BUGL og Barnavernd: sitthvor hliðin á sama peningnum Sveinsdís Anna Jóhannsdóttir skrifar 3. mars 2014 07:00 Málefni barna sem eru með einum eða öðrum hætti að stofna heilsu sinni og þroska í hættu hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þar hafa ýmsir aðilar stigið fram og bent á að skipulagsskortur á þessu sviði skaðar börn og fjölskyldur þeirra. Hvað þarf til að hlustað sé á fagfólk og tekið mið af sérfræðiþekkingu þess við skipulag þjónustu? Yfirlæknar BUGL (Barna- og unglingageðdeildar) hafa ítrekað bent á að huga þurfi betur að grunnþjónustu í nærumhverfi fólks og efla fræðslu, og forvarnir til þeirra sem eru í áhættuhópi. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur jafnframt ítrekað mikilvægi aukinnar samvinnu milli stofnana og samráðs varðandi þjónustu við börn og fjölskyldur. Haldnir hafa verið fundir með ráðherrum í gegnum tíðina og skrifaðar skýrslur þar sem fram kemur að efla þurfi heilsugæsluna sem grunnþjónustu. Þar þurfi í auknu mæli að vera þverfaglegt samstarf og meðferðarteymi svo létta megi álagi á bæði BUGL og barnavernd. Stefna stjórnvalda hefur lengi verið að efla heilsugæsluna en það hefur ekki verið stigið það skref sem nauðsynlegt er til að heilsugæslan sé í stakk búin að veita börnum í áhættuhópum og fjölskyldum þeirra viðeigandi þjónustu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðislögum nr. 40/2007 kemur fram að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Í lögunum er þess jafnframt getið að heilsugæslan skuli að öllu jöfnu vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Rannsóknir benda til þess að um 35-45% þeirra sem leita til heilsugæslunnar séu með heilsufarsvanda af sálfélagslegum toga. Jafnframt sýnir reynslan að þeir sem illa eru staddir félags- og fjárhagslega glíma einnig oft við heilsufarslegan vanda. Skýra stefnu skortir hins vegar um hvernig heilsugæslan tekur á móti, greinir og meðhöndlar umkvartanir af andlegum og félagslegum toga hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Þeir sem mest þurfa á samfelldri, markvissri og fjölbreyttri þjónustu að halda lenda oft á milli kerfa, s.s. hópar er falla undir sérlög um aldraða, fatlaða, félagsþjónustu sveitarfélaga og barnavernd.Þverfagleg fjölskylduþjónusta Við höfum dæmi þess hér á landi þar sem vel hefur tekist til í heilsugæslunni. Á heilsugæslunni á Akureyri hefur verið rekin þverfagleg fjölskylduþjónusta í tæp 30 ár og hlotið m.a viðurkenningu WHO fyrir sitt vinnulag. Nýleg rannsókn undirritaðrar sýnir að marktækur munur er á upplifun foreldra sem búa annars vegar á Akureyri og hins vegar í Hafnarfirði með tilliti til sálfélagslegrar þjónustu. Akureyri kemur mun betur út í öllum mælingum og einn skýringarþátturinn er betra skipulag nærþjónustunnar, betra aðgengi að fjölskylduþjónustu innan heilsugæslu og markvisst verið unnið að auknu samstarfi allra þjónustustofnana sem koma að málefnum barna og fjölskyldna. Annað dæmi er Heilsugæsla Grafarvogs en bæði innlendir og erlendir sérfræðingar hafa til margra ára mælt með að komið verði á laggirnar þverfaglegum meðferðarteymum barna á fleiri heilsugæslustöðvum á landsvísu. Talið er að 12-15% barna og unglinga glími við vægar geðraskanir og um 2-5% við alvarlega hegðunar- eða geðröskun. Árið 2013 var hins vegar talið að þjónusta sem hentar þessum hópi næði aðeins til um 1% barna og unglinga sem þýðir að enn eigum við langt í land. Engin einstök forvörn er jafn öflug og stuðningur við foreldra og stjúpforeldra þegar þeirra nýtur og þar er heilsugæslan í lykilhlutverki. Með stuðningi við foreldraskimun eftir áhættuþáttum svo sem ungum aldri, bágri fjárhagsstöðu, félagslegri einangrun, einelti, vanrækslu eða ofbeldi, rofnum tengslum, lágu sjálfsmati og þunglyndi. Við erum með eitt velferðarráðuneyti og nú þurfa ráðherrarnir tveir að taka höndum saman og samþætta betur heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu því við erum að tala um sitt hvora hliðina á sama peningnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Málefni barna sem eru með einum eða öðrum hætti að stofna heilsu sinni og þroska í hættu hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þar hafa ýmsir aðilar stigið fram og bent á að skipulagsskortur á þessu sviði skaðar börn og fjölskyldur þeirra. Hvað þarf til að hlustað sé á fagfólk og tekið mið af sérfræðiþekkingu þess við skipulag þjónustu? Yfirlæknar BUGL (Barna- og unglingageðdeildar) hafa ítrekað bent á að huga þurfi betur að grunnþjónustu í nærumhverfi fólks og efla fræðslu, og forvarnir til þeirra sem eru í áhættuhópi. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur jafnframt ítrekað mikilvægi aukinnar samvinnu milli stofnana og samráðs varðandi þjónustu við börn og fjölskyldur. Haldnir hafa verið fundir með ráðherrum í gegnum tíðina og skrifaðar skýrslur þar sem fram kemur að efla þurfi heilsugæsluna sem grunnþjónustu. Þar þurfi í auknu mæli að vera þverfaglegt samstarf og meðferðarteymi svo létta megi álagi á bæði BUGL og barnavernd. Stefna stjórnvalda hefur lengi verið að efla heilsugæsluna en það hefur ekki verið stigið það skref sem nauðsynlegt er til að heilsugæslan sé í stakk búin að veita börnum í áhættuhópum og fjölskyldum þeirra viðeigandi þjónustu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðislögum nr. 40/2007 kemur fram að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Í lögunum er þess jafnframt getið að heilsugæslan skuli að öllu jöfnu vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Rannsóknir benda til þess að um 35-45% þeirra sem leita til heilsugæslunnar séu með heilsufarsvanda af sálfélagslegum toga. Jafnframt sýnir reynslan að þeir sem illa eru staddir félags- og fjárhagslega glíma einnig oft við heilsufarslegan vanda. Skýra stefnu skortir hins vegar um hvernig heilsugæslan tekur á móti, greinir og meðhöndlar umkvartanir af andlegum og félagslegum toga hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Þeir sem mest þurfa á samfelldri, markvissri og fjölbreyttri þjónustu að halda lenda oft á milli kerfa, s.s. hópar er falla undir sérlög um aldraða, fatlaða, félagsþjónustu sveitarfélaga og barnavernd.Þverfagleg fjölskylduþjónusta Við höfum dæmi þess hér á landi þar sem vel hefur tekist til í heilsugæslunni. Á heilsugæslunni á Akureyri hefur verið rekin þverfagleg fjölskylduþjónusta í tæp 30 ár og hlotið m.a viðurkenningu WHO fyrir sitt vinnulag. Nýleg rannsókn undirritaðrar sýnir að marktækur munur er á upplifun foreldra sem búa annars vegar á Akureyri og hins vegar í Hafnarfirði með tilliti til sálfélagslegrar þjónustu. Akureyri kemur mun betur út í öllum mælingum og einn skýringarþátturinn er betra skipulag nærþjónustunnar, betra aðgengi að fjölskylduþjónustu innan heilsugæslu og markvisst verið unnið að auknu samstarfi allra þjónustustofnana sem koma að málefnum barna og fjölskyldna. Annað dæmi er Heilsugæsla Grafarvogs en bæði innlendir og erlendir sérfræðingar hafa til margra ára mælt með að komið verði á laggirnar þverfaglegum meðferðarteymum barna á fleiri heilsugæslustöðvum á landsvísu. Talið er að 12-15% barna og unglinga glími við vægar geðraskanir og um 2-5% við alvarlega hegðunar- eða geðröskun. Árið 2013 var hins vegar talið að þjónusta sem hentar þessum hópi næði aðeins til um 1% barna og unglinga sem þýðir að enn eigum við langt í land. Engin einstök forvörn er jafn öflug og stuðningur við foreldra og stjúpforeldra þegar þeirra nýtur og þar er heilsugæslan í lykilhlutverki. Með stuðningi við foreldraskimun eftir áhættuþáttum svo sem ungum aldri, bágri fjárhagsstöðu, félagslegri einangrun, einelti, vanrækslu eða ofbeldi, rofnum tengslum, lágu sjálfsmati og þunglyndi. Við erum með eitt velferðarráðuneyti og nú þurfa ráðherrarnir tveir að taka höndum saman og samþætta betur heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu því við erum að tala um sitt hvora hliðina á sama peningnum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar