Ásta og Baldur akstursíþróttamenn ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 11:25 Rallýkeppni á Íslandi. Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent
Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent