Um gerð samninga án útboðs Sigurður Snædal Júlíusson skrifar 4. júní 2014 10:36 Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um það á síðum Fréttablaðsins að sveitarfélagið Garðabær hafi gert samninga um kaup á vörum og þjónustu án útboðs. Var látið liggja að því að með þessu hefðu innkaupareglur Garðabæjar og lög um opinber innkaup verið brotin. Þá kom fram að ekkert virkt eftirlit væri með því hvort sveitarfélög færu að lögum við innkaup sín auk þess sem haft var eftir forstjóra Samkeppniseftirlitsins að hann teldi skipulag útboðsmála hér á landi ekki nægilega skýrt og eðlilegra væri að Samkeppniseftirlitið hefði einhverja eftirlitsskyldu og skýrt lagavald til þess að fylgjast með útboðum hins opinbera.Eftirlit er í höndum fyrirtækja Vegna þessa er ástæða til að vekja athygli á því að á Íslandi er eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum sem um útboð gilda aðallega í höndum fyrirtækja sem starfa á útboðsmarkaði. Verði þessi fyrirtæki vör við að opinberir aðilar brjóti lög við framkvæmd útboða eða geri samninga, sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum, án útboðs, eru þeim tryggð ákveðin úrræði í lögum um opinber innkaup. Samkvæmt þeim geta fyrirtæki skotið málum sínum til kærunefndar útboðsmála, en kærunefnd þessi er sjálfstæð í störfum sínum og því óháð hinu opinbera. Er henni ætlað að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim. Getur nefndin meðal annars fellt úr gildi ákvarðanir opinberra aðila eða hún getur lagt fyrir þá að bjóða út tiltekin innkaup eða auglýsa að nýju, telji hún lög hafa verið brotin.Ný úrræði vegna samninga sem gerðir eru án útboðs Hinn 1. september 2013 tóku síðan gildi breytingar á lögunum þar sem nefndinni voru tryggð ný úrræði til að taka á brotum sem felast í því að opinberir aðilar geri samninga, sem skylt er að bjóða út, án útboðs. Verði fyrirtæki á útboðsmarkaði vör við að slíkur samningur hafi verið gerður geta þau kært gerð samningsins til kærunefndar og getur nefndin lýst slíkan samning óvirkan. Í því felst að samningurinn fellur í raun úr gildi og hinn opinberi aðili verður að bjóða samninginn út. Þá getur nefndin einnig stytt gildistíma samnings og gert hinum brotlega opinbera aðila að greiða stjórnvaldssekt í ríkissjóð, sem getur numið allt að 10% af ætluðu virði samnings. Þá kann að vera að hinn opinberi aðili þurfi að greiða viðsemjanda sínum, þ.e. þeim aðila sem hann samdi upphaflega við áður en samningur var lýstur óvirkur, skaðabætur, en á þetta álitamál hefur reyndar ekki reynt enn fyrir íslenskum dómstólum. Því eru nú mjög alvarleg viðurlög við því að opinberir aðilar geri samning, sem lög áskilja að boðinn skuli út, án útboðs. Ljóst er hins vegar að til þess að eftirlitskerfi sem þetta virki þurfa þátttakendur á útboðsmarkaði að vera meðvitaðir um eftirlitshlutverk sitt og þau úrræði sem standa þeim til boða verði þeir varir við brot. Mikilvægt er því að þátttakendur hafi augun hjá sér og kanni um leið og þeir verða þess varir að samningur hafi verið gerður án útboðs hvort skylt hafi verið að bjóða umræddan samning út og hvort ástæða sé til að bera gerð samningsins undir kærunefnd útboðsmála. Án þessarar aðgæslu fyrirtækja á útboðsmarkaði kunna opinberir aðilar að komast upp með að gera samninga án útboðs í trássi við lög. Er því full ástæða til að vekja athygli á þessu eftirlitshlutverki fyrirtækja á útboðsmarkaði og þeim úrræðum sem þeim standa til boða. Rétt er að geta þess að lokum að með grein þessari er ekki tekin nokkur afstaða til þess hvort sveitarfélagið Garðabær hafi brotið lög við innkaup sín.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun