Bjór og Gullæði Hjálmar Árnason skrifar 20. ágúst 2014 09:00 Opið bréf til Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór. Samkvæmt bréfi lögmanns þíns felur sú friðsamlega leið í sér að þú munir reyna að bannfæra færeyska ölið á Íslandi ef innflutningi þess verði ekki hætt þegar í stað. Eins og góður vinur minn er vanur að segja: „Comon. Hvað er í gangi?“ Hin meinta sök færeysku ölgerðarinnar er einföld: Hún flytur til Íslands og býður til sölu þann ágæta drykk Föroya Bjór – Gull. Þvílíkur glæpur. Og sé málið skoðað í stærra samhengi má svo vísa í enn stærri glæp – nefnilega Tuborg Guld. Færeyska gullið hefur verið framleitt lengur en Egils Gull og Tuborg enn lengur. Allt er þetta mjöður af sama meiði en með ólíkum tungumálum. Íslenska framburðinn þekkjum við öll, á færeysku er orðið borið fram GÚDL og á dönsku GÚL. Allt er þetta samt bjór, kenndur við gull. Og gullið er ekki uppfinning ykkar hjá Ölgerðinni né heldur Föroya Bjórs. Helst að Danir geti gert tilkall til merkingarinnar. Þeir gera það hins vegar ekki af því þeir trúa á heiðarlega og eðlilega samkeppni. Og sannarlega hef ég staðið í þeirri trú að þú og Ölgerðin væruð fylgjandi heiðarlegri samkeppni. Af bréfi þínu að dæma virðist ég hafa rangt fyrir mér. Þetta eru ekkert annað en viðleitni til að hindra eðlilega samkeppni á einkar fáránlegum forsendum. Kæri Andri Þór. Færeyingar eru sú þjóð sem best hefur staðið með Íslendingum þegar á hefur reynt. Varla telur þú þá eiga það skilið að við þökkum fyrir okkur með þessum hætti – jafn afkáralegur og hann er. Örlítil bjórsala þeirra á íslenskum markaði getur ekki skipt íslensk fyrirtæki miklu máli. Færeyingar hljóta að mega nota færeysk orð um vöru sína, rétt eins og þú með íslenska orðið og Danir með sitt. Heldur þú virkilega að Ölgerðin græði á svona framferði? Gleymdu því ekki að Færeyingar eiga fjölmarga vini á Íslandi – vini sem eru tilbúnir að sýna í verki að þeir standi með Færeyingum ef ranglega er að þeim sótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór. Samkvæmt bréfi lögmanns þíns felur sú friðsamlega leið í sér að þú munir reyna að bannfæra færeyska ölið á Íslandi ef innflutningi þess verði ekki hætt þegar í stað. Eins og góður vinur minn er vanur að segja: „Comon. Hvað er í gangi?“ Hin meinta sök færeysku ölgerðarinnar er einföld: Hún flytur til Íslands og býður til sölu þann ágæta drykk Föroya Bjór – Gull. Þvílíkur glæpur. Og sé málið skoðað í stærra samhengi má svo vísa í enn stærri glæp – nefnilega Tuborg Guld. Færeyska gullið hefur verið framleitt lengur en Egils Gull og Tuborg enn lengur. Allt er þetta mjöður af sama meiði en með ólíkum tungumálum. Íslenska framburðinn þekkjum við öll, á færeysku er orðið borið fram GÚDL og á dönsku GÚL. Allt er þetta samt bjór, kenndur við gull. Og gullið er ekki uppfinning ykkar hjá Ölgerðinni né heldur Föroya Bjórs. Helst að Danir geti gert tilkall til merkingarinnar. Þeir gera það hins vegar ekki af því þeir trúa á heiðarlega og eðlilega samkeppni. Og sannarlega hef ég staðið í þeirri trú að þú og Ölgerðin væruð fylgjandi heiðarlegri samkeppni. Af bréfi þínu að dæma virðist ég hafa rangt fyrir mér. Þetta eru ekkert annað en viðleitni til að hindra eðlilega samkeppni á einkar fáránlegum forsendum. Kæri Andri Þór. Færeyingar eru sú þjóð sem best hefur staðið með Íslendingum þegar á hefur reynt. Varla telur þú þá eiga það skilið að við þökkum fyrir okkur með þessum hætti – jafn afkáralegur og hann er. Örlítil bjórsala þeirra á íslenskum markaði getur ekki skipt íslensk fyrirtæki miklu máli. Færeyingar hljóta að mega nota færeysk orð um vöru sína, rétt eins og þú með íslenska orðið og Danir með sitt. Heldur þú virkilega að Ölgerðin græði á svona framferði? Gleymdu því ekki að Færeyingar eiga fjölmarga vini á Íslandi – vini sem eru tilbúnir að sýna í verki að þeir standi með Færeyingum ef ranglega er að þeim sótt.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar