Bjór og Gullæði Hjálmar Árnason skrifar 20. ágúst 2014 09:00 Opið bréf til Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór. Samkvæmt bréfi lögmanns þíns felur sú friðsamlega leið í sér að þú munir reyna að bannfæra færeyska ölið á Íslandi ef innflutningi þess verði ekki hætt þegar í stað. Eins og góður vinur minn er vanur að segja: „Comon. Hvað er í gangi?“ Hin meinta sök færeysku ölgerðarinnar er einföld: Hún flytur til Íslands og býður til sölu þann ágæta drykk Föroya Bjór – Gull. Þvílíkur glæpur. Og sé málið skoðað í stærra samhengi má svo vísa í enn stærri glæp – nefnilega Tuborg Guld. Færeyska gullið hefur verið framleitt lengur en Egils Gull og Tuborg enn lengur. Allt er þetta mjöður af sama meiði en með ólíkum tungumálum. Íslenska framburðinn þekkjum við öll, á færeysku er orðið borið fram GÚDL og á dönsku GÚL. Allt er þetta samt bjór, kenndur við gull. Og gullið er ekki uppfinning ykkar hjá Ölgerðinni né heldur Föroya Bjórs. Helst að Danir geti gert tilkall til merkingarinnar. Þeir gera það hins vegar ekki af því þeir trúa á heiðarlega og eðlilega samkeppni. Og sannarlega hef ég staðið í þeirri trú að þú og Ölgerðin væruð fylgjandi heiðarlegri samkeppni. Af bréfi þínu að dæma virðist ég hafa rangt fyrir mér. Þetta eru ekkert annað en viðleitni til að hindra eðlilega samkeppni á einkar fáránlegum forsendum. Kæri Andri Þór. Færeyingar eru sú þjóð sem best hefur staðið með Íslendingum þegar á hefur reynt. Varla telur þú þá eiga það skilið að við þökkum fyrir okkur með þessum hætti – jafn afkáralegur og hann er. Örlítil bjórsala þeirra á íslenskum markaði getur ekki skipt íslensk fyrirtæki miklu máli. Færeyingar hljóta að mega nota færeysk orð um vöru sína, rétt eins og þú með íslenska orðið og Danir með sitt. Heldur þú virkilega að Ölgerðin græði á svona framferði? Gleymdu því ekki að Færeyingar eiga fjölmarga vini á Íslandi – vini sem eru tilbúnir að sýna í verki að þeir standi með Færeyingum ef ranglega er að þeim sótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Opið bréf til Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór. Samkvæmt bréfi lögmanns þíns felur sú friðsamlega leið í sér að þú munir reyna að bannfæra færeyska ölið á Íslandi ef innflutningi þess verði ekki hætt þegar í stað. Eins og góður vinur minn er vanur að segja: „Comon. Hvað er í gangi?“ Hin meinta sök færeysku ölgerðarinnar er einföld: Hún flytur til Íslands og býður til sölu þann ágæta drykk Föroya Bjór – Gull. Þvílíkur glæpur. Og sé málið skoðað í stærra samhengi má svo vísa í enn stærri glæp – nefnilega Tuborg Guld. Færeyska gullið hefur verið framleitt lengur en Egils Gull og Tuborg enn lengur. Allt er þetta mjöður af sama meiði en með ólíkum tungumálum. Íslenska framburðinn þekkjum við öll, á færeysku er orðið borið fram GÚDL og á dönsku GÚL. Allt er þetta samt bjór, kenndur við gull. Og gullið er ekki uppfinning ykkar hjá Ölgerðinni né heldur Föroya Bjórs. Helst að Danir geti gert tilkall til merkingarinnar. Þeir gera það hins vegar ekki af því þeir trúa á heiðarlega og eðlilega samkeppni. Og sannarlega hef ég staðið í þeirri trú að þú og Ölgerðin væruð fylgjandi heiðarlegri samkeppni. Af bréfi þínu að dæma virðist ég hafa rangt fyrir mér. Þetta eru ekkert annað en viðleitni til að hindra eðlilega samkeppni á einkar fáránlegum forsendum. Kæri Andri Þór. Færeyingar eru sú þjóð sem best hefur staðið með Íslendingum þegar á hefur reynt. Varla telur þú þá eiga það skilið að við þökkum fyrir okkur með þessum hætti – jafn afkáralegur og hann er. Örlítil bjórsala þeirra á íslenskum markaði getur ekki skipt íslensk fyrirtæki miklu máli. Færeyingar hljóta að mega nota færeysk orð um vöru sína, rétt eins og þú með íslenska orðið og Danir með sitt. Heldur þú virkilega að Ölgerðin græði á svona framferði? Gleymdu því ekki að Færeyingar eiga fjölmarga vini á Íslandi – vini sem eru tilbúnir að sýna í verki að þeir standi með Færeyingum ef ranglega er að þeim sótt.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar