Sala Porsche gæti náð 200.000 bíla sölu 3-4 árum á undan áætlun Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2014 15:45 Porsche Macan jepplingurinn öflugi. Tilkoma Porsche Macan jepplingsins gæti gert það að verkum að Porsche næði því takmarki að selja 200.000 bíla ári 3-4 árum fyrr en fyrri áætlanir Porsche hljóðuðu uppá. Porsche ætlaði að ná því takmarki árið 2018, en gæti jafnvel náð því í ár eða á næsta ári. Porsche hefur skynjað mikla eftirspurn eftir Macan bílnum, en hann fer í sölu í vor á þessu ári. Porsche áætlar að 50.000 eintök af Macan gæti selst á ári og þar sem Porsche seldi 162.145 bíla á síðasta ári gæti salan á þessu ári farið yfir 200.000 bíla. Sala á Cayenne jeppa Porsche er langmest allra bílgerða sem Porsche framleiðir og áætlar Porsche að samanlögð sala á Cayenne og Macan gæti náð 64% af heildarsölu fyrirtækisins árið 2015 þegar sala á Macan hefur spannað heilt almanaksár. Porsche ætlar að framleiða fleiri gerðir Macan en þær tvær sem verða í fyrstu í boði og mun dísilútgáfa og tvinnbílsútgáfa á honum verða í boði í kjölfarið. Á það einungis eftir að auki sölu á bílnum, að mati Porsche. Ódýrari útgáfa Macan, sem þó er 340 hestöfl, mun kosta 51.095 dollara í Bandaríkjunum, eða um 5,9 milljónir króna. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent
Tilkoma Porsche Macan jepplingsins gæti gert það að verkum að Porsche næði því takmarki að selja 200.000 bíla ári 3-4 árum fyrr en fyrri áætlanir Porsche hljóðuðu uppá. Porsche ætlaði að ná því takmarki árið 2018, en gæti jafnvel náð því í ár eða á næsta ári. Porsche hefur skynjað mikla eftirspurn eftir Macan bílnum, en hann fer í sölu í vor á þessu ári. Porsche áætlar að 50.000 eintök af Macan gæti selst á ári og þar sem Porsche seldi 162.145 bíla á síðasta ári gæti salan á þessu ári farið yfir 200.000 bíla. Sala á Cayenne jeppa Porsche er langmest allra bílgerða sem Porsche framleiðir og áætlar Porsche að samanlögð sala á Cayenne og Macan gæti náð 64% af heildarsölu fyrirtækisins árið 2015 þegar sala á Macan hefur spannað heilt almanaksár. Porsche ætlar að framleiða fleiri gerðir Macan en þær tvær sem verða í fyrstu í boði og mun dísilútgáfa og tvinnbílsútgáfa á honum verða í boði í kjölfarið. Á það einungis eftir að auki sölu á bílnum, að mati Porsche. Ódýrari útgáfa Macan, sem þó er 340 hestöfl, mun kosta 51.095 dollara í Bandaríkjunum, eða um 5,9 milljónir króna.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent