Bjalla sem er 2,1 sekúndur í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 15:15 Afar kraftaleg Bjalla, enda ofuröflug. Fáar Bjöllur hafa talist ofurbílar hingað til, en þessi verður að teljast það. Bíll sem fer í 100 km hraða á 2,1 sekúndu á sæti í þeim flokki. Ekki er það þó svo að hann sé fjöldaframleiddur af Volkswagen heldur er þessi bíll sérframleiddur til keppni á malbikuðum akstursbrautum. Vél hans, sem er miðjusett í bílnum, er aðeins með 1,6 lítra sprengirými í fjórum strokkum en úr þeim eru kreist 544 hestöfl. Það hjálpar snerpu hans að hann vegur aðeins 1.225 kíló, þrátt fyrir veltigrindina sem í honum er. Hann er fjórhjóladrifinn og með 6 gíra beinskiptingu, útbólgin bretti, risastóra vindskeið og fjöðrun hans hefur hvorki meira né minna en 23 cm slaglengd. Þó þessi keppnisbíll hafa þegar verið kynntur til leiks í keppnisröð Red Bull, verður honum ekki ekið í þeim fyrr en seint á þessu ári. Ökumenn verða ekki ófrægari menn en Tanner Faust og Scott Speed, en þeir verða að sætta sig við að aka Volkswagen Polo bílum fram að því. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent
Fáar Bjöllur hafa talist ofurbílar hingað til, en þessi verður að teljast það. Bíll sem fer í 100 km hraða á 2,1 sekúndu á sæti í þeim flokki. Ekki er það þó svo að hann sé fjöldaframleiddur af Volkswagen heldur er þessi bíll sérframleiddur til keppni á malbikuðum akstursbrautum. Vél hans, sem er miðjusett í bílnum, er aðeins með 1,6 lítra sprengirými í fjórum strokkum en úr þeim eru kreist 544 hestöfl. Það hjálpar snerpu hans að hann vegur aðeins 1.225 kíló, þrátt fyrir veltigrindina sem í honum er. Hann er fjórhjóladrifinn og með 6 gíra beinskiptingu, útbólgin bretti, risastóra vindskeið og fjöðrun hans hefur hvorki meira né minna en 23 cm slaglengd. Þó þessi keppnisbíll hafa þegar verið kynntur til leiks í keppnisröð Red Bull, verður honum ekki ekið í þeim fyrr en seint á þessu ári. Ökumenn verða ekki ófrægari menn en Tanner Faust og Scott Speed, en þeir verða að sætta sig við að aka Volkswagen Polo bílum fram að því.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent