Um gerð samninga án útboðs Sigurður Snædal Júlíusson skrifar 4. júní 2014 10:36 Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun