Skemmdarverk við Skógafoss – Vér mótmælum Vigfús Andrésson skrifar 16. apríl 2014 07:00 Rangárþing eystra hefur auglýst nýtt deiliskipulag í Ytri-Skógum. Það nær yfir aðkomu að Skógafossi. Áætlað er að byggja þar mjög stórt hótel á tveim hæðum að hluta. Eða eins og segir í tillögunni:Byggingarreitur hótellóðarinnar er 3.800 m². Innan byggingarreitsins mábyggja hótel og gistiþjónustu fyrir ferðamenn allt að 2.200 m² að grunnfleti og 11.100 m³.Húsið má að hluta til vera á tveimur hæðum, eða allt að helmingur hússins.Hlið sem snýr að Skógaá og/eða liggur samhliða henni skal vera á einni hæð.Aðalhæð hússins skal ekki vera hærri en í kóta 23,80. Efsti hluti hússins má ekki fara yfir kóta 30,20 eða 6,4 m frá aðalgólfi. Þá er áætlað að byggja ferðaþjónustuhús sunnan við félagsheimilið Fossbúð. Eða eins og segir í tillögunni:Sunnan félagsheimilisins Fossbúðar er gert ráð fyrir að tvær lóðir undir ferðaþjónustu verði sameinaðar í eina lóð sem er 5.650 m².Byggingarreitur er 1.900 m² og innan hans má byggja hús undir ferðaþjónustu og gistingu allt að 800 m² að stærð.Byggingin má að hluta til vera á tveimur hæðum, að hámarki 1/3 hluti.Gólfkóti aðalhæðar má ekki vera hærri en 24,30. Hámarkshæð húss frá aðalgólfi má vera í kóta 30,20.Auk þessa er búið að byggja hótel norðan Barnaskólans og gefið er leyfi til að byggja suður úr honum. Úr tillögunni: Lóð farfuglaheimilis er stækkuð til suðurs.Lóðin stækkar úr 3.750 m² í 5.600 m².Byggingarreitur stækkar úr 1.815 m² í 3.635 m².Hæsta hæð á mæni mælist í kóta 30,23 og má hæð bygginga ekki fara yfir þá hæð. Þá á að færa tjaldstæðið suður fyrir fyrirhugað hótel og brjóta land undir það þar. Þar á að setja niður þjónustuhús og fjarlægja trjágróður á stóru svæði. Þá kallar fyrirhuguð framkvæmd á að breyta íþróttaaðstöðu í malbikuð bílastæði. Þetta eru helstu fyrirætlanir meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings eystra undir stjórn Ísólfs Gylfa Pálmasonar. Óskiljanlegt er með öllu hve mikil áhersla er lögð á það að eyðileggja ásýnd Skógafoss og allt umhverfi með þessum áformum. Ekkert kallar á þessar framkvæmdir nema ef til vill ásókn aðila með heldur dapran bakgrunn til að einoka svæðið til framtíðar. Fyrir þeirri ásókn fellur núverandi meirihluti í sveitarstjórn Rangárþings eystra. Skorað er á alla sem eru mótfallnir þessum áformum að mótmæla þeim. Skógafoss er ekkert einkamál sérhagsmunaaðila, hann er þjóðareign og vel það. Núna er deiliskipulagið í kæruferli til 7. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Rangárþing eystra hefur auglýst nýtt deiliskipulag í Ytri-Skógum. Það nær yfir aðkomu að Skógafossi. Áætlað er að byggja þar mjög stórt hótel á tveim hæðum að hluta. Eða eins og segir í tillögunni:Byggingarreitur hótellóðarinnar er 3.800 m². Innan byggingarreitsins mábyggja hótel og gistiþjónustu fyrir ferðamenn allt að 2.200 m² að grunnfleti og 11.100 m³.Húsið má að hluta til vera á tveimur hæðum, eða allt að helmingur hússins.Hlið sem snýr að Skógaá og/eða liggur samhliða henni skal vera á einni hæð.Aðalhæð hússins skal ekki vera hærri en í kóta 23,80. Efsti hluti hússins má ekki fara yfir kóta 30,20 eða 6,4 m frá aðalgólfi. Þá er áætlað að byggja ferðaþjónustuhús sunnan við félagsheimilið Fossbúð. Eða eins og segir í tillögunni:Sunnan félagsheimilisins Fossbúðar er gert ráð fyrir að tvær lóðir undir ferðaþjónustu verði sameinaðar í eina lóð sem er 5.650 m².Byggingarreitur er 1.900 m² og innan hans má byggja hús undir ferðaþjónustu og gistingu allt að 800 m² að stærð.Byggingin má að hluta til vera á tveimur hæðum, að hámarki 1/3 hluti.Gólfkóti aðalhæðar má ekki vera hærri en 24,30. Hámarkshæð húss frá aðalgólfi má vera í kóta 30,20.Auk þessa er búið að byggja hótel norðan Barnaskólans og gefið er leyfi til að byggja suður úr honum. Úr tillögunni: Lóð farfuglaheimilis er stækkuð til suðurs.Lóðin stækkar úr 3.750 m² í 5.600 m².Byggingarreitur stækkar úr 1.815 m² í 3.635 m².Hæsta hæð á mæni mælist í kóta 30,23 og má hæð bygginga ekki fara yfir þá hæð. Þá á að færa tjaldstæðið suður fyrir fyrirhugað hótel og brjóta land undir það þar. Þar á að setja niður þjónustuhús og fjarlægja trjágróður á stóru svæði. Þá kallar fyrirhuguð framkvæmd á að breyta íþróttaaðstöðu í malbikuð bílastæði. Þetta eru helstu fyrirætlanir meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings eystra undir stjórn Ísólfs Gylfa Pálmasonar. Óskiljanlegt er með öllu hve mikil áhersla er lögð á það að eyðileggja ásýnd Skógafoss og allt umhverfi með þessum áformum. Ekkert kallar á þessar framkvæmdir nema ef til vill ásókn aðila með heldur dapran bakgrunn til að einoka svæðið til framtíðar. Fyrir þeirri ásókn fellur núverandi meirihluti í sveitarstjórn Rangárþings eystra. Skorað er á alla sem eru mótfallnir þessum áformum að mótmæla þeim. Skógafoss er ekkert einkamál sérhagsmunaaðila, hann er þjóðareign og vel það. Núna er deiliskipulagið í kæruferli til 7. maí nk.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun