Um gerð samninga án útboðs Sigurður Snædal Júlíusson skrifar 4. júní 2014 10:36 Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun