Skoðun

Skemmdarverk við Skógafoss – Vér mótmælum

Vigfús Andrésson skrifar
Rangárþing eystra hefur auglýst nýtt deiliskipulag í Ytri-Skógum. Það nær yfir aðkomu að Skógafossi.

Áætlað er að byggja þar mjög stórt hótel á tveim hæðum að hluta. Eða eins og segir í tillögunni:

Byggingarreitur hótellóðarinnar er 3.800 m². Innan byggingarreitsins má

byggja hótel og gistiþjónustu fyrir ferðamenn allt að 2.200 m² að grunnfleti og 11.100 m³.

Húsið má að hluta til vera á tveimur hæðum, eða allt að helmingur hússins.

Hlið sem snýr að Skógaá og/eða liggur samhliða henni skal vera á einni hæð.

Aðalhæð hússins skal ekki vera hærri en í kóta 23,80. Efsti hluti hússins má ekki fara yfir kóta 30,20 eða 6,4 m frá aðalgólfi.

Þá er áætlað að byggja ferðaþjónustuhús sunnan við félagsheimilið Fossbúð. Eða eins og segir í tillögunni:

Sunnan félagsheimilisins Fossbúðar er gert ráð fyrir að tvær lóðir undir ferðaþjónustu verði sameinaðar í eina lóð sem er 5.650 m².

Byggingarreitur er 1.900 m² og innan hans má byggja hús undir ferðaþjónustu og gistingu allt að 800 m² að stærð.

Byggingin má að hluta til vera á tveimur hæðum, að hámarki 1/3 hluti.

Gólfkóti aðalhæðar má ekki vera hærri en 24,30. Hámarkshæð húss frá aðalgólfi má vera í kóta 30,20.



Auk þessa er búið að byggja hótel norðan Barnaskólans og gefið er leyfi til að byggja suður úr honum.

Úr tillögunni:

Lóð farfuglaheimilis er stækkuð til suðurs.

Lóðin stækkar úr 3.750 m² í 5.600 m².

Byggingarreitur stækkar úr 1.815 m² í 3.635 m².

Hæsta hæð á mæni mælist í kóta 30,23 og má hæð bygginga ekki fara yfir þá hæð.

Þá á að færa tjaldstæðið suður fyrir fyrirhugað hótel og brjóta land undir það þar. Þar á að setja niður þjónustuhús og fjarlægja trjágróður á stóru svæði. Þá kallar fyrirhuguð framkvæmd á að breyta íþróttaaðstöðu í malbikuð bílastæði.

Þetta eru helstu fyrirætlanir meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings eystra undir stjórn Ísólfs Gylfa Pálmasonar.

Óskiljanlegt er með öllu hve mikil áhersla er lögð á það að eyðileggja ásýnd Skógafoss og allt umhverfi með þessum áformum. Ekkert kallar á þessar framkvæmdir nema ef til vill ásókn aðila með heldur dapran bakgrunn til að einoka svæðið til framtíðar. Fyrir þeirri ásókn fellur núverandi meirihluti í sveitarstjórn Rangárþings eystra.

Skorað er á alla sem eru mótfallnir þessum áformum að mótmæla þeim. Skógafoss er ekkert einkamál sérhagsmunaaðila, hann er þjóðareign og vel það.

Núna er deiliskipulagið í kæruferli til 7. maí nk.




Skoðun

Skoðun

Um dánaraðstoð

Steinunn Þórðardóttir,Oddur Steinarsson,Thelma Kristinsdóttir,Katrín Ragna Kemp,Magdalena Ásgeirsdóttir,Margrét Ólafía Tómasdóttir,Ragnar Freyr Ingvarsson,Teitur Ari Theodórsson,Theódór Skúli Sigurðsson skrifar

Skoðun

Hún

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×