Hver nýtur eiginlega vafans? Þuríður Hjartardóttir skrifar 25. júlí 2014 07:00 Hver skyldi ekki vera sammála mér um að almenningur eigi alltaf að njóta vafans þegar framleiðendur taka upp á því að menga umhverfið öðrum til tjóns? En það er svolítið sérstakt hvað margir eru tilbúnir að taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem brjóta gegn lögum og reglum eða knýja fram undanþágur frá þeim til að hámarka hagnað sinn. Hvaða hagsmuni er þá verið að vernda? Jafnvel þótt samfélagið þurfi stöðugt á því að halda að auka hagvöxtinn á ekki að gera það með þessu móti. Þjóðin er aldrei svo illa sett að það þurfi að ganga á rétt almennings á heilnæmu lofti og hreinu vatni. Meðal grundvallaréttinda neytenda er rétturinn til að lifa og starfa í umhverfi sem ógnar ekki velferð og heilsufari okkar og komandi kynslóða. Einhverra hluta vegna þarf stöðugt að minna á þennan rétt. Því er jafnvel haldið fram að það sé að kröfu neytenda sem brotið sé á þessum grundvallarrétti með síaukinni eftirspurn þeirra eftir meira vöruúrvali og nýjustu tækni og tísku, auðvitað á eins ódýran hátt og framleiðendur finna upp á. Er þá í lagi að gjaldfella kröfuna um hreint og ómengað umhverfi? Síðustu ár hefur komið upp hvert málið á fætur öðru þar sem upp kemst um díoxíðmengun, flúormengun og brennisteinsmengun. Ættu yfirvöld ekki alltaf að standa með mengunarþolanum en ekki þeim sem menguninni veldur? Það má þakka fyrir virkt eftirlit, þótt það mætti örugglega vera enn virkara og sem betur fer sleppa stundum skýrslur upp úr skúffum og fjölmiðlar fjalla um skandalinn. Það eru samt ótrúlega margir sem standa ekki með almenningi, það er sjálfum sér og börnum sínum, segja lögin alltof ströng og skammast út í eftirlitsstofnanir og félagasamtök ef fjármunir eru í húfi.Börn í mestri hættu Mikið af neytendavarningi inniheldur alls kyns efni sem eru hormónaraskandi, ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi. Þá er lágmarkskrafa að varað sé við eitrinu með merkingu á umbúðum og sum efni ættu að vera bönnuð ef vafi leikur á um skaðleysi þeirra. Það er flókið að vera neytandi í dag, með alla þessa tækni í framleiðslunni. Það hefur áhrif á lífríkið að nota agnarsmá plastkorn í krem og snyrtivörur og nanósilfur til að drepa bakteríur í skóm og sokkum. Svo ekki sé talað um eldtefjandi efni í raftækjum sem veldur krabbameini og mýkingarefni í plasti sem truflar hormóna. Börn eru þar í mestri hættu því allt sem þau snerta endar í munninum og gólfið er þeirra leiksvæði, þar sem rykhnoðrar með blöndu af þessum efnum safnast fyrir. Þegar spurning vaknar um hvort áhrif framleiðslu geti verið skaðleg fyrir lífríki og umhverfi á sönnunarbyrðin að hvíla á framleiðandanum en ekki neytendum eða yfirvöldum. Þá kemur til kasta sérfræðinga, því neytendur hafa sjaldnast tök á að greina hættuna. En hvort sem um er að ræða mikilvægar stoðir fyrir hagkerfið eins og orkufyrirtæki og álverksmiðjur eða fjölskyldufyrirtæki í smárekstri, er það svo að ef eina leiðin til að halda starfseminni gangandi er að menga og valda öðrum skaða ætti að hætta starfseminni strax. Neytendur eiga alltaf að njóta vafans og þann rétt má aldrei gjaldfella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Hver skyldi ekki vera sammála mér um að almenningur eigi alltaf að njóta vafans þegar framleiðendur taka upp á því að menga umhverfið öðrum til tjóns? En það er svolítið sérstakt hvað margir eru tilbúnir að taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem brjóta gegn lögum og reglum eða knýja fram undanþágur frá þeim til að hámarka hagnað sinn. Hvaða hagsmuni er þá verið að vernda? Jafnvel þótt samfélagið þurfi stöðugt á því að halda að auka hagvöxtinn á ekki að gera það með þessu móti. Þjóðin er aldrei svo illa sett að það þurfi að ganga á rétt almennings á heilnæmu lofti og hreinu vatni. Meðal grundvallaréttinda neytenda er rétturinn til að lifa og starfa í umhverfi sem ógnar ekki velferð og heilsufari okkar og komandi kynslóða. Einhverra hluta vegna þarf stöðugt að minna á þennan rétt. Því er jafnvel haldið fram að það sé að kröfu neytenda sem brotið sé á þessum grundvallarrétti með síaukinni eftirspurn þeirra eftir meira vöruúrvali og nýjustu tækni og tísku, auðvitað á eins ódýran hátt og framleiðendur finna upp á. Er þá í lagi að gjaldfella kröfuna um hreint og ómengað umhverfi? Síðustu ár hefur komið upp hvert málið á fætur öðru þar sem upp kemst um díoxíðmengun, flúormengun og brennisteinsmengun. Ættu yfirvöld ekki alltaf að standa með mengunarþolanum en ekki þeim sem menguninni veldur? Það má þakka fyrir virkt eftirlit, þótt það mætti örugglega vera enn virkara og sem betur fer sleppa stundum skýrslur upp úr skúffum og fjölmiðlar fjalla um skandalinn. Það eru samt ótrúlega margir sem standa ekki með almenningi, það er sjálfum sér og börnum sínum, segja lögin alltof ströng og skammast út í eftirlitsstofnanir og félagasamtök ef fjármunir eru í húfi.Börn í mestri hættu Mikið af neytendavarningi inniheldur alls kyns efni sem eru hormónaraskandi, ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi. Þá er lágmarkskrafa að varað sé við eitrinu með merkingu á umbúðum og sum efni ættu að vera bönnuð ef vafi leikur á um skaðleysi þeirra. Það er flókið að vera neytandi í dag, með alla þessa tækni í framleiðslunni. Það hefur áhrif á lífríkið að nota agnarsmá plastkorn í krem og snyrtivörur og nanósilfur til að drepa bakteríur í skóm og sokkum. Svo ekki sé talað um eldtefjandi efni í raftækjum sem veldur krabbameini og mýkingarefni í plasti sem truflar hormóna. Börn eru þar í mestri hættu því allt sem þau snerta endar í munninum og gólfið er þeirra leiksvæði, þar sem rykhnoðrar með blöndu af þessum efnum safnast fyrir. Þegar spurning vaknar um hvort áhrif framleiðslu geti verið skaðleg fyrir lífríki og umhverfi á sönnunarbyrðin að hvíla á framleiðandanum en ekki neytendum eða yfirvöldum. Þá kemur til kasta sérfræðinga, því neytendur hafa sjaldnast tök á að greina hættuna. En hvort sem um er að ræða mikilvægar stoðir fyrir hagkerfið eins og orkufyrirtæki og álverksmiðjur eða fjölskyldufyrirtæki í smárekstri, er það svo að ef eina leiðin til að halda starfseminni gangandi er að menga og valda öðrum skaða ætti að hætta starfseminni strax. Neytendur eiga alltaf að njóta vafans og þann rétt má aldrei gjaldfella.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar