Þriðjungur Formúlu 1 bíla knúinn vélum frá Renault Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 14:45 Hún er nett en afar öflug Formúlu1 vélin frá Renault sem verður í þriðjungi kappakstursbíla ársins. Það er oft áhugavert að skoða hver viðtekin sannindi eru álitin í tilteknum samfélögum. Á Íslandi er bílamarkaðurinn mjög frábrugðinn þeim sem er á meginlandi Evrópu. Bílar frá Asíu eru t.d. mjög vinsælir á Íslandi auk þess sem bandarískir pallbílar hafa átt upp á pallborðið. Á meginlandi Evrópu er þessu þveröfugt farið, en þar ráða evrópskir bílar lögum og lofum. VW, Peugeot (PSA samsteypan) og Renault eru þar fremstir og hefur Renault framleitt vélar fyrir Nissan, Dacia og Mercedes-Benz og síðast en ekki síst þriðjung Formúlu1 liðanna fyrir árið 2014. Í ár hefur Alþjóðaakstursíþróttasambandið FIA breytt reglum um vélar eina ferðina enn. 2,4 lítra V8 vélarnar sem áður voru notaðar verða ekki leyfðar lengur hjá FIA þar sem nýju reglurnar kveða á um 1,6 lítra V6 vélar með tveimur túrbínum. Renault hefur hannað vél sem uppfyllir skilyrði FIA og er hún mikið undraverk. Hún getur snúist upp í 15 þúsund snúninga og nýtir endurnýtingarkerfi með tveimur rafmagnsmótorum sem í heild skilar 160 hestöflum til viðbótar við þau 600 sem bensínvélin framleiðir. Aukið afl - miklu meiri sparnaður Afl nýju V6 vélarinnar er meira en afl hinnar stærri V8 vélar sem áður var notuð. Það skiptir máli ásamt því að bílaframleiðendur þurfa að byggja kappakstursvélarnar á tækni sem er aðgengileg fyrir fólksbíla. Gríðarlegur kostnaður fer í rannsóknir og þróunarvinnu þar sem hver vél kostar 20 milljónir evra. Því er mikil áhersla lögð á að þróa eiginleika sem ýta undir sparneytni og endingu – jafnvel í Formúlu1 vélum – en sú tækni nýtist háþróuðustu vélunum sem eru fáanlegar fyrir Renault fólksbíla. Formúlu 1 vél Renault fyrir næsta keppnistímabil þarf að uppfylla gríðarlega strangar kröfur. Hún má aðeins nota 100 lítra af eldsneyti við aðstæður þar sem 760 hestöfl vinna á hámarkssnúningi í hátt í tvo tíma og meðalhraðinn er fast að 250 km/klst. Kappaksturinn í sumar á eftir að verða spennandi enda þurfa 100 lítrar af eldsneyti að endast heila keppni og hver ökumaður mun aðeins fá fimm vélar á keppnistímabilinu. Það er því ljóst að það mun reyna meira á vélarnar en nokkru sinni fyrr. Eldsneytissparnaðurinn er 35% meiri en á síðasta keppnistímabili svo að verkefnið sé sett í eitthvert samhengi. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent
Það er oft áhugavert að skoða hver viðtekin sannindi eru álitin í tilteknum samfélögum. Á Íslandi er bílamarkaðurinn mjög frábrugðinn þeim sem er á meginlandi Evrópu. Bílar frá Asíu eru t.d. mjög vinsælir á Íslandi auk þess sem bandarískir pallbílar hafa átt upp á pallborðið. Á meginlandi Evrópu er þessu þveröfugt farið, en þar ráða evrópskir bílar lögum og lofum. VW, Peugeot (PSA samsteypan) og Renault eru þar fremstir og hefur Renault framleitt vélar fyrir Nissan, Dacia og Mercedes-Benz og síðast en ekki síst þriðjung Formúlu1 liðanna fyrir árið 2014. Í ár hefur Alþjóðaakstursíþróttasambandið FIA breytt reglum um vélar eina ferðina enn. 2,4 lítra V8 vélarnar sem áður voru notaðar verða ekki leyfðar lengur hjá FIA þar sem nýju reglurnar kveða á um 1,6 lítra V6 vélar með tveimur túrbínum. Renault hefur hannað vél sem uppfyllir skilyrði FIA og er hún mikið undraverk. Hún getur snúist upp í 15 þúsund snúninga og nýtir endurnýtingarkerfi með tveimur rafmagnsmótorum sem í heild skilar 160 hestöflum til viðbótar við þau 600 sem bensínvélin framleiðir. Aukið afl - miklu meiri sparnaður Afl nýju V6 vélarinnar er meira en afl hinnar stærri V8 vélar sem áður var notuð. Það skiptir máli ásamt því að bílaframleiðendur þurfa að byggja kappakstursvélarnar á tækni sem er aðgengileg fyrir fólksbíla. Gríðarlegur kostnaður fer í rannsóknir og þróunarvinnu þar sem hver vél kostar 20 milljónir evra. Því er mikil áhersla lögð á að þróa eiginleika sem ýta undir sparneytni og endingu – jafnvel í Formúlu1 vélum – en sú tækni nýtist háþróuðustu vélunum sem eru fáanlegar fyrir Renault fólksbíla. Formúlu 1 vél Renault fyrir næsta keppnistímabil þarf að uppfylla gríðarlega strangar kröfur. Hún má aðeins nota 100 lítra af eldsneyti við aðstæður þar sem 760 hestöfl vinna á hámarkssnúningi í hátt í tvo tíma og meðalhraðinn er fast að 250 km/klst. Kappaksturinn í sumar á eftir að verða spennandi enda þurfa 100 lítrar af eldsneyti að endast heila keppni og hver ökumaður mun aðeins fá fimm vélar á keppnistímabilinu. Það er því ljóst að það mun reyna meira á vélarnar en nokkru sinni fyrr. Eldsneytissparnaðurinn er 35% meiri en á síðasta keppnistímabili svo að verkefnið sé sett í eitthvert samhengi.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent