Bókasöfn án bóka Heiðrún Dóra Eyvindardóttir skrifar 18. júlí 2014 07:00 Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli rithöfunda við mikilli kjaraskerðingu þeirra, en í fjárlögum þessa árs er helmings niðurskurður á fjárframlögum í Bókmenntasjóð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1998 ((hét þá Bókasafnssjóður) með breytingum árið 2007) til að tryggja rithöfundum greiðslu fyrir útlán bóka á bókasöfnum landsins. Lestrarfélög og almenningsbókasöfn voru stofnuð til að allir gætu haft aðgang að bókum og menningu óháð efnahag. Á þessu má ekki verða breyting því engin teikn eru á lofti um að kjör fólks í landinu séu orðin eða að verða jöfn. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í uppfræðslu almennings og til að vekja lestraráhuga ungu kynslóðarinnar auk þess sem þau eru griðastaður þar sem ekki er spurt um tekjur, stöðu, aldur eða heilsu. Allir hafa þar aðgang að efni til menntunar og þjálfunar í lestrarfærni, geta sótt þangað félagsskap, aflað sér þekkingar, fundið afþreyingu og notið þess að vera í umhverfi þar sem amstur dagsins, hávaði og streita eru víðs fjarri. Ríki og sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að bjóða upp á þá þjónustu sem bókasöfnin veita og hluti af því að svo megi verða er greiðsla til rithöfunda í gegnum Bókmenntasjóð höfunda. Greiðslur til rithöfunda fyrir útlán á bókasöfnum eru sjálfsagðar og í stað þess að skerða þær ætti að reyna að koma þeim í svipað horf og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum. Þá þyrfti að hækka framlag ríkisins umtalsvert en ekki lækka.Skýtur skökku við Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta. Stjórn Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna skorar á stjórnvöld að auka framlag til Bókamenntasjóðs svo stoðunum verði ekki kippt undan einni mikilvægustu menningar- og þjónustustofnun hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli rithöfunda við mikilli kjaraskerðingu þeirra, en í fjárlögum þessa árs er helmings niðurskurður á fjárframlögum í Bókmenntasjóð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1998 ((hét þá Bókasafnssjóður) með breytingum árið 2007) til að tryggja rithöfundum greiðslu fyrir útlán bóka á bókasöfnum landsins. Lestrarfélög og almenningsbókasöfn voru stofnuð til að allir gætu haft aðgang að bókum og menningu óháð efnahag. Á þessu má ekki verða breyting því engin teikn eru á lofti um að kjör fólks í landinu séu orðin eða að verða jöfn. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í uppfræðslu almennings og til að vekja lestraráhuga ungu kynslóðarinnar auk þess sem þau eru griðastaður þar sem ekki er spurt um tekjur, stöðu, aldur eða heilsu. Allir hafa þar aðgang að efni til menntunar og þjálfunar í lestrarfærni, geta sótt þangað félagsskap, aflað sér þekkingar, fundið afþreyingu og notið þess að vera í umhverfi þar sem amstur dagsins, hávaði og streita eru víðs fjarri. Ríki og sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að bjóða upp á þá þjónustu sem bókasöfnin veita og hluti af því að svo megi verða er greiðsla til rithöfunda í gegnum Bókmenntasjóð höfunda. Greiðslur til rithöfunda fyrir útlán á bókasöfnum eru sjálfsagðar og í stað þess að skerða þær ætti að reyna að koma þeim í svipað horf og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum. Þá þyrfti að hækka framlag ríkisins umtalsvert en ekki lækka.Skýtur skökku við Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta. Stjórn Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna skorar á stjórnvöld að auka framlag til Bókamenntasjóðs svo stoðunum verði ekki kippt undan einni mikilvægustu menningar- og þjónustustofnun hins opinbera.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun