Fjölhæf ný V-lína frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 11:48 Mercedes Benz V-Class Mercedes-Benz hefur nú kynnt til sögunnar nýjan V-Class bíl. Þessi nýi bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur ýmsa möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður bílsins. Fjögur sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Innanrými V-línunnar er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. Mercedes Benz V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-línan er með sjö gíra 7G-Tronic Plus sjálfskiptingu. V-Class bíllinn má fá í mismunandi lengd, frá 4,90 m til 5,37 m og með rennihurð eða hefðbundnum hurðum. Lagleg innrétting V-Class Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent
Mercedes-Benz hefur nú kynnt til sögunnar nýjan V-Class bíl. Þessi nýi bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur ýmsa möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður bílsins. Fjögur sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Innanrými V-línunnar er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. Mercedes Benz V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-línan er með sjö gíra 7G-Tronic Plus sjálfskiptingu. V-Class bíllinn má fá í mismunandi lengd, frá 4,90 m til 5,37 m og með rennihurð eða hefðbundnum hurðum. Lagleg innrétting V-Class
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent