Áfram lækkun skulda og skatta - forgangsmál Jón Finnbogason skrifar 30. maí 2014 12:29 Efst á blaði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skynsamleg fjármálastjórn hefur skilað. Niðurgreiðsla skulda mun auka fé til ráðstöfunar í framtíðinni um 80 – 100 milljónir á ári fyrir hvern milljarði sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál einhverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskarandi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snertir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópavogi hvernig staða bæjarsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari er stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þúsund. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síðustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldrinum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissulega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til niðurgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður að borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogsbæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verðtryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5 – 3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hagsmunamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verður lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skynsemi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækkunar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Efst á blaði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skynsamleg fjármálastjórn hefur skilað. Niðurgreiðsla skulda mun auka fé til ráðstöfunar í framtíðinni um 80 – 100 milljónir á ári fyrir hvern milljarði sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál einhverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskarandi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snertir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópavogi hvernig staða bæjarsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari er stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þúsund. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síðustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldrinum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissulega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til niðurgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður að borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogsbæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verðtryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5 – 3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hagsmunamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verður lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skynsemi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækkunar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun