Framleiðsludeild Sjúkrahúsapóteks Landspítalans Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir og Guðrún Indriðadóttir skrifar 25. september 2014 07:00 Innan veggja sjúkrahúsa vinna lyfjafræðingar margvísleg störf, sem sum hver eru mjög framandi fyrir almenning. Í apóteki Landspítalans er starfrækt framleiðsludeild, þar sem blöndun á lyfjum og næringu sem gefa á í æð fer fram. Þar er unnið með verklagi sem kallast smitgát. Blöndun með smitgát felur í sér að koma eftir fremsta megna í veg fyrir að örverur (bakteríur, veirur, sveppir) sem og önnur óhreinindi komist í lyfin. Það krefst vandaðra og agaðra vinnubragða starfsmanna og þarf vinnurýmið að uppfylla strangar kröfur. Með þessu verklagi er hættu á sýkingum haldið í lágmarki, sem annars væru daglegt brauð. Þjálfun starfsmanna í blönduninni er því lykilatriði. Gerðar eru kröfur um ítarlega þjálfun áður en vinna er hafin þar. Framleiðsludeild Sjúkrahúsapóteks Landspítalans er eini staðurinn á Íslandi þar sem vinna með smitgát fer fram. Þar eru til dæmis blönduð krabbameinslyf. Blöndun krabbameinslyfja krefst mikillar nákvæmni og agaðra vinnubragða. Hver skammtur er blandaður sérstaklega, enda eru skammtar reiknaðir út fyrir hvern og einn sjúkling að teknu tilliti til hæðar, þyngdar og heilsufars viðkomandi. Næring í æð fyrir fyrirbura á vökudeild er útbúin á deildinni, sem og næring í æð fyrir börn og fullorðna sem ekki geta nærst öðruvísi af einhverjum ástæðum. Þegar gefa á sjúklingum næringu í æð þarf að huga að því hvaða skammtar henta hverjum og einum til að fullnægja orkuþörf viðkomandi auk þess sem stundum þarf að taka sérstakt tillit til sjúkdómsástands. Deildin framleiðir einnig augndropa, verkjalyf og fleiri sérhæfð lyf sem blanda þarf með smitgát. Auk þess að vinna við og hafa umsjón með blöndun lyfja veita lyfjafræðingar í Framleiðsludeild apóteksins ráðgjöf til annarra starfsmanna Landspítalans um hvaðeina sem lýtur að blöndun lyfja, geymslu þeirra og stöðugleika. Þeir koma einnig að kennslu lyfjafræðinema enda er þetta eini staðurinn á landinu sem verðandi lyfjafræðingar geta kynnst vinnu með smitgát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Innan veggja sjúkrahúsa vinna lyfjafræðingar margvísleg störf, sem sum hver eru mjög framandi fyrir almenning. Í apóteki Landspítalans er starfrækt framleiðsludeild, þar sem blöndun á lyfjum og næringu sem gefa á í æð fer fram. Þar er unnið með verklagi sem kallast smitgát. Blöndun með smitgát felur í sér að koma eftir fremsta megna í veg fyrir að örverur (bakteríur, veirur, sveppir) sem og önnur óhreinindi komist í lyfin. Það krefst vandaðra og agaðra vinnubragða starfsmanna og þarf vinnurýmið að uppfylla strangar kröfur. Með þessu verklagi er hættu á sýkingum haldið í lágmarki, sem annars væru daglegt brauð. Þjálfun starfsmanna í blönduninni er því lykilatriði. Gerðar eru kröfur um ítarlega þjálfun áður en vinna er hafin þar. Framleiðsludeild Sjúkrahúsapóteks Landspítalans er eini staðurinn á Íslandi þar sem vinna með smitgát fer fram. Þar eru til dæmis blönduð krabbameinslyf. Blöndun krabbameinslyfja krefst mikillar nákvæmni og agaðra vinnubragða. Hver skammtur er blandaður sérstaklega, enda eru skammtar reiknaðir út fyrir hvern og einn sjúkling að teknu tilliti til hæðar, þyngdar og heilsufars viðkomandi. Næring í æð fyrir fyrirbura á vökudeild er útbúin á deildinni, sem og næring í æð fyrir börn og fullorðna sem ekki geta nærst öðruvísi af einhverjum ástæðum. Þegar gefa á sjúklingum næringu í æð þarf að huga að því hvaða skammtar henta hverjum og einum til að fullnægja orkuþörf viðkomandi auk þess sem stundum þarf að taka sérstakt tillit til sjúkdómsástands. Deildin framleiðir einnig augndropa, verkjalyf og fleiri sérhæfð lyf sem blanda þarf með smitgát. Auk þess að vinna við og hafa umsjón með blöndun lyfja veita lyfjafræðingar í Framleiðsludeild apóteksins ráðgjöf til annarra starfsmanna Landspítalans um hvaðeina sem lýtur að blöndun lyfja, geymslu þeirra og stöðugleika. Þeir koma einnig að kennslu lyfjafræðinema enda er þetta eini staðurinn á landinu sem verðandi lyfjafræðingar geta kynnst vinnu með smitgát.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun