Garcia tryggði sér sigur eftir þrjá bráðabana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 14:03 Spánverjinn Sergio Garcia vann dramatískan sigur á Katar Masters mótinu í golfi sem lauk eystra fyrir stundu. Garcia spilaði þriðja og síðasta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari sem sendi hann í bráðabana ásamt Finnanum Mikko Ilonen. Finninn spilaði hringinn í dag á sex höggum undir pari eða á 66 höggum. Garcia lauk því leik á sextán höggum undir pari samanlagt en þrefaldan bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Garcia bjargaði sér með frábæru höggi úr glompu í bráðabananum og hafði svo sigur er átjánda holan var leikin þriðja sinni. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Spánverjann sem komst afar nálægt því að vinna mótið í fyrra. Allt stefndi í sigur hans þar til Chris Wood nældi í örn á lokaholunni og tryggði sér sigur. Daninn Thorbjörn Olesen spilaði hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum undir pari. Hann lauk leik samanlagt á 15 undir pari. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Ríkharð Óskar Guðnason lýsti mótinu. Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia vann dramatískan sigur á Katar Masters mótinu í golfi sem lauk eystra fyrir stundu. Garcia spilaði þriðja og síðasta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari sem sendi hann í bráðabana ásamt Finnanum Mikko Ilonen. Finninn spilaði hringinn í dag á sex höggum undir pari eða á 66 höggum. Garcia lauk því leik á sextán höggum undir pari samanlagt en þrefaldan bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Garcia bjargaði sér með frábæru höggi úr glompu í bráðabananum og hafði svo sigur er átjánda holan var leikin þriðja sinni. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Spánverjann sem komst afar nálægt því að vinna mótið í fyrra. Allt stefndi í sigur hans þar til Chris Wood nældi í örn á lokaholunni og tryggði sér sigur. Daninn Thorbjörn Olesen spilaði hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum undir pari. Hann lauk leik samanlagt á 15 undir pari. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Ríkharð Óskar Guðnason lýsti mótinu.
Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira