Bílarnir voru um 2 sekúndum fljótari með hringinn með ofur mjúku dekkinn undir. Mjúku dekkin (harðari gerðin þessa helgi) virtust hreinlega ekki virka vel í hitanum.
Lewis Hamilton snérist í fyrstu lotunni og rauðum flöggum var veifað. Hann var þar með hættur þátttöku í tímatökunni.
„Ég steig á bremsurnar og eitthvað gaf sig,“ sagði Bretinn í talstöðinni.
Í fyrstu lotunni duttu út Adrian Sutil á Sauber, Jules Bianchi og Max Chilton á Marussia, Pastor Maldonado á Lotus og Kamui Kobayashi á Caterham. Liðsfélagi Kobayashi, Marcus Ericsson tók ekki þátt í tímatökunni. Bíllinn hans var ekki reiðubúinn eftir óhapp á æfingunni í morgun.
Í annarri lotu sátu eftir Romain Grosjean á Lotus, Jenson Button á McLaren, Kimi Raikkonen á Ferrari, Jean-Eric Vergne á Toro Rosso, Esteban Gutierrez á Sauber og Hamilton sem tók ekki þátt.
„Ég hef átt erfitt alla helgina, þetta hefur ekki verið auðveld helgi,“ sagði Button eftir að hafa tapað fyrir liðsfélaga sínum í tímatökunni.

„Við erum ánægð með að ná öðru og þriðja sæti, vel gert hjá liðinu. Við verðum að reyna að gera okkar besta á morgun,“ sagði Valtteri Bottas eftir tímatökuna.
Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes sagði eftir tímatökuna að bremsudiskur í bíl Hamilton hefði brugðist. Hann sagði líka að Rosberg væri með aðra gerð bremsudiska í sínum bíl svo hann hafi ekki þurft að hafa áhyggjur.

1.Nico Rosberg - Mercedes
2.Valtteri Bottas - Williams
3.Felipe Massa - Williams
4.Kevin Magnussen - McLaren
5.Daniel Ricciardo - Red Bull
6.Sebastian Vettel - Red Bull
7.Fernando Alonso - Ferrari
8.Daniil Kvyat - Toro Rosso
9.Nico Hulkenberg - Force India
10.Sergio Perez - Force India
11.Jenson Button - McLaren
12.Kimi Raikkonen - Ferrari
13.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso
14.Esteban Gutierrez - Sauber
15.Romain Grosjean - Lotus
16.Lewis Hamilton - Mercedes
17.Adrian Sutil - Sauber
18.Jules Bianchi - Marussia
19.Pastor Maldonado - Lotus
20.Kamui Kobayashi - Caterham
21.Max Chilton - Marussia
22.Marcus Ericsson - Caterham - tók ekki þátt
Keppnin fer fram á morgun og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 11:30.