Hagar gegn Costco –Er jafnt gefið? Jón Þór Helgason skrifar 18. júlí 2014 07:00 Umsókn Costco um að opna verslun hér á landi hlýtur að valda innlendum framleiðendum og verslunum áhyggjum. Áhugi þeirra á Íslandi er sérstakur, þar sem þeir hafa einungis starfsemi í tveimur löndum í Evrópu í dag, í Bretlandi og á Spáni. Okkar pínulitli markaður er greinilega meira spennandi en meginland Evrópu. Costco nær betra verði en heildsalar hér á landi vegna stærðar sinnar. Heildsalar hér taka sína álagningu og hafa haft afar góða afkomu undanfarin ár. Costco stærir sig af því að leggja einungis 14% að meðaltali á vörur á meðan Hagar eru með yfir 30% álagningu að meðaltali. Costco mun því hafa jákvæð áhrif en það eru líka gallar sem fylgja komu þeirra. Costco mun væntanlega flytja inn vörur sem munu taka markað af íslenskum framleiðendum. Afleiðingar þess eru tvenns konar; að störfum fækkar og gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins versnar til lengri tíma, sem leiðir til lakari lífskjara. Um 25-30% af matarkörfunni hér á landi er innlend vara og um 40% eru landbúnaðarvörur. Ég fann ekki tölur um framleiðsluvirði matvælaframleiðslu en framleiðsluvirði landbúnaðar til matvælaframleiðslu er um 35 milljarðar króna. Það eru tekjur bænda fyrir utan styrki. Þá á eftir að vinna hráefnin sem skapar virðisauka sem neytandinn greiðir fyrir. Áætla má að virðisauki framleiðslu sé í það minnsta 10 milljarðar í viðbót. Gróflega er því landbúnaður einn að spara okkur í það minnsta 45 milljarða á ári í gjaldeyri og önnur framleiðsla sparar okkur gjaldeyri a.m.k. 20-30 milljarða á ári. Matvælaiðnaður fyrir utan landbúnaðinn er í raun mun veikari fyrir, þar sem landbúnaðurinn nýtur verndar vegna fjarlægðar, tolla og heilbrigðisreglna. Viðskiptajöfnuður Íslands var jákvæður um 110 milljarða árið 2014. Það er um 4% af skuldum þjóðarbúsins fyrir utan skuldir innlánsstofnana í slitameðferð.Samkeppnisstaðan betri Við sem þjóð erum mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyri, sem við notum til að kaupa erlendar framleiðsluvörur, notum við ekki í afborganir lána. Því gæti keðja eins og Costco veikt verulega stöðu framleiðenda hér á landi og í raun rýrt lífskjör sökum veikari gjaldeyrisjafnaðar. Samkeppnisstaða Costco er betri en Haga. M.a. þar sem Costco þarf ekki að greiða íslenska vexti. Costco mun vera með fjármögnun í erlendri mynt sem ber vexti í samræmi við efnahagsástand í alþjóðahagkerfinu. Hér á landi er í lögum að lífeyrissjóðir eigi að bera 3,5% raunvexti. Þessi krafa er algjörlega úr takti við raunveruleikann því hvergi í veröldinni er hægt að fá örugga 3,5% raunvexti. Costco mun ekki taka íslensk lán, en Hagar geta ekki fjármagnað sig í erlendri mynt né framleiðendur íslenskra vara. Hagar þurfa því hærri álagningu þar sem skuldir þeirra eru í íslenskri krónu sem lýtur ekki lögmálum alþjóðamarkaðarins um vexti. Costco mun ekki borga skatta á Íslandi frekar en álverin, sem búa til lán sem eru í eigu systurfélaga í skattaskjólum. Stór alþjóðleg fyrirtæki geta í gegnum skattaskjól komið sér hjá því að greiða skatta hér á landi. Skattar lækka arðsemi fyrirtækja og því hærri sem skattar eru því hærri álagningu þarf. Hagar hafa takmarkaða getu til að lækka skattgreiðslu hér á landi. Koma Costco, ef af verður, mun hafa veruleg áhrif á verslun og framleiðslu á Íslandi og félagið mun hafa mikið samkeppnisforskot. Skattalög hér leyfa fyrirtækjum að vera með lán frá erlendum móðurfélögum og eyða út hagnaði sem myndast hér. Atvinnulíf hér á landi býr ekki við sambærilega vexti og í OECD og fjármögnun hér er ekki samkeppnishæf miðað við alþjóðamarkað. Á meðan lífeyrissjóðirnir halda uppi vaxtastigi hér sem er hærra en langtímahagvöxtur mun íslenskt atvinnulíf vera sífellt í meiri vandræðum með erlenda samkeppni, bæði í netverslunum og við erlend fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Umsókn Costco um að opna verslun hér á landi hlýtur að valda innlendum framleiðendum og verslunum áhyggjum. Áhugi þeirra á Íslandi er sérstakur, þar sem þeir hafa einungis starfsemi í tveimur löndum í Evrópu í dag, í Bretlandi og á Spáni. Okkar pínulitli markaður er greinilega meira spennandi en meginland Evrópu. Costco nær betra verði en heildsalar hér á landi vegna stærðar sinnar. Heildsalar hér taka sína álagningu og hafa haft afar góða afkomu undanfarin ár. Costco stærir sig af því að leggja einungis 14% að meðaltali á vörur á meðan Hagar eru með yfir 30% álagningu að meðaltali. Costco mun því hafa jákvæð áhrif en það eru líka gallar sem fylgja komu þeirra. Costco mun væntanlega flytja inn vörur sem munu taka markað af íslenskum framleiðendum. Afleiðingar þess eru tvenns konar; að störfum fækkar og gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins versnar til lengri tíma, sem leiðir til lakari lífskjara. Um 25-30% af matarkörfunni hér á landi er innlend vara og um 40% eru landbúnaðarvörur. Ég fann ekki tölur um framleiðsluvirði matvælaframleiðslu en framleiðsluvirði landbúnaðar til matvælaframleiðslu er um 35 milljarðar króna. Það eru tekjur bænda fyrir utan styrki. Þá á eftir að vinna hráefnin sem skapar virðisauka sem neytandinn greiðir fyrir. Áætla má að virðisauki framleiðslu sé í það minnsta 10 milljarðar í viðbót. Gróflega er því landbúnaður einn að spara okkur í það minnsta 45 milljarða á ári í gjaldeyri og önnur framleiðsla sparar okkur gjaldeyri a.m.k. 20-30 milljarða á ári. Matvælaiðnaður fyrir utan landbúnaðinn er í raun mun veikari fyrir, þar sem landbúnaðurinn nýtur verndar vegna fjarlægðar, tolla og heilbrigðisreglna. Viðskiptajöfnuður Íslands var jákvæður um 110 milljarða árið 2014. Það er um 4% af skuldum þjóðarbúsins fyrir utan skuldir innlánsstofnana í slitameðferð.Samkeppnisstaðan betri Við sem þjóð erum mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyri, sem við notum til að kaupa erlendar framleiðsluvörur, notum við ekki í afborganir lána. Því gæti keðja eins og Costco veikt verulega stöðu framleiðenda hér á landi og í raun rýrt lífskjör sökum veikari gjaldeyrisjafnaðar. Samkeppnisstaða Costco er betri en Haga. M.a. þar sem Costco þarf ekki að greiða íslenska vexti. Costco mun vera með fjármögnun í erlendri mynt sem ber vexti í samræmi við efnahagsástand í alþjóðahagkerfinu. Hér á landi er í lögum að lífeyrissjóðir eigi að bera 3,5% raunvexti. Þessi krafa er algjörlega úr takti við raunveruleikann því hvergi í veröldinni er hægt að fá örugga 3,5% raunvexti. Costco mun ekki taka íslensk lán, en Hagar geta ekki fjármagnað sig í erlendri mynt né framleiðendur íslenskra vara. Hagar þurfa því hærri álagningu þar sem skuldir þeirra eru í íslenskri krónu sem lýtur ekki lögmálum alþjóðamarkaðarins um vexti. Costco mun ekki borga skatta á Íslandi frekar en álverin, sem búa til lán sem eru í eigu systurfélaga í skattaskjólum. Stór alþjóðleg fyrirtæki geta í gegnum skattaskjól komið sér hjá því að greiða skatta hér á landi. Skattar lækka arðsemi fyrirtækja og því hærri sem skattar eru því hærri álagningu þarf. Hagar hafa takmarkaða getu til að lækka skattgreiðslu hér á landi. Koma Costco, ef af verður, mun hafa veruleg áhrif á verslun og framleiðslu á Íslandi og félagið mun hafa mikið samkeppnisforskot. Skattalög hér leyfa fyrirtækjum að vera með lán frá erlendum móðurfélögum og eyða út hagnaði sem myndast hér. Atvinnulíf hér á landi býr ekki við sambærilega vexti og í OECD og fjármögnun hér er ekki samkeppnishæf miðað við alþjóðamarkað. Á meðan lífeyrissjóðirnir halda uppi vaxtastigi hér sem er hærra en langtímahagvöxtur mun íslenskt atvinnulíf vera sífellt í meiri vandræðum með erlenda samkeppni, bæði í netverslunum og við erlend fyrirtæki.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun