Þekktu lyfin þín Freyja Jónsdóttir skrifar 25. september 2014 10:49 Vaxandi lyfjakostnaður hér á landi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Minna hefur verið fjallað um mikilvægi þess að lyfjameðferðir séu réttar og að við nýtum lyfin eins vel og kostur er. Þjóðin er að eldast og lyfjanotkun mun halda áfram að aukast á næstu árum. Því verðum við að styðja betur við þá sem taka lyf og sérstaklega þá sem þurfa að reiða sig á lyfjameðferð til lengri tíma til að halda góðri heilsu. Rannsóknir sýna glöggt að sjúklingar sem eru vel upplýstir um lyfin sem þeir taka eru líklegri til að geta þrifist og lifað með sínum sjúkdómi. Þeir eru jafnframt íklegri til að taka lyfin sín. Þannig getur fræðsla um lyf stuðlað að markvissari meðferð á sjúkdómum og um leið dregið úr sóun lyfja og óþarfa sóun skattpeninga. Rannsóknir hafa að auki sýnt að röng lyfjanotkun hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið og er í mörgum tilfellum ástæða innlagnar á spítala. Á bráðamóttöku Landspítalans verða oft innlagnir sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með aukinni fræðslu um lyf og markvissari stuðningi við sjúklinga í tengslum við lyfjamál. Sýnt hefur verið fram á að aðkoma lyfjafræðinga t.d. á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur, sem fræða sjúklinga og stuðla að markvissari lyfjanotkun þeirra, getur bætt heilsu umtalsvert og dregið úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Nýlega hefur verið innleitt nýtt verklag á bráðamóttöku Landspítalans þar sem lyfjafræðingar fara ítarlega yfir lyf sjúklinga við innlögn, veita þeim fræðslu, greina lyfjatengd vandamál og styðja við lækna og hjúkrunarfræðinga hvað varðar allt það sem viðkemur lyfjum. Þetta er gert með það að markmiði að bæta þjónustu við sjúklinga, auka öryggi og leitast við að tryggja betur að lyfjameðferð sé rétt. Lyfjafræðingar á Landspítala hafa, í tilefni af alþjóðlegum degi lyfjafræðinga, ákveðið að hrinda af stað átaki undir yfirskriftinni „Þekktu lyfin þín“. Að mörgu er að hyggja. Mikilvægt er að vita uppp á hár við hverju lyfin sem þú tekur eru notuð, hvernig þau virka og hvenær og hvernig eigi að taka þau. Málin vandast þegar viðkomandi þarf að taka mörg lyf. Nauðsynlegt er að fólk nýti betur þá aðstoð sem býðst, s.s. aðstoð lyfjafræðinga. Aðgengi að lyfjafræðingum er gott því apótek eru víða, sum þeirra eru opin stóran hluta sólarhringsins og ekki er þörf á að panta tíma. Ætíð er hægt að óska eftir samtali við lyfjafræðinga í apótekum. Ef lyfjafræðingur telur þörf á að viðkomandi leiti læknis þá mun hann ráðleggja það. Það er þjóðarhagur að stuðla að markvissari lyfjanotkun á Íslandi og til þess að ná því markmiði verða allir að leggjast á eitt - sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi lyfjakostnaður hér á landi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Minna hefur verið fjallað um mikilvægi þess að lyfjameðferðir séu réttar og að við nýtum lyfin eins vel og kostur er. Þjóðin er að eldast og lyfjanotkun mun halda áfram að aukast á næstu árum. Því verðum við að styðja betur við þá sem taka lyf og sérstaklega þá sem þurfa að reiða sig á lyfjameðferð til lengri tíma til að halda góðri heilsu. Rannsóknir sýna glöggt að sjúklingar sem eru vel upplýstir um lyfin sem þeir taka eru líklegri til að geta þrifist og lifað með sínum sjúkdómi. Þeir eru jafnframt íklegri til að taka lyfin sín. Þannig getur fræðsla um lyf stuðlað að markvissari meðferð á sjúkdómum og um leið dregið úr sóun lyfja og óþarfa sóun skattpeninga. Rannsóknir hafa að auki sýnt að röng lyfjanotkun hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið og er í mörgum tilfellum ástæða innlagnar á spítala. Á bráðamóttöku Landspítalans verða oft innlagnir sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með aukinni fræðslu um lyf og markvissari stuðningi við sjúklinga í tengslum við lyfjamál. Sýnt hefur verið fram á að aðkoma lyfjafræðinga t.d. á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur, sem fræða sjúklinga og stuðla að markvissari lyfjanotkun þeirra, getur bætt heilsu umtalsvert og dregið úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Nýlega hefur verið innleitt nýtt verklag á bráðamóttöku Landspítalans þar sem lyfjafræðingar fara ítarlega yfir lyf sjúklinga við innlögn, veita þeim fræðslu, greina lyfjatengd vandamál og styðja við lækna og hjúkrunarfræðinga hvað varðar allt það sem viðkemur lyfjum. Þetta er gert með það að markmiði að bæta þjónustu við sjúklinga, auka öryggi og leitast við að tryggja betur að lyfjameðferð sé rétt. Lyfjafræðingar á Landspítala hafa, í tilefni af alþjóðlegum degi lyfjafræðinga, ákveðið að hrinda af stað átaki undir yfirskriftinni „Þekktu lyfin þín“. Að mörgu er að hyggja. Mikilvægt er að vita uppp á hár við hverju lyfin sem þú tekur eru notuð, hvernig þau virka og hvenær og hvernig eigi að taka þau. Málin vandast þegar viðkomandi þarf að taka mörg lyf. Nauðsynlegt er að fólk nýti betur þá aðstoð sem býðst, s.s. aðstoð lyfjafræðinga. Aðgengi að lyfjafræðingum er gott því apótek eru víða, sum þeirra eru opin stóran hluta sólarhringsins og ekki er þörf á að panta tíma. Ætíð er hægt að óska eftir samtali við lyfjafræðinga í apótekum. Ef lyfjafræðingur telur þörf á að viðkomandi leiti læknis þá mun hann ráðleggja það. Það er þjóðarhagur að stuðla að markvissari lyfjanotkun á Íslandi og til þess að ná því markmiði verða allir að leggjast á eitt - sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun