Citroën flytur framleiðslu C3 frá Frakklandi til Slóvakíu Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 11:30 Ciotroën C3. Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent