Stofnendur Eirar gangist við ábyrgð Sigrún Pálsdóttir skrifar 30. maí 2014 12:05 Eitt af þeim málum sem farið hefur ofurhljótt í samfélaginu er nauðasamningur Eirar við íbúa í á annað hundruð öryggisíbúðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þegar málið er skoðað setur mann hljóðan því með samningnum á nú gamla fólkið að taka á sig kostnaðinn af vítaverðri vanrækslu þeirra sem stofnuðu Eir og þeirra sem báru umsjónarábyrgð á rekstrinum og sigldu stofnuninni í strand. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að með nauðasamningnum sem gengið var frá í janúar sl. hafi óvissunni um framtíðarrekstur öryggisíbúða Eirar verið eytt en með honum var því afstýrt að gamla fólkið væri borið út úr íbúðum sínum og sett á guð og gaddinn í kjölfar uppboðs. Staðreyndin er sú að með nauðasamningnum var Eir fyrst og fremst bjargað af gamla fólkinu, íbúðarréttarhöfunum. Með honum er í raun staðfest sú eignaupptaka sem átti sér stað þegar stjórn Eirar veðsetti öryggisíbúðirnar upp í topp á árunum 2007 til 2010. Íbúðarrétti sem naut verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar var með samningnum breytt í leigu. Nær allir sem keyptu sér íbúðarrétt í öryggisíbúðum á Eir, lögðu stærstan hluta, ef ekki allan ævisparnað sinn í þau kaup, stundum einnig með fjárhagslegri aðstoð ættingja. Kaupverð íbúðarréttarins sem skyldi endurgreiðast í einu lagi við brottflutning í lifanda lífi eða við andlát á nú að endurgreiða með allt að 30 ára skuldabréfi. Íbúðarréttargreiðslan verður því ekki að fullu endurgreidd fyrr en árið 2044! Skuldabréfin verða ekki tryggð með veði og ekki er gert ráð fyrir að þriðji aðili taki ábyrgð á greiðslu þeirra. Slíkir pappírar eru verðlausir í viðskiptum og verða því hvorki nýttir af íbúunum, ef þeir vildu flytja annað né af erfingjunum til að greiða upp lán sem margir hverjir hafa tekið til að kaupa íbúðarrétt fyrir foreldra sína. Það hljóta allir að sjá að þetta er hvorki boðleg né sanngjörn lausn. Eitt er víst að það er ekki gamla fólkið sem keypti sér íbúðarrétt hjá Eir sem ber ábyrgð á greiðsluþrotinu. Ábyrgðin liggur hjá þeim opinberu og hálfopinberu aðilum sem standa að Eir. Það var á þeirra vakt sem starfsreglur og stjórnskipulag var samþykkt fyrir Eir. Stjórnskipulag sem var svo gallað að stjórnendur gátu í a.m.k. 4 ár brotið gegn íbúðarrétti skjólstæðinga sinna óátalið með því að stofna til eignaréttinda þriðja aðila með veðsetningu. Það er kominn tími til að Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og aðrir sem bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á vanrækslu umsjónaraðila Eirar viðurkenni þá ábyrgð í verki. Það geta þeir gert með því að gangast í ábyrgð fyrir 30 ára skuldabréfunum því aðeins þannig verða þau seljanleg og geta nýst íbúum eða erfingjum strax við útgáfu. Umsjónaraðilar hafa staðhæft að rekstur Eirar hafi nú verið tryggður. Því verður fjárhagsleg áhætta ekki notuð sem skálkaskjól til að hafna slíkri ábyrgð. Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að sveitarfélög taki ábyrgð á tjóni sem þau með vanrækslu hafa valdið. Íbúahreyfingin vill að Mosfellsbær gangist við ábyrgð sinni og hafi forgöngu um að gamla fólkið eigi áhyggjulaust ævikvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem farið hefur ofurhljótt í samfélaginu er nauðasamningur Eirar við íbúa í á annað hundruð öryggisíbúðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þegar málið er skoðað setur mann hljóðan því með samningnum á nú gamla fólkið að taka á sig kostnaðinn af vítaverðri vanrækslu þeirra sem stofnuðu Eir og þeirra sem báru umsjónarábyrgð á rekstrinum og sigldu stofnuninni í strand. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að með nauðasamningnum sem gengið var frá í janúar sl. hafi óvissunni um framtíðarrekstur öryggisíbúða Eirar verið eytt en með honum var því afstýrt að gamla fólkið væri borið út úr íbúðum sínum og sett á guð og gaddinn í kjölfar uppboðs. Staðreyndin er sú að með nauðasamningnum var Eir fyrst og fremst bjargað af gamla fólkinu, íbúðarréttarhöfunum. Með honum er í raun staðfest sú eignaupptaka sem átti sér stað þegar stjórn Eirar veðsetti öryggisíbúðirnar upp í topp á árunum 2007 til 2010. Íbúðarrétti sem naut verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar var með samningnum breytt í leigu. Nær allir sem keyptu sér íbúðarrétt í öryggisíbúðum á Eir, lögðu stærstan hluta, ef ekki allan ævisparnað sinn í þau kaup, stundum einnig með fjárhagslegri aðstoð ættingja. Kaupverð íbúðarréttarins sem skyldi endurgreiðast í einu lagi við brottflutning í lifanda lífi eða við andlát á nú að endurgreiða með allt að 30 ára skuldabréfi. Íbúðarréttargreiðslan verður því ekki að fullu endurgreidd fyrr en árið 2044! Skuldabréfin verða ekki tryggð með veði og ekki er gert ráð fyrir að þriðji aðili taki ábyrgð á greiðslu þeirra. Slíkir pappírar eru verðlausir í viðskiptum og verða því hvorki nýttir af íbúunum, ef þeir vildu flytja annað né af erfingjunum til að greiða upp lán sem margir hverjir hafa tekið til að kaupa íbúðarrétt fyrir foreldra sína. Það hljóta allir að sjá að þetta er hvorki boðleg né sanngjörn lausn. Eitt er víst að það er ekki gamla fólkið sem keypti sér íbúðarrétt hjá Eir sem ber ábyrgð á greiðsluþrotinu. Ábyrgðin liggur hjá þeim opinberu og hálfopinberu aðilum sem standa að Eir. Það var á þeirra vakt sem starfsreglur og stjórnskipulag var samþykkt fyrir Eir. Stjórnskipulag sem var svo gallað að stjórnendur gátu í a.m.k. 4 ár brotið gegn íbúðarrétti skjólstæðinga sinna óátalið með því að stofna til eignaréttinda þriðja aðila með veðsetningu. Það er kominn tími til að Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og aðrir sem bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á vanrækslu umsjónaraðila Eirar viðurkenni þá ábyrgð í verki. Það geta þeir gert með því að gangast í ábyrgð fyrir 30 ára skuldabréfunum því aðeins þannig verða þau seljanleg og geta nýst íbúum eða erfingjum strax við útgáfu. Umsjónaraðilar hafa staðhæft að rekstur Eirar hafi nú verið tryggður. Því verður fjárhagsleg áhætta ekki notuð sem skálkaskjól til að hafna slíkri ábyrgð. Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að sveitarfélög taki ábyrgð á tjóni sem þau með vanrækslu hafa valdið. Íbúahreyfingin vill að Mosfellsbær gangist við ábyrgð sinni og hafi forgöngu um að gamla fólkið eigi áhyggjulaust ævikvöld.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun