„Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2014 07:00 Einar Sigurðsson, forstjóri MS. Mjólkursamsölunni er gert að greiða 370 milljónir í stjórnvaldssekt vegna samkeppnislagabrota. Mynd/Mjólkursamsalan Samkeppniseftirlitið úrskurðaði á dögunum að Mjólkursamsölunni væri gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 370 milljónir króna fyrir brot á 11. grein samkeppnislaga. Þar er skýrt kveðið á að misnotkun á markaðsráðandi stöðu sé bönnuð. Mjólkursamsalan sættir sig ekki við þann dóm og mun áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Úrskurðurinn snýr að því að MS er óheimilt að selja aðilum á markaði hrámjólk á mismunandi verðlagi. Þeim er gert skylt að veita öllum sama verð.Egill Sigurðsson, formaður Stjórnar MS, segir eðlilegt að Mjólka hafi greitt hærra verð en aðrir á markaði.Fréttablaðið/AuðunnÚrskurður Samkeppniseftirlitsins nú er keimlíkur þeim sem féll árið 2006. Mjólka kvartaði árið 2005 til Samkeppniseftirlitsins. Þar tókust menn á um verð á undanrennudufti. Mjólku var boðið annað verð á þeirri framleiðsluvöru en öðrum aðilum á markaði. Þar var forvera Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjörsölunni, bannað að mismuna aðilum á markaði með verð á undanrennudufti og bent á að þessir starfshættir brytu í bága við 11. grein samkeppnislaga. Nú átta árum síðar fellir Samkeppniseftirlitið aftur dóm þar sem líkir málavextir eru reifaðir og eftirlitið kemst að sömu niðurstöðu. Egill Sigurðsson er formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Hann telur dóm Samkeppniseftirlitsins vera byggðan á misskilningi. „Samkeppnislög eru lagabálkur sem við berum mikla virðingu fyrir. Við teljum okkur ekki hafa brotið gegn neinum og að Mjólkursamsalan hafi í hvívetna farið að þeim leikreglum sem henni eru settar.“ Egill telur einnig að aðrar leikreglur gildi fyrir fyrritæki innan samstæðu MS og annarra aðila á markaði. „Það skiptir máli að greina í sundur hvernig við flytjum mjólk innan samstæðunnar og þegar við seljum mjólk út úr kerfinu. Þetta er tvennt ólíkt. Það er ekkert óeðlilegt við það að selja öðrum framleiðendum mjólk á hærra verði en þegar við flytjum mjólk innan samstæðu MS,“ segir Egill. „Ég fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi. Þetta er að okkar mati ný túlkun á búvöru- og samkeppnislögum.“Ólafur M. MagnússonÞessu er Ólafur Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku, ekki alls kostar sammála. „Þessi málflutningur stenst ekki því dómurinn í vikunni er nokk skýr. Þetta eru aðskildir lögaðilar og það féll úrskurður um þetta árið 2006, um mjög sambærilega starfshætti. Þeim er ekki heimilt að mismuna aðilum eins og þeir gera.“ Egill býður alla nýja aðila velkomna á markaðinn og segir MS ekki standa í vegi fyrir neinum að fikra sig inn á markaðinn. „MS hefur verið legið á hálsi fyrir að vera á móti öðrum aðilum í greininni, það er af og frá og við fögnum allri samkeppni. Ný fyrirtæki geta keypt mjólk beint af bændum en þá verða þeir að greiða uppsett verð fyrir hana.“ Ólafi finnst hann hins vegar ekki hafa fengið að kynnast þessum hlýja faðmi Mjólkursamsölunnar. „Það er þvættingur að þeir bjóði nýja aðila velkomna. Þeir hafa markvisst og ítrekað drepið nýja aðila! Allir hafa lotið í gras í samkeppni við fyrirtækið. Það sýnir sagan og segir allt um stöðu MS og samskipti við minni aðila á markaði.“ Tengdar fréttir „Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00 Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21 Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið úrskurðaði á dögunum að Mjólkursamsölunni væri gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 370 milljónir króna fyrir brot á 11. grein samkeppnislaga. Þar er skýrt kveðið á að misnotkun á markaðsráðandi stöðu sé bönnuð. Mjólkursamsalan sættir sig ekki við þann dóm og mun áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Úrskurðurinn snýr að því að MS er óheimilt að selja aðilum á markaði hrámjólk á mismunandi verðlagi. Þeim er gert skylt að veita öllum sama verð.Egill Sigurðsson, formaður Stjórnar MS, segir eðlilegt að Mjólka hafi greitt hærra verð en aðrir á markaði.Fréttablaðið/AuðunnÚrskurður Samkeppniseftirlitsins nú er keimlíkur þeim sem féll árið 2006. Mjólka kvartaði árið 2005 til Samkeppniseftirlitsins. Þar tókust menn á um verð á undanrennudufti. Mjólku var boðið annað verð á þeirri framleiðsluvöru en öðrum aðilum á markaði. Þar var forvera Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjörsölunni, bannað að mismuna aðilum á markaði með verð á undanrennudufti og bent á að þessir starfshættir brytu í bága við 11. grein samkeppnislaga. Nú átta árum síðar fellir Samkeppniseftirlitið aftur dóm þar sem líkir málavextir eru reifaðir og eftirlitið kemst að sömu niðurstöðu. Egill Sigurðsson er formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Hann telur dóm Samkeppniseftirlitsins vera byggðan á misskilningi. „Samkeppnislög eru lagabálkur sem við berum mikla virðingu fyrir. Við teljum okkur ekki hafa brotið gegn neinum og að Mjólkursamsalan hafi í hvívetna farið að þeim leikreglum sem henni eru settar.“ Egill telur einnig að aðrar leikreglur gildi fyrir fyrritæki innan samstæðu MS og annarra aðila á markaði. „Það skiptir máli að greina í sundur hvernig við flytjum mjólk innan samstæðunnar og þegar við seljum mjólk út úr kerfinu. Þetta er tvennt ólíkt. Það er ekkert óeðlilegt við það að selja öðrum framleiðendum mjólk á hærra verði en þegar við flytjum mjólk innan samstæðu MS,“ segir Egill. „Ég fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi. Þetta er að okkar mati ný túlkun á búvöru- og samkeppnislögum.“Ólafur M. MagnússonÞessu er Ólafur Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku, ekki alls kostar sammála. „Þessi málflutningur stenst ekki því dómurinn í vikunni er nokk skýr. Þetta eru aðskildir lögaðilar og það féll úrskurður um þetta árið 2006, um mjög sambærilega starfshætti. Þeim er ekki heimilt að mismuna aðilum eins og þeir gera.“ Egill býður alla nýja aðila velkomna á markaðinn og segir MS ekki standa í vegi fyrir neinum að fikra sig inn á markaðinn. „MS hefur verið legið á hálsi fyrir að vera á móti öðrum aðilum í greininni, það er af og frá og við fögnum allri samkeppni. Ný fyrirtæki geta keypt mjólk beint af bændum en þá verða þeir að greiða uppsett verð fyrir hana.“ Ólafi finnst hann hins vegar ekki hafa fengið að kynnast þessum hlýja faðmi Mjólkursamsölunnar. „Það er þvættingur að þeir bjóði nýja aðila velkomna. Þeir hafa markvisst og ítrekað drepið nýja aðila! Allir hafa lotið í gras í samkeppni við fyrirtækið. Það sýnir sagan og segir allt um stöðu MS og samskipti við minni aðila á markaði.“
Tengdar fréttir „Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00 Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21 Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
„Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00
Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21
Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00
Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12
Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57
Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11
MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40
Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14