Heyrist í hásum þingmanni? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 Það er vel við hæfi að nota alþjóðlega radddaginn 16. apríl til að minna fólk á að það kæmist nú sennilega illa í gegnum lífið ef það hefði ekki röddina til að tjá sig með, eitthvað sem flestöllum finnst bara sjálfsagður hlutur að hafa. Fólk er vel meðvitað um gildi raddar þegar kemur að skemmtanagildi hennar en öðru máli gegnir gagnvart daglegri notkun. Rödd er ekki óbrigðul frekar en annað í skrokkskjóðunni. Hún er hljóð og hljóð bilar ekki. Hins vegar bendir „biluð rödd“, þ.e.a.s. langvarandi hæsi, raddbrestir, raddþreyta og rödd án tónbrigða, til þess að eitthvað sé að í því líkamskerfi sem myndar hana, t.d. raddböndum. En höldum okkur við málvenjuna „biluð rödd“. Sennilega er um að kenna almennu þekkingarleysi og andvaraleysi að rödd hefur enn ekki komist á blað sem hluti af heilsufari, hvað þá að orðið „raddheilsa“ hafi unnið sér sess, t.d. sem hluti af lýðheilsu. Þessu þarf að breyta því staðreyndin er sú að fjöldi fólks leigir röddina sína út sem atvinnutæki sem það kann takmarkað á og gert að starfa í umhverfi sem beinlínis getur skaðað raddfærin. Þar má nefna t.d. kennara, talsímaverði og sölufólk. Það getur varla talist eðlilegt ef um og yfir helmingur fólks í þessum atvinnustéttum þjáist meira eða minna af álagseinkennum á raddfæri.Veikindaleyfi vegna raddveilna Um fimmtungur kennara hefur tekið árlega veikindaleyfi vegna raddveilna og þess eru dæmi að fólk hafi hrökklast úr starfi vegna þess að röddin hefur gefið sig, jafnvel svo að einstaklingurinn á erfitt með að taka þátt í venjulegum samræðum. Þarf ekki að líta á þetta sem heilbrigðisvandamál? Á ekki að líta á þetta sem skort á vinnuvernd? Annað í stöðunni. Ef röddin er farin að gefa sig, t.d. orðin hás, þá er hún ekki að gagnast áheyrandanum. Það skyldi þó ekki vera að óróleiki í bekk stafi af talsverðu leyti af því að nemendur heyra ekki til kennarans? Það skyldi þó ekki vera að nemendur hafi ekki getað fylgst nægilega vel með munnlegri fræðslu til að geta skilað viðunandi árangri í námi? Kennaranám í dag er fimm ár. Ég veit ekki til þess að inni í því námi sé fastur liður þar sem kennurum er kennt um eigin rödd eða hvernig sé hægt að halda raddheilsunni í jafn raddkrefjandi starfi eins og kennsla er. Fá störf búa yfir meiri hættu fyrir rödd en kennarastarfið. Að tala tímunum saman í hávaða, vafasömu innilofti og í fjarlægð frá hlustendum ógnar röddinni enda sést það best á almennu bágu ástandi kennararadda. Sagt er að meðalstarfsaldur íþróttakennara sem slíkra sé innan við fimm ár. Hver borgar skaðann ef rödd gefur sig vegna aðstæðna í vinnu? Er tryggt að í kjarasamningum þurfi viðkomandi ekki sjálfur að borga nauðsynlega meðferð til að ná röddinni til baka? Hvernig er með lífeyrismál kennara sem þarf að hætta kennslu vegna raddmissis? Hafa kennarar almennt aðgang að magnarakerfi? Ástand hjá talsímavörðum er engu betra enda aðstæður fyrir það starf taldar langt í frá vistvænar fyrir rödd – margir í sama herbergi með skilrúm sín á millum sem dugar skammt til að halda skvaldri nægilega frá. Er hugað að því að inniloft á slíkum stöðum sé nægilega gott fyrir raddnotkun? Fá talsímaverðir fræðslu um rödd þannig að þeir geti varist því að of mikið álag gangi fram af henni? Bilaðar atvinnuraddir kosta þjóðfélagið og einstaklinga drjúgan skilding á ári hverju. Það er löngu kominn tími á að skoða þessi mál heildstætt og af alvöru og finna hvað hægt er að gera til úrbóta. Það mætti t.d. byrja á því í þingsölum hjá hópi sem á ansi mikið undir því að raddir þeirra heyrist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er vel við hæfi að nota alþjóðlega radddaginn 16. apríl til að minna fólk á að það kæmist nú sennilega illa í gegnum lífið ef það hefði ekki röddina til að tjá sig með, eitthvað sem flestöllum finnst bara sjálfsagður hlutur að hafa. Fólk er vel meðvitað um gildi raddar þegar kemur að skemmtanagildi hennar en öðru máli gegnir gagnvart daglegri notkun. Rödd er ekki óbrigðul frekar en annað í skrokkskjóðunni. Hún er hljóð og hljóð bilar ekki. Hins vegar bendir „biluð rödd“, þ.e.a.s. langvarandi hæsi, raddbrestir, raddþreyta og rödd án tónbrigða, til þess að eitthvað sé að í því líkamskerfi sem myndar hana, t.d. raddböndum. En höldum okkur við málvenjuna „biluð rödd“. Sennilega er um að kenna almennu þekkingarleysi og andvaraleysi að rödd hefur enn ekki komist á blað sem hluti af heilsufari, hvað þá að orðið „raddheilsa“ hafi unnið sér sess, t.d. sem hluti af lýðheilsu. Þessu þarf að breyta því staðreyndin er sú að fjöldi fólks leigir röddina sína út sem atvinnutæki sem það kann takmarkað á og gert að starfa í umhverfi sem beinlínis getur skaðað raddfærin. Þar má nefna t.d. kennara, talsímaverði og sölufólk. Það getur varla talist eðlilegt ef um og yfir helmingur fólks í þessum atvinnustéttum þjáist meira eða minna af álagseinkennum á raddfæri.Veikindaleyfi vegna raddveilna Um fimmtungur kennara hefur tekið árlega veikindaleyfi vegna raddveilna og þess eru dæmi að fólk hafi hrökklast úr starfi vegna þess að röddin hefur gefið sig, jafnvel svo að einstaklingurinn á erfitt með að taka þátt í venjulegum samræðum. Þarf ekki að líta á þetta sem heilbrigðisvandamál? Á ekki að líta á þetta sem skort á vinnuvernd? Annað í stöðunni. Ef röddin er farin að gefa sig, t.d. orðin hás, þá er hún ekki að gagnast áheyrandanum. Það skyldi þó ekki vera að óróleiki í bekk stafi af talsverðu leyti af því að nemendur heyra ekki til kennarans? Það skyldi þó ekki vera að nemendur hafi ekki getað fylgst nægilega vel með munnlegri fræðslu til að geta skilað viðunandi árangri í námi? Kennaranám í dag er fimm ár. Ég veit ekki til þess að inni í því námi sé fastur liður þar sem kennurum er kennt um eigin rödd eða hvernig sé hægt að halda raddheilsunni í jafn raddkrefjandi starfi eins og kennsla er. Fá störf búa yfir meiri hættu fyrir rödd en kennarastarfið. Að tala tímunum saman í hávaða, vafasömu innilofti og í fjarlægð frá hlustendum ógnar röddinni enda sést það best á almennu bágu ástandi kennararadda. Sagt er að meðalstarfsaldur íþróttakennara sem slíkra sé innan við fimm ár. Hver borgar skaðann ef rödd gefur sig vegna aðstæðna í vinnu? Er tryggt að í kjarasamningum þurfi viðkomandi ekki sjálfur að borga nauðsynlega meðferð til að ná röddinni til baka? Hvernig er með lífeyrismál kennara sem þarf að hætta kennslu vegna raddmissis? Hafa kennarar almennt aðgang að magnarakerfi? Ástand hjá talsímavörðum er engu betra enda aðstæður fyrir það starf taldar langt í frá vistvænar fyrir rödd – margir í sama herbergi með skilrúm sín á millum sem dugar skammt til að halda skvaldri nægilega frá. Er hugað að því að inniloft á slíkum stöðum sé nægilega gott fyrir raddnotkun? Fá talsímaverðir fræðslu um rödd þannig að þeir geti varist því að of mikið álag gangi fram af henni? Bilaðar atvinnuraddir kosta þjóðfélagið og einstaklinga drjúgan skilding á ári hverju. Það er löngu kominn tími á að skoða þessi mál heildstætt og af alvöru og finna hvað hægt er að gera til úrbóta. Það mætti t.d. byrja á því í þingsölum hjá hópi sem á ansi mikið undir því að raddir þeirra heyrist.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun