Tapaði 150 milljörðum á 2 vikum Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2014 09:30 Elon Musk kynnir Tesla Model S. Hlutafjáreign Elon Musk forstjóra og aðaleiganda rafbílaframleiðandans Tesla í Bandaríkjunum hefur lækkað um 1,2 milljarð dollara, eða 150 milljarða króna á síðustu tveimur vikum. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Tesla er hrun olíuverðs, en hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að eftispurn eftir rafmagnsbílum fari minnkandi vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á olíu. Hlutabréf í Tesla hafa farið hratt lækkandi. Hæst stóðu þau í september og voru þá skráð 284 dollarar, en eru nú komin í 200 dollara. Elon Musk á einnig 21 milljónir hluta í sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City. Hlutabréf í því fyrirtæki hafa lækkað frá 86 dollurum í 50 dollara og þar hefur Musk einnig tapað miklu. Það er þó ekki eins og Elon Musk eigi ekki fyrir salti í grautinn. Virði þeirra bréfa sem hann á í Tesla og Solar City stendur nú í 7 milljörðum dollara, eða 875 milljörðum króna, en var 1.025 milljarðar í lok síðasta mánaðar. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent
Hlutafjáreign Elon Musk forstjóra og aðaleiganda rafbílaframleiðandans Tesla í Bandaríkjunum hefur lækkað um 1,2 milljarð dollara, eða 150 milljarða króna á síðustu tveimur vikum. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Tesla er hrun olíuverðs, en hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að eftispurn eftir rafmagnsbílum fari minnkandi vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á olíu. Hlutabréf í Tesla hafa farið hratt lækkandi. Hæst stóðu þau í september og voru þá skráð 284 dollarar, en eru nú komin í 200 dollara. Elon Musk á einnig 21 milljónir hluta í sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City. Hlutabréf í því fyrirtæki hafa lækkað frá 86 dollurum í 50 dollara og þar hefur Musk einnig tapað miklu. Það er þó ekki eins og Elon Musk eigi ekki fyrir salti í grautinn. Virði þeirra bréfa sem hann á í Tesla og Solar City stendur nú í 7 milljörðum dollara, eða 875 milljörðum króna, en var 1.025 milljarðar í lok síðasta mánaðar.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent