Um gerð samninga án útboðs Sigurður Snædal Júlíusson skrifar 4. júní 2014 10:36 Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun