Auknar álögur á aldraða og sjúklinga Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2014 07:00 Nú höfum við fengið að líta augum fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Það flytur engan gleðiboðskap fyrir eldri borgara. Þótt lækkun almennra vörugjalda sé góðra gjalda verð vegur hún engan veginn upp á móti hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7%, sem samið var um í kjarasamningum á sínum tíma, í 12% er forkastanleg aðgerð. Það kemur að sjálfsögðu mest við þá sem lægst hafa laun eða lífeyri. Það er ekki marktækur rökstuðningur að halda því fram að allir eyði sama hlutfalli af ráðstöfunartekjum í matarinnkaup og þar af leiðandi sé þetta ekki árás á lágtekjufólk. Því verðum við að vona að það takist í meðförum þingsins að fella þessa ákvörðun út úr fjárlögunum. Þó að lækkun í efra þrepi virðisaukaskatts úr 25,5% í 24% sé tilraun til að lækka verðlag og lækka söluverð ýmissa heimilistækja, þá vegur það ekki á móti þeirri hækkun matarskatts sem hér er stefnt að. Auk þess sem allir þurfa að borða daglega, en ekki að kaupa sér heimilistæki nema á nokkurra ára fresti. Varla er gert ráð fyrir því að hækkun barnabóta komi öldruðum til góða!Heilbrigðiskerfið Í fyrra kom út skýrsla hjá Krabbameinsfélagi Íslands þar sem farið var yfir það hve hlutur almennings í heilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast á Íslandi. Kostnaðurinn er nú með því hæsta sem gerist í löndum sem við berum okkur saman við. Almennt má segja að kostnaður almennings í heilbrigðiskerfinu sé kominn að þolmörkum eins og staðan er núna. Það er því algjörlega á skjön við allt sem fram kom í þessari skýrslu að bæta í þennan kostnað með því að sjúklingar greiði fyrir S-merkt lyf. Eldri borgarar og öryrkjar munu gjalda þess verulega, því þetta er sá hópur sem einna mest notar heilbrigðiskerfið og er einn stærsti kaupandi lyfja. Auk þess eru lyf flokkuð í hæsta virðisaukaþrep hér á landi, en t.d. í mörgum öðrum löndum eru lyf ýmist með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Það kom vel fram í grein sem Jakob Falur Garðarsson skrifaði í Morgunblaðið og einnig Jón Kr. Óskarsson, formaður FEB í Hafnarfirði. Landssamband eldri borgara hefur ítrekað óskað eftir lækkun virðisaukaskatts á lyf.Hiti og rafmagn Þá mun þessi fyrirhugaða breyting á virðisaukaskatti hækka verulega kostnað heimila af hita og rafmagni. Verst mun það koma niður á þeim sem búa á landsbyggðinni og búa við dýrari hitunar- og rafmagnskostnað en á höfuðborgarsvæðinu. Hækkun á hvert heimili á ári er á bilinu 3.300–8.600 kr. Nóg er nú samt þegar dæmi eru um að rafmagn og hiti í dreifbýli kosti á heimili 303.000 kr. á ári. Niðurgreiðslur til húshitunar til þeirra sem búa á köldum svæðum eru í frumvarpinu nánast sama krónutala og á þessu ári og tekur því ekki einu sinni verðlagsbreytingum þrátt fyrir yfirlýsingar um jöfnun orkuverðs. Þeir 40 milljarðar sem fjármálaráðhera fullyrðir að verði nú eftir hjá heimilum landsins með skattabreytingunum, munu ekki bæta hag þeirra sem mest þurfa á því að halda. Þvert á móti taka þeir á sig auknar byrðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú höfum við fengið að líta augum fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Það flytur engan gleðiboðskap fyrir eldri borgara. Þótt lækkun almennra vörugjalda sé góðra gjalda verð vegur hún engan veginn upp á móti hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7%, sem samið var um í kjarasamningum á sínum tíma, í 12% er forkastanleg aðgerð. Það kemur að sjálfsögðu mest við þá sem lægst hafa laun eða lífeyri. Það er ekki marktækur rökstuðningur að halda því fram að allir eyði sama hlutfalli af ráðstöfunartekjum í matarinnkaup og þar af leiðandi sé þetta ekki árás á lágtekjufólk. Því verðum við að vona að það takist í meðförum þingsins að fella þessa ákvörðun út úr fjárlögunum. Þó að lækkun í efra þrepi virðisaukaskatts úr 25,5% í 24% sé tilraun til að lækka verðlag og lækka söluverð ýmissa heimilistækja, þá vegur það ekki á móti þeirri hækkun matarskatts sem hér er stefnt að. Auk þess sem allir þurfa að borða daglega, en ekki að kaupa sér heimilistæki nema á nokkurra ára fresti. Varla er gert ráð fyrir því að hækkun barnabóta komi öldruðum til góða!Heilbrigðiskerfið Í fyrra kom út skýrsla hjá Krabbameinsfélagi Íslands þar sem farið var yfir það hve hlutur almennings í heilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast á Íslandi. Kostnaðurinn er nú með því hæsta sem gerist í löndum sem við berum okkur saman við. Almennt má segja að kostnaður almennings í heilbrigðiskerfinu sé kominn að þolmörkum eins og staðan er núna. Það er því algjörlega á skjön við allt sem fram kom í þessari skýrslu að bæta í þennan kostnað með því að sjúklingar greiði fyrir S-merkt lyf. Eldri borgarar og öryrkjar munu gjalda þess verulega, því þetta er sá hópur sem einna mest notar heilbrigðiskerfið og er einn stærsti kaupandi lyfja. Auk þess eru lyf flokkuð í hæsta virðisaukaþrep hér á landi, en t.d. í mörgum öðrum löndum eru lyf ýmist með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Það kom vel fram í grein sem Jakob Falur Garðarsson skrifaði í Morgunblaðið og einnig Jón Kr. Óskarsson, formaður FEB í Hafnarfirði. Landssamband eldri borgara hefur ítrekað óskað eftir lækkun virðisaukaskatts á lyf.Hiti og rafmagn Þá mun þessi fyrirhugaða breyting á virðisaukaskatti hækka verulega kostnað heimila af hita og rafmagni. Verst mun það koma niður á þeim sem búa á landsbyggðinni og búa við dýrari hitunar- og rafmagnskostnað en á höfuðborgarsvæðinu. Hækkun á hvert heimili á ári er á bilinu 3.300–8.600 kr. Nóg er nú samt þegar dæmi eru um að rafmagn og hiti í dreifbýli kosti á heimili 303.000 kr. á ári. Niðurgreiðslur til húshitunar til þeirra sem búa á köldum svæðum eru í frumvarpinu nánast sama krónutala og á þessu ári og tekur því ekki einu sinni verðlagsbreytingum þrátt fyrir yfirlýsingar um jöfnun orkuverðs. Þeir 40 milljarðar sem fjármálaráðhera fullyrðir að verði nú eftir hjá heimilum landsins með skattabreytingunum, munu ekki bæta hag þeirra sem mest þurfa á því að halda. Þvert á móti taka þeir á sig auknar byrðar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun