Læknar sinni sjúklingum á samfélagsmiðlunum Brjánn Jónasson skrifar 25. janúar 2014 07:00 Davíð B. Þórisson bráðalæknir segist hafa fengið afar góðar undirtektir við erindi sínu um lækna og samfélagsmiðla á læknadögum. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenskir læknar ættu að vera duglegri að nota netið og samfélagsmiðla til að eiga samskipti við sjúklinga og upplýsa þá, segir Davíð B. Þórisson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Mér finnst læknastéttin ekki vera búin að tileinka sér samfélagsmiðlana eins og hún ætti að vera búin að gera,“ segir Davíð. Hann fjallaði um notkun netsins og samfélagsmiðla í erindi á Læknadögum í vikunni. „Læknar eru of varkárir gagnvart netinu, hvort sem það er blogg eða samfélagsmiðlar.“ Hann segir að læknar geti notað samfélagsmiðlana bæði til að miðla upplýsingum til sjúklinga og almennings, og til eigin framhaldsmenntunar. „Sjúklingar í dag fara á netið til að leita sér að upplýsingum alveg sama hvað við læknarnir segjum,“ segir Davíð. Sjúklingarnir fari inn á hópa á Facebook og fái ráð á mjög misgóðum bloggsíðum. „Þarna tel ég að læknar eigi að vera mun virkari, til dæmis með því að blogga sjálfir, og skrifa alvöru greinar um sjúkdómana sem þeir eru sérfróðir um,“ segir Davíð. Þar geti læknar verið skrefinu á undan og bent sjúklingunum á réttar upplýsingar á netinu. „Þannig má draga úr líkum á því að sjúklingurinn gleypi við einhverri vitleysu á netinu.“ Hann segir að læknar geti gengið skrefinu lengra, og haldið sjálfir úti lokuðum umræðuhópum á samfélagsmiðlum um ákveðna sjúkdóma. Þá geti sjúklingar skipst á upplýsingum sín á milli, en læknirinn verið til reiðu til að grípa inn í þyki honum þörf á því. „Tökum til dæmis krónískan sjúkdóm eins og liðagigt. Þar er vitað að lífsstíll og mataræði getur skipt miklu máli. Þar er svo auðvelt að glepja fólk með röngum upplýsingum, til dæmis um einhver náttúrulyf,“ segir Davíð. „Það eru svo margir til í að gleypa við einhverju nýju og spennandi, en læknirinn gæti þá stýrt umræðunum með því að benda á rannsóknir og réttar upplýsingar,“ segir Davíð. Hann segir erfitt fyrir sjúklinga að finna réttar upplýsingar í þeim hafsjó upplýsinga sem finna megi á netinu. Davíð segist sjálfur vera mikill áhugamaður um tölvur og samfélagsmiðla. Hann hafi lent í því í sérnámi sínu í Svíþjóð að vera kominn nærri því að gefast upp á faginu vegna skorts á reyndum eldri kollegum. Hann hafi komist á rétta braut aftur með nýjum kynnum við bráðalækna um allan heim og kennsluefni sem þeir vísuðu honum á á netinu. Með auknu álagi á lækna hafa þeir sífellt minni tíma til að kenna læknanemum og unglæknum. „Það þarf að nota betur frábært kennsluefni sem er til. Ég komst í upptökur af fyrirlestrum af stórum ráðstefnum þegar ég var í námi þar sem frábærir fyrirlesarar voru að tala um nákvæmlega það sem ég var að fást við. Félagsmiðlarnir voru lykillinn að því að geta komist í það efni,“ segir Davíð. Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Sjá meira
Íslenskir læknar ættu að vera duglegri að nota netið og samfélagsmiðla til að eiga samskipti við sjúklinga og upplýsa þá, segir Davíð B. Þórisson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Mér finnst læknastéttin ekki vera búin að tileinka sér samfélagsmiðlana eins og hún ætti að vera búin að gera,“ segir Davíð. Hann fjallaði um notkun netsins og samfélagsmiðla í erindi á Læknadögum í vikunni. „Læknar eru of varkárir gagnvart netinu, hvort sem það er blogg eða samfélagsmiðlar.“ Hann segir að læknar geti notað samfélagsmiðlana bæði til að miðla upplýsingum til sjúklinga og almennings, og til eigin framhaldsmenntunar. „Sjúklingar í dag fara á netið til að leita sér að upplýsingum alveg sama hvað við læknarnir segjum,“ segir Davíð. Sjúklingarnir fari inn á hópa á Facebook og fái ráð á mjög misgóðum bloggsíðum. „Þarna tel ég að læknar eigi að vera mun virkari, til dæmis með því að blogga sjálfir, og skrifa alvöru greinar um sjúkdómana sem þeir eru sérfróðir um,“ segir Davíð. Þar geti læknar verið skrefinu á undan og bent sjúklingunum á réttar upplýsingar á netinu. „Þannig má draga úr líkum á því að sjúklingurinn gleypi við einhverri vitleysu á netinu.“ Hann segir að læknar geti gengið skrefinu lengra, og haldið sjálfir úti lokuðum umræðuhópum á samfélagsmiðlum um ákveðna sjúkdóma. Þá geti sjúklingar skipst á upplýsingum sín á milli, en læknirinn verið til reiðu til að grípa inn í þyki honum þörf á því. „Tökum til dæmis krónískan sjúkdóm eins og liðagigt. Þar er vitað að lífsstíll og mataræði getur skipt miklu máli. Þar er svo auðvelt að glepja fólk með röngum upplýsingum, til dæmis um einhver náttúrulyf,“ segir Davíð. „Það eru svo margir til í að gleypa við einhverju nýju og spennandi, en læknirinn gæti þá stýrt umræðunum með því að benda á rannsóknir og réttar upplýsingar,“ segir Davíð. Hann segir erfitt fyrir sjúklinga að finna réttar upplýsingar í þeim hafsjó upplýsinga sem finna megi á netinu. Davíð segist sjálfur vera mikill áhugamaður um tölvur og samfélagsmiðla. Hann hafi lent í því í sérnámi sínu í Svíþjóð að vera kominn nærri því að gefast upp á faginu vegna skorts á reyndum eldri kollegum. Hann hafi komist á rétta braut aftur með nýjum kynnum við bráðalækna um allan heim og kennsluefni sem þeir vísuðu honum á á netinu. Með auknu álagi á lækna hafa þeir sífellt minni tíma til að kenna læknanemum og unglæknum. „Það þarf að nota betur frábært kennsluefni sem er til. Ég komst í upptökur af fyrirlestrum af stórum ráðstefnum þegar ég var í námi þar sem frábærir fyrirlesarar voru að tala um nákvæmlega það sem ég var að fást við. Félagsmiðlarnir voru lykillinn að því að geta komist í það efni,“ segir Davíð.
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Sjá meira