuhalds. Eins og ljóst má vera af ofantöldu eru möguleikarnir sannarlega til staðar og þá ætlum við að virkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þjóðhátíðardagur Íslands er alþjóðlegur dagur jarðvegsverndar. Af því tilefni er rík ástæða til að minnast á hvað við höfum fram að færa á þeim vettvangi. Þekking okkar og reynsla af jarðvegseyðingu og síðar af farsælli endurheimt raskaðra vistkerfa er dýrmæt auðlind sem við getum miðlað af til alþjóðasamfélagsins og þannig lagt okkar af mörkum til að auka skilning og þekkingu á mikilvægi jarðvegsverndar og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda hvar sem er í heiminum. Landgræðslan hefur á síðustu árum unnið mjög ötullega að því að vekja athygli erlendis á árangri okkar á sviði jarðvegsverndar og endurheimtar vistkerfa. Stofnun Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið starfræktur hérlendis um nokkurra ára bil, er til að mynda afrakstur af því starfi. Það markaði fyrsta varanlega sporið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á að rödd Íslands ætti og þyrfti að heyrast á þessum vettvangi.Einlægt kappsmál Það er Landgræðslunni sömuleiðis einlægt kappsmál að stuðla að eflingu og frekari uppbyggingu vísindasamfélagsins á landsbyggðinni og er uppbygging alþjóðlegs þekkingarseturs í Gunnarsholti á Rangárvöllum liður í því starfi. Setrinu er ætlað að miðla þekkingu um samspil manns og náttúru og áhrif þess á landhnignun, endurheimt eyddra vistkerfa, jarðvegsvernd, vatnsbúskap og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Það mun bjóða upp á margvísleg þverfagleg námskeið og vinnufundi þessu tengt og það mun einnig leggja áherslu á að byggja upp og taka þátt í þverfaglegum rannsóknum á ofannefndum viðfangsefnum. Setrið stefnir fyrst og fremst á að sækja fram á meðal erlendra og innlendra faghópa og bjóða þeim að nýta aðstöðuna í Gunnarsholti til vinnufunda og námskeiðahalds. Gunnarsholt býður upp á stórkostlegt tækifæri til að læra af náttúrunni sjálfri. Eins og annars staðar á Íslandi og víða um heim er nýtingarsaga staðarins mörkuð af samspili manns og náttúru og hvernig ofnýting náttúruauðlinda, svo sem beit og viðarhögg í samspili við óblíð náttúruöfl, rústaði viðkvæmum vistkerfum. Myndir frá því snemma á síðustu öld bera þess glögglega merki. En – nýtingarsaga Gunnarsholts og svæðanna í kring einkennist líka af árangursríkri endurheimt eyddra vistkerfa og natni heimamanna við að klæða landið gróðri á ný, stuðla að nýmyndun frjósams jarðvegs og koma vatnsbúskap svæðanna í samt lag. Gunnlaugsskógur er til að mynda áhrifaríkt dæmi um birkiskóg sprottinn upp af birkifræi sem dreift var á örfoka svæði fyrir um hálfri öld og sjálfssáning víðis inn í gamlar uppgræðslur sýnir vel hvers náttúran er megnug þegar búið er aðstoða hana við að koma ferlum sínum í gang á ný.Lykiláhrif Landnýting hefur lykiláhrif á ástand og þanþol vistkerfa. Þar sem landnýting er mjög fjölbreytt á suðurhluta Íslands býður miðlæg staðsetning Gunnarsholts upp á margvísleg tækifæri til vettvangsferða og rannsókna. Nálægð við til að mynda Heklu, Þjórsá, Þórsmörk og hálendisbrúnina gefur óendanlega möguleika á að dýpka skilning á áhrifum mismunandi landnýtingarforma á vistkerfi og nálægðin við eldfjöll og jökla sýnir bein áhrif náttúrunnar sjálfrar á vistkerfin og hugsanlegar afleiðingar ef þau eru ekki í stakk búin til að taka við áföllum af völdum eldgosa, flóða eða annarra náttúruhamfara. Þekkingarsetrið mun nýta Sagnagarð, fræðslusafn Landgræðslunnar, í sínu starfi. Þar er mjög góð aðstaða til námskeiðahalds og fyrirlestrar um hnignun og endurreisn vistkerfa verða sem ljóslifandi meðal gamalla ljósmynda og sýningargripa safnsins. Setrið hefur einstaka gistiaðstöðu fyrir allt að 30 manns og vel útbúin kennslurými til námskeiðahalds. Þekkingarsetrið mun hafa aðgang að fyrirlestrarsal sem rúmar um 100 manns og hentar því líka vel til styttri funda og ráðstefnuhalds. Eins og ljóst má vera af ofantöldu eru möguleikarnir sannarlega til staðar og þá ætlum við að virkja.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun