Alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson jafnaði árangur Guðmundar Gunnarssonar frá árinu 1971 en Sebastian Alexandersson á metið. Vísir/Vilhelm Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik HK-inga gegn FH á mánudagskvöldið. Hann varði ríflega 20 skot í leiknum, þar af sjö vítaköst. Því miður fyrir Lárus tapaði HK leiknum með þremur mörkum. „Þetta var að sjálfsögðu gaman, en að sama skapi hrikalega svekkjandi að tapa leiknum. Við skorum náttúrlega bara átta mörk í seinni hálfleik,“ segir Lárus Helgi í samtali við Fréttablaðið. Varnarmenn HK stóðu vaktina ekki alveg nægilega vel enda fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum heil átta vítaköst. „Það var svekkjandi að verja þau ekki öll,“ segir Lárus Helgi, en Daníel Matthíasson, línumaður FH, var sá eini sem fann leiðina fram hjá Lárusi af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta líka,“ segir hann. En hvernig fara menn að því að verja sjö vítaköst? „Maður var í stuði og svo er þetta smá heppni líka. Bara samspil nokkurra þátta. Ég var alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin. Við og FH-ingarnir hlógum bara að þessu.“Sebastian á metið Ótrúlegt en satt er þetta ekki met í efstu deild karla því Sebastian Alexandersson, markvörðurinn þrautreyndi sem er enn að spila í 1. deildinni, varði átta vítaköst gegn Haukum árið 1998. Fram kemur í Morgunblaðinu í grein um þann leik að Sebastian hafi bætt met ÍR-ingsins Guðmundar Gunnarssonar sem varði sjö vítaköst gegn Val árið 1971. HK-ingar, sem tæknilega séð féllu úr deildinni í fyrra eftir ömurlegt tímabil þar sem þeir unnu aðeins einn leik, eru einnig rótfastir við botninn þennan veturinn með fjögur stig eftir fimmtán umferðir. „Það er farið að reyna á okkur að tapa svona mörgum leikjum, sérstaklega að tapa leik eins og gegn Stjörnunni í bikarnum með tólf mörkum. Það er nóg eftir af mótinu en liðin fyrir ofan okkur hafa verið að vinna leiki á meðan við höfum verið að slaka á ef eitthvað er. Við verðum að fara að rífa okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.Bræðurnir spila saman Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta HK-inga og bróðir Lárusar, er markahæstur í liðinu þannig að synir Ólafs Björns Lárussonar verða seint sakaðir um að gera ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu einnig saman hjá Gróttu og Val. „Það er hrikalega gaman að vera að æfa með honum. Það gerist örsjaldan að við rífumst. Þá öskrum við aðeins hvor á annan en svo er það búið. Við förum samferða á flestar æfingar og svona. Við erum bara orðnir pakkadíll,“ segir Lárus Helgi Ólafsson. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik HK-inga gegn FH á mánudagskvöldið. Hann varði ríflega 20 skot í leiknum, þar af sjö vítaköst. Því miður fyrir Lárus tapaði HK leiknum með þremur mörkum. „Þetta var að sjálfsögðu gaman, en að sama skapi hrikalega svekkjandi að tapa leiknum. Við skorum náttúrlega bara átta mörk í seinni hálfleik,“ segir Lárus Helgi í samtali við Fréttablaðið. Varnarmenn HK stóðu vaktina ekki alveg nægilega vel enda fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum heil átta vítaköst. „Það var svekkjandi að verja þau ekki öll,“ segir Lárus Helgi, en Daníel Matthíasson, línumaður FH, var sá eini sem fann leiðina fram hjá Lárusi af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta líka,“ segir hann. En hvernig fara menn að því að verja sjö vítaköst? „Maður var í stuði og svo er þetta smá heppni líka. Bara samspil nokkurra þátta. Ég var alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin. Við og FH-ingarnir hlógum bara að þessu.“Sebastian á metið Ótrúlegt en satt er þetta ekki met í efstu deild karla því Sebastian Alexandersson, markvörðurinn þrautreyndi sem er enn að spila í 1. deildinni, varði átta vítaköst gegn Haukum árið 1998. Fram kemur í Morgunblaðinu í grein um þann leik að Sebastian hafi bætt met ÍR-ingsins Guðmundar Gunnarssonar sem varði sjö vítaköst gegn Val árið 1971. HK-ingar, sem tæknilega séð féllu úr deildinni í fyrra eftir ömurlegt tímabil þar sem þeir unnu aðeins einn leik, eru einnig rótfastir við botninn þennan veturinn með fjögur stig eftir fimmtán umferðir. „Það er farið að reyna á okkur að tapa svona mörgum leikjum, sérstaklega að tapa leik eins og gegn Stjörnunni í bikarnum með tólf mörkum. Það er nóg eftir af mótinu en liðin fyrir ofan okkur hafa verið að vinna leiki á meðan við höfum verið að slaka á ef eitthvað er. Við verðum að fara að rífa okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.Bræðurnir spila saman Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta HK-inga og bróðir Lárusar, er markahæstur í liðinu þannig að synir Ólafs Björns Lárussonar verða seint sakaðir um að gera ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu einnig saman hjá Gróttu og Val. „Það er hrikalega gaman að vera að æfa með honum. Það gerist örsjaldan að við rífumst. Þá öskrum við aðeins hvor á annan en svo er það búið. Við förum samferða á flestar æfingar og svona. Við erum bara orðnir pakkadíll,“ segir Lárus Helgi Ólafsson.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn